Víðförli - 15.06.1988, Page 16

Víðförli - 15.06.1988, Page 16
Við fermingarstörf ritaður á andstæðri skoðun við dr. Pétur sem telur það „jafnvel hæpið að skylda börnin að mæta í guðs- þjónustur“ (s. 88). Kver. Það fermingarkver sem er lang vinsælast er „Líf með Jesú,“ þýðing á sænsku kveri frá árinu 1976. Fræðarar eru yfirleitt ánægðir með það sökum þess að þar er gerð til- raun til að ná til fermingarbarnsins „á þess eigin grundvelli“ (s. 17) og má af því ráða hvernig kver þeir vilja hafa. Þó er vert að benda á að ekki eru margir valkostir fyrir hendi og hafa því margir farið út í það að nota eigið kver. Gallinn við „Líf með Jesú“ er fyrst og fremst sá, að með kverinu vantar vinnubók fyrir ungmennin og hjálpargögn fyrir fræðarana og því nefna flestir þeir sem spurðir eru um hvað þyrfti að betrumbæta að helst þyrfti að endurmeta og endurskoða aðferðir til að koma innihaldinu til skila. Fermingaraldurinn. Samkvæmt lögum skal fermingar- aldurinn vera lægst 14 ár. Lagalega þarf sérstakar undanþágur þeim til handa sem fermast undir 14 ára aldri, þó svo að ekki hafi verið farið eftir því. Ljóst er að hér þarf nýja löggjöf til samræmingar þeirri venju sem komist hefur á varðandi ferm- ingaraldurinn, en í könnuninni kom í ljós að meirihluti fræðara voru já- kvæðir gagnvart núverandi skipan mála eða 52%. Aðeins 23% töldu fermingaraldurinn vera of lágan. Afstaða fræðara til fermingar- aldursins fjöldi % Of ung 25 23 Hæfilegur aldur 57 52 Of gömul 11 10 Óviss 13 12 Svara ekki 3 3 109 100 Félagsleg staða ferming- arinnar. Eins og áður sagði er félagsleg staða fermingarinna mjög sterk hér á landi. Könnunin staðfestir þetta all rækilega. Meðal fermingarfræðar- anna ríkir meira að segja almenn ánægja með þá hlið mála. 90% þeirra eru t.d. jákvæðir eða mjög jákvæðir fermingarveislunum sem eru jú góð dæmi um félagslega sterka stöðu fermingarinnar! Þetta kemur ugglaust mörgum á óvart því til samanburðar má nefna að prestar hafa löngum verið ófeimnir við að gagnrýna kaup- mennskuna kringum jólin, en jóla- hátíðin sem almenn fjölskylduhátíð er gott dæmi um styrka félagslega stöðu kirkjunnar hér á landi. Það vekur furðu undirritaðs að ekki gegni slíkt hið sama um viðhorf presta til kaupmennskunnar kring- um fermingarnar. Einn prestanna (fræðaranna) gengur meira að segja svo langt að halda því fram að „árás“ (hans orðalag) fjölmiðla á allt tilstandið kringum sjálfa ferm- inguna sé dulbúin árás á kirkjuna (s. 20). Þó heyrast gagnrýnisraddir og er bent á að hin sterku fjölskyldutengsl hér á landi sem svo vel koma í ljós við fermingarnar, séu á kostnað safnað- arvitundarinnar og varað er við öfgum og óhófi í fermingarveislun- um (s. 40). Lítil safnaðarvitund. Hér að framan hefur verið bent á að guðsþjónustan sé vanrækt í fermingarundirbúningnum. Þar með veikist safnaðarvitundin. Með aukinni áherslu á helgihaldið sem slíkt og þar með aukinni þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni, ætti að vera hægt að auka hina trúarlegu merkingu fermingarinnar og draga þannig eitt- hvað úr hinum neikvæðu félagslegu áhrifum, svo sem kaupmennskunni. Samstarf fræðara og foreldra er ekki nógu gott og er það ein ástæða fyrir veikri trúarlegri stöðu fermingar- innar. Sem dæmi um of lítil tengsl er sú niðurstaða könnuarinnar að ein- ungis 30% fræðaranna telur þátt- töku foreldranna góða og aðeins 2% voru mjög ánægðir! Mat fermingarfræðara á því hversu virkir foreldrar eru í ferming- arundirbúningi barnanna. Já, ástandið er N % mjög gott Já, ástandið er 2 2 nokkuð gott Nei, ekki nægilega 40 37 gott 48 44 Alls ekki gott 13 12 Svarar ekki 6 5 109 100 16 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.