Víðförli - 15.10.1992, Page 20

Víðförli - 15.10.1992, Page 20
UNDIR SÓLINNI EVROPURAIÐ VTEL AU KA EFTIRLIT MEÐ SERTRUARHOPUM Hvernig er hœgt að setja reglnr, sem hindra að sértrúarhópar nái að skaða fólk í nafni trúar, án þess að skerða trúfrelsi? Evrópuráðið, sem ísland á aðild að, glímdi við þessa spurningu snemma í ár og ákvað að hvetja aðildarlönd til að hafa eftirlit með trúhópum og láta skrá þá. Árið 1978 fundust lík eitt þúsund manns sem höfðu fyrirfarið sér í Gíneu. Þetta voru meðlimir trúflokks sem kallaðist Musteri fólksins. Leiðtogi flokksins hvatti eða neyddi alla meðlimina til sjálfsvígs, hugsanlega vegna þess að bandarísk stjómvöld höfðu hafið rannsókn á starfsemi hans. Árið 1986 var kóreiskur klerkur að nafni Moon, leiðtogi svokallaðra Moonista, dæmdur fyrir skattsvik og settur í fangelsi. Þetta em aðeins tvö dæmi af mörgum um tníflokka sem hafa náð valdi á fólki, grætt peninga og misnotað vald sitt. Sömu trúflokkarnir kærðir víba Fyrr á þessu ári var efnt til umræðna í Evrópuráðinu um trúfrelsi í Evrópu. Tilefnið var meðal annars kæmr sem ráðinu höfðu borist vegna trúflokka sem vom sagðir tæla fólk til sín á fölskum forsendum og beita þá andlegri og jafn- vel líkamlegri kúgun. Oft voru sömu trúar- hóparnir kærðir í fleiri en einu landi og flestar kæmrnar fjölluðu um meinta fjárplógsstarfssemi og vafasamar aðferðir við öflun nýliða. Þeir sem hafa orðið illa fyrir barðinu á slíkum flokkum vilja að Evópuráðið banni starfsemi þeirra. Það er hins vegar ekki auðvelt þar sem með því væri stórlega vegið að trúfrelsi í Evrópu og mannréttindalög Evrópuráðsins brotin. Auka eftirlit meö trúhópum Þingmenn Evrópuráðsins voru sammála um að auka þyrfti eftirlit með trúfélögum og sértrúarhópum í Evrópu og koma á skráningarskyldu. Við skráningu bæri hverjum hóp að gera grein fyrir markmiðum og starfs- aðferðum. Einnig var sú tillaga rædd að koma á eftirlitsstofnun sem gæti fylgst með starfsemi ein- stakra sértrúarhópa, safnað upplýsingum og dreift þeim til aðildarlanda ráðsins. Að fengnum slíkum upplýsingum væri hægt að dæma um hvort einhverjir þættir starfsins brytu í bága við ríkjandi lög. Meirihluti fómarlamba sértrúarhópa er ungt fólk. Ástæðumíir em margar. Sumt fólk sér þama leið til að losna undan þrýstingi og kröfum þjóðfélagsins. Aðrir heillast af framandi yfirbragði trúarflokka sem eiga rætur í annarri menningu. Niðurstaða Evrópuráðsins var því að leggja bæri ríka áherslu á að gera allar slíkar upplýsingar um sértrúarhópa aðgengilegar fyrir ungt fólk. Formælendur slíkrar eftirlitsnefn- dar telja að almenningur græði á þessu fyrirkomulagi og einnig þeir trúhópar sem ekkert hafi að fela. Þeir vonast Hka til að það geti sett hömlur á þá sértrúarhópa sem iflt orð fer af. Oft voru sömu trúarhó- parnir kærðir í fleiri en einu landi og flestar fjöl- luðu kærurnar um meinta fjórplógsstarfssemi og vafasamar aðferðir við öflun nýliða. Yfirbragð trúarhópa sem eiga sér rætur í framandi menningu heillar ungt fólk sem sér þama leið til að losna undan kvöðum samfélagsins. Fjöldagiftingar tíðkast hjá Moonistum þar sem hjónaböndin em skipulögð af safnaðarleiðtogum. Margir hafa aldrei séð maka sinn áður en að giftingu kemur. 20 Október 1 992 VÍÐFÖRL

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.