Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 13
MYLSNA
Sáttfýsi og þolinmæði
Maður þröngvar ekki hugmyndum sínum og
skoðunum upp á fólk, eða lætur það fram-
kvæma eftir sínum eigin geðþótta. Það þarf að
vera hægt að sýna vissan sveigjanleika og hafa
þolinmæði til að bíða réttra tækifæra. Það er ann-
að að geta beðið með hlutina en láta þá niður falla.
Sóknarnefndir eru stundum ekki á einu máli
um umfang og nauðsyn framkvæntda eða verk-
lag við þær. Það þarf að sætta slík innbyrðis sjón-
armið og hvetja til góðra verka. Það er líka nauð-
synlegt að koma til móts við allan áhuga sern
vaknar og nýta þau tækifæri sem starfið felur í sér
til að veita jákvæðu fólki byr.
Aróöursstarf
Þetta hefur fyrst og fremst
verið áróðursstarf. Ég hef
varið langmestum tíma til
þess að tala við fólk og
reyna að vekja áhuga
þess og metnað til að gera
görðunum til góða og
bæta umhirðu þeirra.
Umsjónarmaður suður í Reykjavík fær litlu kom-
ið til leiðar án áhuga og samvinnu heimafólksins.
Auglýsingarnar hafa skilað miklu, þegar um
framkvæmdir er að ræða. Þær vekja athygli á því
hvað til stendur. Frestur er allrúmur fyrir athuga-
sentdir, og þar sent ég hef alltaf auglýst undir
nafni, þá hefur fólk getað snúið sér beint til mín.
Ég hef því getað talað milliliðalaust við mjög
marga og skipst á upplýsingum og skoðunum,
og oft hafa sh'k samtöl eytt tortryggni og rnis-
skilningi.
Auglýsingantar lntfa hka orðið til að vekja áliuga
og metnað í sóknum um að vera ekki eftirbátar
nágrannanna og þannig valdið nokkurs konar
keðjuverkun. Kirkjuafmæli og tylhdagar verða hka
oft til að að vekja áhuga á viðgerðum og fegrun.
Betri tekjur ýta vi2> áhuganum
Garðamir hafa hka fegnið betri tekjur í seinni hð.
Fólk fær áhuga þegar það sér fram á að geta fram-
kværnt eitthvað og sóknarmenn greiða sín kirkju-
garðsgjöld með glöðu geði, ef þeir sjá að þeim er vel
og skynsamlega varið. Áður iýrr var fjárskortur ein
meginistæðan iýrir sinnuleysinu um garðana. Það
var einfaldlega ekki hægt að gera neitt, svo að það
tók því ekki að hafa áhugann.
Viökvæmnismál
Maður þarf að fá á sig vissan skráp í þessu starfi.
Það er viðkvæmt mál fýrir fólki að hrófla við
kirkjugörðum. Garðarnir eru helgir reitir og
nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir geta verkað á suma
sem vanhelgun. Um-
sjónarmaðurinn verð-
ur óneitanlega nokk-
urs konar höggdeyfir
í klögumálum, ef mis-
tök verða við frarn-
kvæmdir.
Samskiptin við fólk
hafa verið fjölþætt og
nær alltaf ánægjuleg. Hitt eru undantekningar
sem gleymast og víkja fljótt fyrir því gleðilega og
jákvæða.
Mannbætandi háskóli
Ég hefði alls ekki viljað missa af þessu starfi. Ég
hef mikið lært og kynnst rniklum fjölda afbragðs-
fólks, úti um allt land og eins hef ég verið ntjög
lánsamur með mína nánustu samstarfsmenn á
biskupsstóli, í skipulagsnefnd kirkjugarða og
stjóm Kirkjugarðasjóðs. Þeir hafa allir verið góðir,
en ég lialla ekki á neinn þó að ég nefni Bjarna
Ólafsson. Hann var í skipulagsnefndinni þegar
ég kom til starfa og er þar enn þegar ég hætti.
Stundum kalla ég þetta í gamni háskólanámið
mitt. Ég tel mig vera töluvert betri mann eftir að
hafa gengið í þann háskóla í nærri 30 ár.
Áður fyrr var fjárskortur ein
meginástæðan fyrir sinnu-
leysinu um garðana. Það var
einfaldlega ekki hægt að
gera neitt, svo að það tók því
ekki að hafa ánugann.
Jesús sagði við þá: „Hvern segið þið mig vera?"
Þér svöruðu: „Þú ert eskatólógísk birting frumor-
sakar tilveru okkar, skynmyndin sem gerir okkur
fært að skilja hinstu merkingu gagnkvæmra
tengsla okkar."
Og Jesús sagði: „Ha?"
Skrifað á vegg St.John's háskólans, New York.
Forðist jólaörtröðina
- farið i kirkju á sunnudögum!
Á Hlemmi:
Hvar verður þú á dómsdag?
Ætli ég verði ekki ennþá hér að bíða eftir leið tólf.
Auglýsing i bæjarblaðinu:
„Fundur í Kristniboðsfélaginu i kvöld klukkan 20.
Mætið báðir. Stjórnin."
Frétt um basar hjá kvenfélagi kirkjunnar:
„Basarinn tókst í alla staði mjög vel. Konurnar
komu með hluti heiman frá sér sem þær gátu án
verið og gáfu á basarinn. Margar komu með
eiginmenn sína."
Kaþólskur prestur, lúterskur prestur og gyðin-
garabbí fengu allir sömu spurninguna: „Hvenær
hefst lífið?"
„Lífið hefst við getnað," sagði kaþólski presturinn.
„Lífið hefst við fæðingu," sagði lúterski presturinn.
„Lífið," sagði rabbíinn, „hefst þegar börnin eru
farin að heiman og hundurinn er dauður."
Hryðjuverkamaður kom til himna og hitti Lykla-
Pétur. Pétur leit á lífsskrá mannssin:„Látum
okkur sjá...sprengjur....sprengjutilræði...vopna-
smyggl....sprengjur....nei, þú átt ekki að fara
hérna inn."
„Það veit ég vel en þið hafið tíu mínútur til að
koma ykkur út."
Undir vel hlöðnum vegg .Aðalsteinn ásamt eftirmanni sínum, Guðmundi Rafni Sigurðssyni
VÍÐFÖRLI Október 1992
13