Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Side 30

Skólavarðan - 2019, Side 30
30 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 UMFJÖLLUN / Leikskólinn S kólavarðan heimsótti Lundarsel á fallegum vetrar-degi í febrúar. Lundarsel er rótgróinn leikskóli, fagnar 40 ára afmæli á þessu ári, og sá fyrsti sem er byggður sem slíkur á Akureyri. Björg Sigurvinsdóttir leikskólastjóri og Ingi Jóhann Friðjónsson, leiðbeinandi með háskólagráðu í heimspeki og meistaranemi í leikskólafræðum, tóku á móti blaðamanni í þann mund sem börnin voru á leið út að leika sér í snjónum. Björg segir heimspekina meginstoð í starf- inu en einnig er unnið markvisst að jafnrétti. „Heimspekin er undirliggjandi í öllu okkar starfi. Börn eru spyrjandi og náttúrulega forvitin og þá er málið að grípa tækifærin og nota kveikj- ur til að fá samræður í gang. Matartímarnir eru gjarna nýttir til samræðna því börnin spjalla og þá er kjörið að spyrja spurninga og leiða umræðurnar áfram án þess að stýra þeim. Spyrja spurninga á borð við; geturðu sagt mér meira, hvað áttu við?“ segir Ingi Jóhann. Forsögu þess að unnið er með heimspeki í Lundarseli má rekja til síðustu aldamóta. „Þegar ég kom til starfa hér árið 2002 þá höfðu þær Aðalbjörg Steinarsdóttir og Helga María Þórar- insdóttir nýlega lokið B.Ed ritgerð um barna- heimspeki í Háskólanum á Akureyri. Í kjölfarið var ákveðið að vinna tveggja ára þróunarverkefni með íslenskar barnabókmenntir og þjóðsögur sem uppsprettu heimspekilegrar samræðu meðal leikskólabarna. Kennarar Lundarsels útbjuggu kennsluleiðbeiningar og fleira sem er aðgengilegt á heimasíðunni okkar,“ segir Björg og bætir við að starfið hafi þróast mikið í gegnum árin; í fyrstu hafi einkum verið unnið með elstu börnunum en nú njóti allur hópurinn góðs af. „Við vinnum með heimspekina í öllu okkar starfi en við erum með skipulagða heimspekitíma fyrir fjögurra ára hálfsmánaðarlega og fimm ára og eldri einu sinni í viku. Þá skiptum við börnunum upp í hópa, fimm til tólf börn í einu, Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman Heimspeki skipar stóran sess í starfi leikskólans Lundarsels á Akureyri. Börnin læra að greina hugmyndir sínar, koma auga á áður óþekkt tengsl og verða færari í að mynda sér sjálfstæða skoðun. Börn eru spyrjandi og náttúru lega forvitin og þá er málið að grípa tækifærin og nota kveikjur til að fá samræður í gang. Börnin í Lundarseli fá síðdegishressinguna. Matartímarnir eru gjarna notaðir til samræðna um hitt og þetta sem börnunum dettur í hug.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.