Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2011, Qupperneq 43

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2011, Qupperneq 43
mér þykir vænt um fólkið þar, það er svo opið og jákvætt í viðmóti, öll gatan býður mig velkominn í hvert sinn sem ég kem í heimsókn. Sennilega hef ég notið þess að hafa fyrst kynnst Spánverjum um það bil sem einræðinu var að ljúka. Þeir muna nefnilega ennþá fortíðina, þá daga þegar lögreglan stöðvaði sýnilega homma á götu og rændi þá, vitandi vits að þeir gátu ekki ekki kært þjófnaðinn. Fólkið á Spáni legg- ur sig ótrúlega mikið fram um að vera lýðræðislegt og hommarnir njóta góðs af því. Hér heima er stund- um talað um mikinn sýnileika samkynhneigðra á Íslandi. mér finnst hann satt að segja fara fyrir lítið þegar ég horfi til Spánverja. Við gætum lært margt af þeim. Staðreyndir lífsins á bárujárni nú má segja að ég sé kominn í hring, aftur fluttur heim í sveitina mína þar sem ég bý með móður minni á arnarvatni og sinni mínum störfum. Spánn er ekkert horfinn úr lífi mínu, ég heimsæki félaga mína og hluta úr árinu kemur adolfo, góður vinur minn, til okkar í sveitina og vinnur þar mánuð og mánuð. Við áttum í ástarævintýri saman fyrir löngu, nú erum við vinir og látum okkur varða hvor um annan. Fyrstu árin hans hér vildu margir hafa okkur fyrir par og það tók mig þrjú ár að kveða það niður. Það er hluti af fáfræðinni og fordómunum sem enn lifa á Íslandi hvað fólk á erfitt með að skilja að tveir hommar geti verið vinir gegnum þykkt og þunnt þótt þeir séu ekki elskendur. adolfo kann að meta sveitina og kannski sækist hann eftir því sama í mývatnssveit og ég, kyrrðinni og nálægðinni við nátt- úruna. Þarna eru rætur mínar. Ég er frekar hlédrægur að eðlisfari og ég tók aldrei beinan þátt í þessu skipu- lagða starfi sem ýmsir unnu til að breyta lífi samkynhneigðra. En ég gerði það sem mér finnst mikilvægast, að vera sýnilegur hommi hvar sem er, fara ekki í felur eða afneita sjálfum mér fyrir öðrum eftir að hafa tekið fyrsta skrefið. En þegar ég hugsa málið þá átti ég dálítinn þátt í merkilegum áfanga í sögu okkar og er stolt- ur af því – að fyrsti gay bar á Íslandi varð að veruleika. Ég var að vinna á laugavegi 22, neðri hæðinni, og árið var 1989. Á loftinu var Ölkeldan og báðir staðir talsvert sóttir af hommum og lesbíum í bland við alla hina sem „áttu svæðið“. Þá gerðist það að þær Hjördís og Hildur sem ráku neðri hæðina áttu þess kost að taka yfir rekstur Ölkeldunnar á loftinu og veltu því fyrir sér hvaða rekstur væri best að hafa þar. „Við opnum bara gay bar,“ sagði ég, nýkominn úr fjörinu á Torremolinos, „það er enginn staður á okkar forsendum í Reykjavík.“ Stelpurnar tóku mig á orðinu og síðan var ákveðið að biðja inga Rafn Hauksson um að stýra rekstrinum sem hann gerði með glæsibrag. Stuttu seinna var svo sett upp bleikt neon- ljósaskilti, gay BaR, yfir inngöngudyrunum á klapparstíg, þar sem gengið er upp á aðra hæð, og þetta bleika skilti markaði enn ein tímamótin í sögu samkynhneigðra. Út úr skápnum og upp á bárujárnið með staðreyndir lífsins! Síðan hefur laugavegur 22 – með minni háttar hvíldum – verið miðstöð í lífi homma og lesbía hér á landi. SPAnISh LESSonS Kolbjörn Arnljótsson, also known as Colby, was raised on a farm near Mývatn in Northern Iceland. He arrived in Reykjavík in 1979 and came out, then later moved to Spain which became a second home to him. Having experienced the lively nightlife in Torre- molinos, he wanted to see something similar in Reykjavík and was instrumen- tal in turning Laugavegur 22 into a haven for gay entertainment back in 1989. He has now moved back to Iceland where he is able to stay closer to his mother. Here he discusses his experience of having lived in two different cultures, and the differences between gay cult- ure in Spain and Iceland. Úti á lífinu um 1980 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.