Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 1
8. árg.
3. tbl.
júní 1988
Jafngilt að
líkna og lækna
Sigurður Árnason læknir ræðir
um sorg og samhjálp starfsfólks
á sjúkrahúsum í baráttu við
dauðann, bls. 4-5.
Eru ekkjur
fimmta flokks
þegnar?
Staða ekkjunnar í íslensku sam-
félagi rædd í grein Ólafar Ólafs-
dóttur, bls. 6-7.
Hamingjan
Rætt við Sólveigu Ásgeirsdóttur
biskupsfrú, bls. 11.
Fermingarstörf
Sagt er frá könnun á viðhorfum
og vinnubrögðum við undir-
búning fermingar, bls. 15.
Foreldraréttur
Sigurður Pálsson fjallar um rétt
foreldra til uppeldis barna
sinna, bls. 18.
Þessir ungu drengir í björtu sólskini búa báðir í ísrael, annar Gyðingur
en hinnArabi. Átökin íísrael um þessar mundir hafa vakið mikinn ugg
hjá kirkjum heimsins. Lútherska heimssambandið hefur hvatt aðildar-
kirkjur sínar til þess að beita áhrifum sínum við stjórnvöld hver á
sínum stað að þau vinni að því á a/þjóðavettvangi að lausn málsins
fáist. Og að kirkjurnar vinni að réttlátum friði áþessu svœði með helgi-
haldi, fyrirbœn og umroeðu tii að vekja sem flesta til umhugsunar og
aðgerða.