Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 23

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 23
Guðsþjómisla á ráðstefnunni var að öllu leyti undirbúin af þátttakendum. Hér er verið að gera altaristöfluna sem nílkaði á sinn hátt stef guðsþjónustunnar. Hindranir í vegi. Að fara á ráðstefnu og hitta fólk frá öðrum löndum sem er að fást við sömu mál og maður sjálfur gefur manni yfirsýn yfir sitt eigið starf og nokkra hugmynd um að fleiri eiga við sömu vandamál að stríða og maður sjálfur. Kristur er hinn sami þó við förum ýmsar leiðir í boðun. Það er vissulega hvatning fyrir okkur í íslensku kirkjunni að sjá að okkar starfi miðar áfram og að þau verkefni sem æskulýðsstarfið hér glímir við eru svipuð og verið er að fást við á hinum Norðurlöndunum. Með svona ráðstefnu brýtur maður Þorsteinn Kristiansen œskulýðsfulltrúi á Akureyri við fullgerða altarismyndina. Hún sýnir unglinginn í því neikvœða og jákvœða umhverfi sem hann lifir i. niður múra sem eru á milli landa, milli einstaklinga og maður færist nær hvert öðru og getur bæði gefið frá sér af reynslu sinni og tekið á móti reynslu annarra. Yfirskrift mótsins var „Grænser" — landa- mæri, afmörkun, hindrun, mörk, múrar eru íslensk orð sem etv. má nota sem þýðingu. Þó svo að ein ráð- stefna ryðji ekki öllum hindrunum úr vegi fyrir árangri í æskulýðsstarfi þá er tilganginum náð ef maður gerir sér betur grein fyrir þeim hindrunum sem eru á veginum eftir ráðstefnuna en fyrir. Ragnheiður Sverrisdóttir f fréttum Fjölbreytt lesefni í Ritröð Guðfræðistofnunar. Fyrsta heftið í Studia Theologica Islandica er komið út undir ritstjórn sr. Jónasar Gíslasonar dósents. Kennarar guðfræðideildar leggja til efni þessa heftis sem er bæði fjöl- breytt og áhugavert. Efnisyfirlit er sem hér segir: Bjarni Sigurðsson: Jólasálmur Lúthers Björn Björnsson: Hjónabandið og fjölskyldan Einar Sigurbjörnsson: Um kristna trúfræði Jón Sveinbjörnsson: Lestur og rit- skýring Jónas Gíslason: Er þörf á endur- skoðun íslenskrar kirkjusögu? Kristján Búason: Nýjatesta- mentisfræði áfangar og viðfangsefni Þórir Kr. Þórðarson: Spurning um hefð og frelsi Efni næstu hefta hefur verið ákveðið. Þar verða m.a. erindi frá námsstefnu í sálmafræði, niður- stöður könnunar um trúarlif og trúarviðhorf íslendinga, sem þeir dr. Björn Björnsson og dr. Pétur Péturs- son gjörðu, ritgerð dr. Sigurðar Arnar Steingrímssonar um Gamla- testamentið o.s.frv. Skálholt annast útgáfu og dreifingu. Halldóra Þorvarðardóttir kjörin prestur Fellsmúla- prestakalls. Kosningar hafa farið fram í Fells- múlaprestakalli sem var auglýst laust til umsóknar fyrir skemmstu eftir lát sr. Hannesar Guðmundssonar sem þar þjónaði um áratuga skeið. Kjörin var Halldóra Þorvarðardóttir cand.theol. Halldóra er 28 ára að aldri og lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1986. Hún er dóttir hjónanna Magdalenu Thor- oddsen og Þorvalds Kerúlfs Þor- steinssonar sýslumanns sem nú er látinn. Maður hennar er Sigurjón Bjarnason skólastjóri og eiga þau eitt barn. Yfirskriftin var Grœnser eða iandamœri, veggir, takmörk, og mikil áhersla var lögð á sönginn, sem bœtir ævinlega um það sem vantar á skilning orðanna. VÍÐFÖRLI — 23

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.