Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Síða 42

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Síða 42
42 Ég var dauðhræddur við glæsilegu strákana en það átti eftir að hverfa. okkur Ármanni varð seinna vel til vina svo lengi sem hann lifði. Skæruliðahernaður Bubba En þarna var ég kominn inn í hópinn og nú tóku við skemmtileg ár, svo skemmtileg að það tók mig fjögur ár að ljúka þjóninum í staðinn fyrir þessi hefðbundnu þrjú. Án þeirra hefði ég samt ekki viljað vera. að eignast vini og kærasta og glíma við lífið í Reykjavík sem var í rauninni svo undarlega þversagnafullt á þessum árum. Ég hefði ekki getað hugsað mér frjálslyndara og fordómalausara fólk en hópinn sem vann með mér á Sögu, en við austurvöll stóð óðal eins og út úr fornöldinni. Þar beið fólk í biðröð fyrir utan allar helgar og ef homm- arnir sáust snertast á dansgólfinu var maður settur í straff næstu vikurnar og fékk ekki að fara inn. Eitt laugardagskvöldið árið 1980 lenti ég í þessu á eftirminnilegan hátt. Við vinur minn vorum stöðvaðir í dyrunum fyrir að hafa verið að „dansa of áberandi“ helgina á undan eins og það var orðað. Ekki neitt slow dancing milli stráka þar á bæ. Rétt fyrir aftan okkur var Bubbi morthens sem þá var orðinn frægur maður og þegar hann sá hvað var að gerast hrópaði hann aftur fyrir sig í röðina: „Við förum ekki inn á stað sem meinar þessum strákum aðgang, nú förum við öll á Borgina!“ Eins og hendi væri veifað sneri hann fimmtíu manns við, og hópurinn streymdi beint yfir götuna. Eitt orð frá Bubba og hópurinn fylgdi honum. Tveimur dögum seinna gerði Bubbi þetta svo að umræðuefni í sjónvarpsþætti og næsta dag fékk ég skilaboð frá óðali þar sem ég var boðinn velkominn næst þegar ég færi út á lífið. Starfsmennirnir á óðali urðu seinna góðir kunningjar mínir, en þarna áttaði ég mig á staðreyndum lífsins. Það var fylgst með hommunum við hvert skref sem þeir tóku á dansgólfinu og það gat kostað sitt. Þeir voru ýmsir sem lentu illa í dyravörðunum þar, jafnvel mis- þyrmingum. Ég var samt aldrei einn af þeim sam- kynhneigðu strákum sem voru sýnilegastir á þessum árum, ég var aldrei í hringiðunni, átti fáa en góða hommavini og var mikið með félögunum á vinnustaðnum. Svo það var eiginlega fyrir tilviljun að ég rak mig þarna á veggi. En vissi meira um lífið fyrir vikið. Rétt upp úr tvítugu sagði ég foreldrum mínum frá því að ég væri hommi, eitthvað hafði líklega kvisast norður, því pabbi tók þessu af mikilli stillingu, en mamma átti erfiðara með að skilja þetta. „En þú átt bara venjuleg föt,“ man ég að hún sagði og sá eitthvað allt annað fyrir sér en hann kolbjörn sinn. En hún jafnaði sig á klukku- tíma, því ég á góða að og hef alltaf verið í miklu eftirlæti. Þau stóðu ævinlega með mér þegar á reyndi og ég þurfti á stuðningi að halda. Blondína á Spáni Ég var ekki á neinum flótta frá Íslandi þegar ég fór til Spánar tuttugu og þriggja ára og fór að vinna á Torremolinos. Ég var í ævintýraleit og eftir á að hyggja finnst mér maður varla verða að manni nema þekkja heiminn. Fyrstu árin flakkaði ég á milli landa, vann í nokkra mánuði þarna suður frá og svo í Reykjavík þess á milli. Það var ekki fyrr en 1993 að íslensk kona opnaði Íslendingabar á Benidorm og bauð mér vinnu, og þá sett- ist ég að á Spáni og bjó þar í áratug. Þarna úti fann ég strax fyrir einhverri vídd í tilverunni sem ennþá er óhugsandi á Íslandi. maður var ekki bundinn við einn stað eða tvo til að hitta aðra samkyn- hneigða, þetta var heilt samfélag og hommar úr öllum áttum, þúsundum saman. Ekki svo að skilja að ég leggi allt upp úr fjöldanum, en á einhverju tímabili ævinnar var mér nauðsynlegt að finna til þess að við hommar erum stór þjóð, ekki bara ein- staklingar á stangli. Það spillti heldur ekki fyrir að þarna var ég „norræn blondína“ og þær fá sína athygli. En ég sé þetta líf ekki í neinum hillingum, ég hef mínar skoðanir á hommum og veit ekki hvort ég á að kalla það fordóma eða raunsætt mat. En þeir sem leggja lífið og sálina í það að vera hommar og stunda næturlíf á sólarströnd geta verið ótrúlega yfirborðskenndir. Þar er ekki neinn grundvöllur fyrir vináttu, elskulegheitin eru þarna en þau rista ekkert dýpra. Að virða vini sína Þess vegna var það eitt af því besta sem fyrir mig hefur komið að eignast raunveru- lega vini á Spáni. Ég gerði það sem skipti máli, lagði mig fram um að læra spænsku. maður getur ekki lifað í þjóðfélagi nema læra tungumálið, annars er maður alltaf til hliðar við allt og alla. auðvitað er ég útlendingur á Spáni en ég er þar á þeirra forsendum, ekki mínum. og þegar maður sýnir tungumáli Spánverja virðingu og áhuga, þá standa manni allar leiðir opnar. Ég man að ég hafði unnið þrjá mánuði á Benidorm þegar inn á barinn minn kom maður sem rak staðinn við hliðina, talaði ensku og bað mig að hringja á lög- regluna fyrir sig. Hann hafði búið þarna í fimmtán ár og gat ekki hringt í spænsku lögregluna, svo ég, nýliðinn, varð að leysa málið með nokkurra vikna spænskukunn- áttu. að loka á tungumálið og halda að enska sé eina mál heimsins er ekkert annað en lítilsvirðing við þjóðina sem þarna býr. Þegar ég hugsa til Spánar finn ég hvað Með Hildi Zoe ga á níunda áratu gnum Á Benidorm veturinn 1995–96

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.