Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 UMFJÖLLUN / Leikskólinn S kólavarðan heimsótti Lundarsel á fallegum vetrar-degi í febrúar. Lundarsel er rótgróinn leikskóli, fagnar 40 ára afmæli á þessu ári, og sá fyrsti sem er byggður sem slíkur á Akureyri. Björg Sigurvinsdóttir leikskólastjóri og Ingi Jóhann Friðjónsson, leiðbeinandi með háskólagráðu í heimspeki og meistaranemi í leikskólafræðum, tóku á móti blaðamanni í þann mund sem börnin voru á leið út að leika sér í snjónum. Björg segir heimspekina meginstoð í starf- inu en einnig er unnið markvisst að jafnrétti. „Heimspekin er undirliggjandi í öllu okkar starfi. Börn eru spyrjandi og náttúrulega forvitin og þá er málið að grípa tækifærin og nota kveikj- ur til að fá samræður í gang. Matartímarnir eru gjarna nýttir til samræðna því börnin spjalla og þá er kjörið að spyrja spurninga og leiða umræðurnar áfram án þess að stýra þeim. Spyrja spurninga á borð við; geturðu sagt mér meira, hvað áttu við?“ segir Ingi Jóhann. Forsögu þess að unnið er með heimspeki í Lundarseli má rekja til síðustu aldamóta. „Þegar ég kom til starfa hér árið 2002 þá höfðu þær Aðalbjörg Steinarsdóttir og Helga María Þórar- insdóttir nýlega lokið B.Ed ritgerð um barna- heimspeki í Háskólanum á Akureyri. Í kjölfarið var ákveðið að vinna tveggja ára þróunarverkefni með íslenskar barnabókmenntir og þjóðsögur sem uppsprettu heimspekilegrar samræðu meðal leikskólabarna. Kennarar Lundarsels útbjuggu kennsluleiðbeiningar og fleira sem er aðgengilegt á heimasíðunni okkar,“ segir Björg og bætir við að starfið hafi þróast mikið í gegnum árin; í fyrstu hafi einkum verið unnið með elstu börnunum en nú njóti allur hópurinn góðs af. „Við vinnum með heimspekina í öllu okkar starfi en við erum með skipulagða heimspekitíma fyrir fjögurra ára hálfsmánaðarlega og fimm ára og eldri einu sinni í viku. Þá skiptum við börnunum upp í hópa, fimm til tólf börn í einu, Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman Heimspeki skipar stóran sess í starfi leikskólans Lundarsels á Akureyri. Börnin læra að greina hugmyndir sínar, koma auga á áður óþekkt tengsl og verða færari í að mynda sér sjálfstæða skoðun. Börn eru spyrjandi og náttúru lega forvitin og þá er málið að grípa tækifærin og nota kveikjur til að fá samræður í gang. Börnin í Lundarseli fá síðdegishressinguna. Matartímarnir eru gjarna notaðir til samræðna um hitt og þetta sem börnunum dettur í hug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.