Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 6
6
Zoe Lyons Einn af hápunktum Hinsegin daga í sumar er heimsókn hinnar óborganlegu Zoe Lyons frá Bretlandi sem skemmtir gestum með hinsegin gríni í Norðurljósum,
Hörpu, miðvikudagskvöldið
8. ágúst. Á undanförnum árum hefur Zoe
ferðast víða um heim og hvarvetna slegið
í gegn. Þá er uppistand hennar löngu
orðið einn af eftirsóttustu viðburð-
um Edinburgh Fringe Festival
og grín hennar í bresku útvarpi
og sjónvarpi nýtur ómældra
vinsælda. Á liðnu ári hlaut hún
eina mestu viðurkenningu sem
breskum skemmtikröftum
hlotnast, London Comedy Award.
Við bjóðum þessa stórstjörnu
uppistandsins velkomna á hátíð
Hinsegin daga.
„Meinfýsni hennar er hrein snilld ...
fáar stjörnur hafa þotið jafn hratt og
Zoe upp á stjörnuhimin grínistanna.
Krafturinn í henni dugar til að kaffæra hvern
þann áhorfanda í salnum sem veður í þeirri
villu að kvenfólk sé ekki fyndið!“
The Guardian
„Zoe Lyons lýsti upp sviðið í
klukkutíma með ósviknum
kvikindisskap svo að salurinn
lá gjörsamlega í hlátri.
Ég efast um að ég hafi
nokkurn tíma í lífinu
hlegið annað eins
að uppistandi.“
Edinburghguide.com
MIÐAVERÐ: 2000 KR.
Til sölu á www.midi.is og í miðasölu Hörpu
Z o e L y o n s
– S t a n d - u p S h o w
One of this year’s Reykjavík
Gay Pride highlights is the
award-winning British comedienne
Zoe Lyons. She performs in the Harpa
Concert Hall (Norðurljós) on Wednesday 8
August at 9.00 p.m. Her hilarious stand-up
act has been featured at the Edinburgh
Fringe Festival and has received vari-
ous awards, including the prestigious
London Comedy Award in 2011.
“In the African jungle the lion is
king, in the Fringe comedy jungle
Zoe Lyons is definitely a Queen,
she’ll pounce on you with her
witty repartee and have you
rolling about the floor in fits of
hysterics.” One4Review.com
“Lyons lit up the stage for
an hour with her genu-
ine, bitchy sarcastic
humour that left
everyone in stitches.
I don’t think I have
laughed so hard at a
stand-up show in my life.”
Edinburghguide.com
ADMISSION:
2000 ISK.
Tickets sold at
www.midi.is.
VIP Platinum
valid.
U P P I S T A N D Í N O R Ð U R L J Ó S U M , H Ö R P U
M I Ð V I K U D A G I N N 8 . Á G Ú S T K L . 2 1 : 0 0