Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 17
Mat fræðaranna á mætingu for-
eldra í guðsþjónustur á meðan á
fermingarundirbúningi stendur.
N %
Góð 33 30
Misjöfn/dræm 56 52
Léleg 10 9
Annað 1 1
Svara ekki 9 8
109 100
Þó halda 70% fræðaranna fundi
með foreldrum, oftast í upphafi
fermingarundirbúningsins og næst-
um 50% hvetur þá eindregið per-
sónulega að mæta með börnum
sínum í kirkju á meðan á fræðslunni
stendur.
Tengsl við skóla
í könnuninni kemur í ljós að ferm-
ingarfræðslan fer mun minna fram í
skólum nú en áður. Þó kom á óvart
að 40% fræðaranna höfðu fræðsl-
una innan stundarskrár skólans.
Þetta sýnir hve tengsl skólans og
kirkjunnar eru ennþá mikil. Tengsl
presta og skóla eru og mikil ennþá,
um 40% þeirra kenna við skólana
eða hafa kennt þar, yfirleitt kristin-
fræði. Þó eru menn gagnrýnir á
kristinfræðikennsluna, 30% telja að
skólinn gegni henni illa og 34% að
hann geri það „misjafnlega". Ein-
ungis 20% er jákvæður. Þessi við-
horf leiða þó ekki til neikvæðrar
afstöðu gagnvart skólanumm sem
slíkum, 29% vill auka tengslin
meðan einungis 8% vill frekari að-
greiningu.
Hugmyndir presta um samstarf
fermingarstarfa og grunnskóla út frá
lögum um grunnskóla.
N
Þekkir ekki lögin 8
Ástandið gott eins
og það er, ekki
ástæða til breytinga 17
Aðgreina frekar
skóla og kirkju 9
Tengja frekar skóla
og kirkju 32
Annað 11
Svara ekki 32
109
%
7
16
29
10
29
99
Guði að hann hefði ekki hugsað sér að
jörðin yrði sorphaugur.
Óskir um úrbætur
Að lokum er gerð grein fyrir
óskum fermingarfræðaranna. Þar
kemur fram eindreginn vilji presta í
fjölmennari prestaköllum fyrir að-
stoðarfólki við fermingarstörfin.
Þegar er víða full þörf á aðstoð en
með auknum kröfum um fræðsluna,
verður þörfin enn brýnni. Því er
nauðsyn að gera stórátak í þjálfum
leikmanna til fermingarfræðslu-
starfa innan kirkjunnar með nám-
skeiðahaldi og jafnvel skipulagðri
fræðslu. Stærri söfnuðirnir eru
orðnir það vel fjárhagslega stæðir að
þeim ætti ekki að vera skotaskuld úr
því að ráða fólk til slíkra starfa.
Lokaorð.
Fermingarstarfanefnd og dr.
Pétur Pétursson hafa með þessari
könnun unnið mjög gott starf, starf
sem er afrakstur margra ára umræðu
um fermingarstörfin. Nú er það i
höndum Prestastefnunnar i sumar
að vinna úr könnuninni og ákveða
áframhaldið. Gera má ráð fyrir að
margt safnaðarfólk bíði spennt eftir
niðurstöðum hennar ekki síður en
prestarnir. Þá er bara að vona að vel
til takist.
Sr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín.
æskulýðsfulltrúi.
Námskeið fyrir fermingar-
fræðara í haust.
Dagana 12.-14. sept. n.k. verður
námskeið fyrir fermingarfræðara
haldið í Norræna húsinu í Reykja-
vík. Fermingarstarfanefnd stendur
fyrir námskeiðinu ásamt Norræna
húsinu, en helsti sérfræðingur Norð-
manna um fermingarstörf og náms-
skrárgerð, Finn Wagle, verður þar
aðalleiðbeinandi.
Námskeiðið er skipulagt í fram-
haldi af könnun fermingarstarfa-
nefndar á Prestastefnu 1988 og
verður megináherslan á hinni
kennslufræðilegu hlið ferminga-
starfanna, hversu aðlaga megi
fræðsluna aðstæðum unglingsins.
Auk Finn Wagle verða fyrirlesarar
frá Kennaraháskólanum þau Erla
Kristjánsdóttir lektor og Sigurður
Pálsson áður námsstjóri auk dr.
Wolfgang Edelstein frá Max Planck
stofnun í Berlin. Á námsskeiðinu
kynna og ýmsir íslenskir prestar að-^
ferðir sínar við fermingarfræðslu og
reynslu af gerð og notkun námsefnis
þar. Skráning og upplýsingar um
námskeiðið er hjá æskulýðsfulltrúa í
sima 91-621500.
Líf með Jesú.
Ef til vill heldur þú, lesandi minn
góður, að nú sé að hefjast enn ein
greinin um fermingarmál. Svo er þó
ekki. Að vísu er til fermingarkver
með þessu nafni, „Líf með Jesú,“ en
það er ekki til umfjöllunar hér.
Líf með Jesú, er það gott líf?
Hvernig er að vera unglingur og trúa
á Jesú Krist? Þessu ætla unglingar af
öllu Islandi að velta fyrir sér þegar
þeir hittast eina helgi i september að
Stóru-Tjarnarskóla í ■ Suður-Þing-
eyjarsýslu. En þá verður haldið sér-
stakt landsmót fyrir öll æskulýðs-
félög af landinu. Allir unglingar 13
ára og eldri eru velkomnir á þetta
mót. Boðið verður upp á rútuferðir á
mótið frá Akureyri, Egilsstöðum og
Reykjavík. Innritun og allar nánari
upplýsingar eru í síma 91-12445 hjá
Æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar.
Gleymið ekki Stórutjarnarmótinu
þann 23. til 25. september.
M.Erl.
VÍÐFÖRLI — 17