Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 57

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 57
57 Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli SAGA GUÐMUNDAR GLÍMUKAPPA Enn er hans minnst fyrir glímuafrek og áratuga starf í þágu íþróttanna. Þó fór svo fyrir duttl- unga örlaganna að nú er hans oftar minnst sem sökudólgs í dómsmáli. Árið 1924 var hann kærður, hnepptur í varðhald og dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir kynmök við aðra karlmenn. Þar var dæmt eftir 178. grein hegningarlaganna frá 1869: „Samræði gegn náttúrulegu eðli varðar betrunarhúsvinnu.“ Lög þessi giltu í 70 ár uns ný hegningarlög tóku gildi. Ekki er fullkannað hvort fleiri hlutu dóm á þessum árum fyrir brot á nefndri lagagrein, en eftir 1940 hafa ekki legið refsingar við mökum tveggja fullveðja einstaklinga af sama kyni hér á landi. Guðmundur Sigurjónsson fæddist á Litluströnd í Mývatnssveit 15. apríl 1883, sonur hjónanna Friðfinnu Davíðsdóttur og Sigurjóns Guðmundssonar, næstyngstur tíu barna þeirra. Bræður Guðmundar og afkomendur þeirra bjuggu síðar á Grímsstöðum í sömu sveit. Af syst- kinum Guðmundar hefur minning Benedikts trúlega lifað lengst, hann var Fjalla-Bensi sá sem sagður er fyrirmynd nafna síns í Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Guðmundur Sigurjónsson ólst upp í sárafátækt en þótti snemma knár þótt lágvaxinn væri og ungur lærði hann að glíma og iðka skautahlaup. Glíma Mývetninga fór ekki bara fram á sumrin heldur líka á ísilögðu Mývatni þegar menn sátu og dorguðu á vetrum. Þannig var léttara að halda á sér hita í frostinu, en í öðrum sýsl- um þótti þetta skrýtið uppátæki – að glíma á svelli! Aldamótin næstsíðustu voru vakningarár ungmenna- félagshreyfingarinnar sem á sinn sérstæða en einlæga hátt tvinnaði saman sjálfstæðishugsjónir Íslendinga og metnað til íþrótta. Nú voru þeir tímar þegar vekja skyldi æskuna af „doðadúr“ til líkama og sálar og í ljósi þeirra hugsjóna er nærtækt að skilja lífshlaup Guðmundar. Hann kom fyrst til Reykjavíkur haustið 1905, 22 ára, og ætlaði sér í verslunarskóla. Þá reyndist skólinn fullskip- aður og aldrei settist Guðmundur á skólabekk á langri ævi. En hann kunni að glíma flestum betur, hóf æfingar með Glímufélaginu og sumarið 1907 var hann kominn í flokk pilta sem þreyttu kapp í Konungsglímunni á Þingvöllum til heiðurs Friðriki konungi VIII. Ári síðar var Guðmundur kominn á fjórðu Ólympíuleikana í London þar sem flokkur Íslendinga sýndi íslenska glímu undir forystu Jóhannesar Jósefssonar. Glímulag hans var sérstætt Eftir að Glímufélagið Ármann var stofnað var Guðmundur lífið og sálin í þeim félagsskap um tugi ára. Þar átti hann samfellda sigurgöngu og var það mál manna að Guðmundur væri snjallasti glímumaður landsins í sínum þyngdar- og stærðarflokki á fyrstu árum aldarinnar. „Glímulag hans var sérstætt,“ segir í heimildum, „fáir náðu að læra það og enn færri að beita stígandi þeirri er hann tamdi sér. Hann lagði oft keppinauta sér sterkari og stærri með undralítilli fyrirhöfn. Þar kom til hugsun hans, útsjónarsemi og leikni í brögðum.“ Á næstu árum ferð- aðist Guðmundur um landið á vegum Ungmennafélags Íslands og kenndi íþróttir, var fyrsti umferðarkennari í sögu þess félags og eftirsóttur leiðbeinandi. Því lauk þegar hann hélt til Englands árið 1913 til að læra íþrótta- þjálfun og nudd en þaðan lá leiðin til Vesturheims. Fálkar hlaðnir gulli Í Kanada snerist líf Guðmundar sem fyrr um íþróttir, þar lærði hann grísk-rómverska glímu og ísknattleik sem hann lék með Winnipeg Falcons og varð brátt þjálfari Þorvaldur Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.