Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Side 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Side 6
meðal gesta Hinsegin daga er kornung söngkona frá Svíþjóð, mariette Hansson sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi sínu. Hún fæddist og ólst upp á Skáni þar sem hún kom fyrst fram með unglinga- hljómsveitum sem léku á krám en síðan leiddi eitt af öðru. Árið 2008 sendi hún frá sér sína fyrstu hljómplötu, In This Skin undir nafninu maryjet og söng þar eigin lög og texta. Þáttaskil urðu á ferli söngkonunnar árið 2009 þegar hún tók þátt í sænsku idol-söngkeppninni með afbragðs árangri þótt ekki færi hún með sigur af hólmi í það sinn, og síðan hefur hún notið einstæðra vinsælda í heimalandinu fyrir söng sinn og einlæga sviðsframkomu. Sumarið 2010 söng maryjet á opnunarhátíð gay Pride í Stokkhólmi og var þá útnefnd „lesbía ársins“. Síðan tóku við tónleikaferðir um Svíþjóð og nú í sumar sendir hún frá sér aðra plötu sína. Við bjóðum maryjet og hljómsveit hennar velkomin á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói 4. ágúst og á útitónleikana við arnarhól 6. ágúst. Lesbian of the YeaR Mariette Hansson, or MaryJet as she calls herself on stage, has made quite an impression in Sweden, her home country. In 2008, she released the critically acclaimed album In This Skin, impressed audiences with her strong, honest performances in the Swedish Idol competition, and was named “Årets homo”, or “Lesbian of the Year” during the 2010 Stockholm Gay Pride festival. She’s been touring ever since and will soon release her sophomore album. It is with great pride that we present MaryJet and her band at the Opening Ceremony in Háskólabíó Cinema, Thursday, 4 August, and at the Outdoor Concert at Arnarhóll, Saturday, 6 August. maryjet 6

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.