Víðförli - 15.10.1992, Side 12

Víðförli - 15.10.1992, Side 12
HELGRA GUÐS BARNA LEGSTAÐIR Jón Ragnarsson ræöir við Aóalstein Steindórsson ðalsteinn Steindórsson lét í vor af störfum sem umsjónarmaður kirkjugarða eftir 28 ára farsœlt starf Aðalsteinn var fyrstur til að gegna fullu starfi við umsjón kirkju- garða landsins, en til starfsins var stofnað árið 1928 og var það þá metið til hálfra launa og tengt starfi kirkju- garðsvarðar í Reykjavtk. Nœstur til að hafa það með höndum var sr. Sveinn Víkingur, sem gengdi því meðfram störfum biskuþsritara. Aðalsteini segist svo sjálfum frá ástæðum þess að hann réð- ist til þessa verkefnis: Ég er fæddur að Kálfakoti í Mosfellsveit, sem nú heitir Úlfarsá, en uppalinn að nokkru í Amarbæl- ishverfi í Ölfusi. Foreldrar mínir voru Skaftfellingar. Ég vandist við öll venjuleg sveitastörf frá bemsku og varð búfræðingur frá Hvanneyri. Vann síðan lengi við margskonar landbúnaðarstörf, sjó- mennsku, jarðboranir o.fl. en lengst þó við garð- Aðalsteinn lítur vfir farinn veg. Utangarðs-sögur. yrkju og bkaði það vel. Ég var hins vegar hættur að þola þá vinnu vegna bakveiki. Þess vegna fór ég að svipast um eftir öðra starfi og var ráðmn umsjón- armaður kirkjugarða á miðju ári 1964. Kirkjugarðar vanhirtir Kirkjugarðar landsins voru þá alltof víða í sorglegri van- hirðu. Illa girtir, kargaþýfðir og oft í sinuflóka vegna þess að erfitt var að slá kargann og sífellt varð verra að fá góða sláttumenn. Merkingar voru lélegar og minnismerki skökk og jarðgróin. Oft var b'tið sem ekkert skipulag á grafstæðum og leg- staðaskrár ófullkomnar. Forverar mínir höfðu ekki liaft mikil tök á að heintsækja umsjónarfólk garðanna, eða sinna starfinu á vettvangi. Sr. Sveinn Víkingur hafði samt skrifað öllum sóknar- nefndunt og beðið um lýsingar á ástandi garð- anna. Svarbréfin eru fróðleg, elvki síst vegna þess, að samkvæmt þeim var ástand flestra garða prýði- legt og jafnvel til fyrirmyndar. Heilli öld á eftir Ég reyndi alla tíð að kynna mér hvernig staðið er að skipulagi og umhirðu kirkjugarða í nágranna- löndunum og hef notað hvert tækifæri, þegar ég hef verið að ferðast til að h'ta á þessa hluti. Einnig hef ég tvisvar farið beinh'nis þeirra erinda. Fyrst fór ég í kynnisferð til Dannterkur og Suður-Sví- þjóðar nokkrum árum eftir að ég tók við starfinu og kynnti mér skipulag og umhirðu kirkjugarða þar og í Norður-Þýskalandi. Það var sorglega sláandi munur á, þegar litið var til íslenskra garða. Mér virtist við vera a.m.k. 100 árarn á eftir. Það lá við að mér hlýnaði aðeins um hjartarætur þegar ég sá einn falhnn legstein og annan örlítið skakkan í grafreit í Flensborg. Það minnti mig á ástandið heinta. Grjót og gerfiefni Mér fannst líka athyglisvert í þessari ferð að sjá hvað allskonar hleðslur vora mikið notaðar og hvað þær vora til mikillar prýði og féllu vel að um- hverfinu. Ég styrktist við það enn frekar í viðleitni minni til að fá þær meira notaðar í grafreitum, þó að það gengi misjafnlega framan af. Hér ríkti enn- þá dýrkun á steypunni og plastið var litið hýru auga. Þetta breyttist smám saman og munaði þar mest um, að Garðyrkjuskóli ríkisins tók hleðslur inn í námið. Ég hef alltaf hvatt til þess að nota þau hleðslu- og byggingarefni, sem hendi eru næst á hverjum stað. Kirkjugarður á að vera látlaus og ríma við nánasta umhverfi sitt. Þannig er hann til prýði, sé honum vel við haldið. Fólk og framkvæmdir Ég fór strax að ferðast um, mæla upp garða, gera framuppdrætti og samræma við legstaðaskrár. Á þessum ferðum hitti ég hka margt fólk. Það sá framan í mig og við gátum rætt saman og kynnst, jafhvel tekið í nefið. Flvort ég hafi verið sammála öllum og þeir sam- mála mér? Nei, nei. Það hefur oft verkið töluverður skoðana- munur í upphafi en málin hafa nær undan- tekningalaust fengið niðurstöðu, sem báðir aðilar vora sáttir við. ..mér hlýnaöi aðeins um hjartarætur þegar ég sá einn fallinn legstein og annan örlítið skakkan i grafreit í Flensborg. 12 Október 1992 VÍÐFÖRL

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.