Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Síða 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Síða 41
Hann birtist í Reykjavík fyrir margt löngu, kominn norðan úr Mývatnssveit. Það var árið 1979, um það bil sem samtök samkynhneigðra voru að verða til og heimur þeirra að komast á svolitla hreyfingu eftir kyrrstöðu og tíðindaleysi. Kolbjörn Arnljótsson lærði til þjóns á Hótel Sögu en lét ekki staðar numið þar, enda er fag hans alþjóðlegt, og nokkru síðar hélt hann til Spánar þar sem hann starfaði árum saman. Upp úr aldamótunum sneri hann heim í sveitina sína til að vera móður sinni til halds og trausts. Við vildum forvitnast um líf manns sem er bæði á heimavelli á Benidorm og Arnarvatni og báðum Kolba að byrja á því að rifja upp fyrstu sporin í Reykjavík. Fjölskylda mín á veiðirétt í laxá og sumarið sem ég var nítján kom þjónn á Hótel Sögu norður til að veiða. Hann var að leita að lærlingi og ég stökk á agnið – eins og laxarnir í ánni. Ég var að vinna í kísiliðjunni við mývatn og ég man að ég hafði einhverjar áhyggjur af uppsagnarfrestinum, en verksmiðjustjórinn tók af skarið: „drífðu þig nú suður, kolbi minn, það er ömurlegt að sjá ykkur strákana ætla að festast hérna!“ með það fór ég og á Hótel Sögu mætti mér besti vinnustaður sem ég gat hugsað mér. Veistu hvað klukkan er? Ég vissi það frá því fann fyrst fyrir kynhvötinni að ég var til karla, en að koma út í sveitinni án þess að þekkja nokkurn homma, það var meira átak en svo að ég legði í það. Ég kom mér upp kærustu til málamynda, svona til að falla betur inn í umhverfið, og auðvitað hafði ég fordóma gagnvart sjálfum mér, ég var bara afkvæmi þess heims sem bjó mig til. En eftirleikurinn var auðveldur. Ég fór að fara með þjónunum á Sögu á skemmtistaðina og komst inn í óðal þótt ég væri undir aldri. Ég svipaðist um eftir strákunum og eitt kvöldið hitti ég Ármann guðmundsson, þann fyrsta sem ég þóttist viss um að væri hommi. Hann hafði þetta staðlaða hommaútlit sem þá var í tísku í útlöndum, með lítið svart yfirvaraskegg sem allir amerískir hommar urðu að hafa á þeim árum. nú kom hann til mín og spurði hvað klukkan væri. Ég sá að maðurinn var með úr og hugsaði með mér: Ætli þetta sé lykil- orðið sem þeir nota – dulmálið? En mér fannst hann alltof myndarlegur fyrir mig, þorði ekki fyrir mitt litla líf að spá í hann svo ég valdi þann ófríðasta á staðnum það kvöldið. Ætli þetta sé lykilorðið? kolbjörn arnljótsson segir frá lífi í tveimur löndum Þ o R V a l d U R k R i S T i n S S o n Ljósmynd: Inga Sólveig 41

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.