Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2011, Page 49

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2011, Page 49
umst vandamál okkar út frá því sjónarhorni að það sé ekki erfitt eða flókið að vera kona, samkynhneigð eða fötluð heldur sé það samfélagið sem gerir það flókið. Það sé ekki náttúran sem skapi vandamálin heldur samfélagið.“ Auðveldara að breyta viðhorfum „Við lærum það snemma að fötlun sé slæm. Við lítum á hana sem læknisfræði- legan galla, vandamál eða mistök en ekki eðlilegan hluta af mannlegu samfélagi. Það má ekki óska neinum þess að eiga fatlað barn og það má eyða fötluðum börnum í móðurkviði. Það yrði allt brjálað ef börnum yrði eytt vegna þess að þau gætu orðið samkynhneigð en það verður ekki allt brjálað þegar börnum er eytt bara vegna þess að þau gætu verið „gölluð“. Það er alvarlegt að okkur finnist það í lagi. Við trúum því að það sé ömurlegt að vera fatlaður og það er í raun rót vandans. Ef við litum á fötlun sem eðlilegan hluta af samfélaginu þá myndi það leysa mörg þeirra vandamála sem við glímum við. En neikvæð viðhorf eru innprentuð í okkur mjög snemma. Ég hef til dæmis heyrt barn segja: „Vá hvað þessi er í flottum hjólastól, mig langar að eiga svona hjólastól!“ En þá segir mamman: „nei, þú mátt ekki óska þér þess að lenda í hjólastól“ og þannig lærir barnið að það sé slæmt að vera fatlaður. En ef við getum skapað viðhorf þá getum við líka breytt þeim. Það er auðveld- ara en að laga líffræðilegar skerðingar. aðalmálið er að við lærum að njóta fjöl- breytileikans, hvað við erum ólík, í stað þess að dæsa yfir því hvað það sé flókið.“ WE cAn chAngE oUr oWn ATTITUdES Embla Ágústsdóttir is a twenty-year old disabled lesbian who has been openly critical of how society regards disabled as “sexless”. She says that when she came out, aged 15, no-one believed she could have any idea about her own sexuality. She is inspired by the cam- paigns for feminist and LGBT rights, and feels they should be an inspiration for disabled people as well. In the end, all these groups are fighting for the same thing: the right to be themselves. Society “disables” people by clinging to certain obstacles and negative atti- tudes. Yet Embla is positive that since we create our attitudes, we are also in a position to change them, and she encourages us to rejoice in the variety of human existence. Sex ára á Flórída með Guðmundi frænda Felixsyni. 49

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.