Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 18
nefna nafn sitt“, svo vitnað sé í ljóð Lord Alfreds Douglas sem notað var í réttar- höldum gegn elskhuga hans, Oscari Wilde. Ljóðin sem birtast hér með þessari grein standa sjálf fyrir sínu og segja allt sem segja þarf um þær tilfinningar og þá þjáningu sem skáldkonan óþekkta þurfti að lifa með. Eða með hennar eigin orðum: „Aldrei get ég orðið, / það sem aðrir vilja sjá. / Engum get ég sagt / mína innstu þrá.“ Synduga prinsessan Dahut Hver svo sem skáldkonan var er ljóst að hún sótti vísanir víða, meðal annars í fornar evrópskar sagnir. Kirkjan á hafsbotni ber sama titil og píanóverk eftir franska tón- skáldið Claude Debussy er nefnist á frummál- inu La cathédrale engloutie, sem bókstaf- lega merkir „sokkna dómkirkjan“. Píanóverkið er byggt á fornri sögn um prinsessuna Dahut sem bjó í borginni Ys á strönd Brittaníu. Dahut lifði þar villtu lífi, skipulagði kynsvall og drap elskhuga sína að morgni. Að lokum gekk hún djöflinum á vald og sveik föður sinn, borgin sökk í sæ og Dahut sjálf var dæmd til útlegðar neðansjávar þar sem hún breyttist í hafmeyju. Sögnin segir enn fremur að síðan megi heyra í kirkjuklukkum frá Ys og að borgin rísi úr sæ á björtum morgnum þegar sjórinn er sléttur og tær. Annað ljóðið í Kirkjunni á hafsbotni, sem einnig er titilljóð hennar, er augljós tilvísun í þessa sögn. Í ljóðinu er kirkjan á hafsbotni staður uppfylltra drauma og óska og túlka má hana sem horfinn heim þar sem sam- kynja ástir og þrár geta, eða gátu, orðið að veruleika. Altaristaflan er fegurðin sem býr í augum ástkonunnar og þar bergja þyrstar varir vín. En þessi staður er horfinn sýn og þangað kemst fólk yfirleitt aðeins í hugan- um; kirkjan er „óskabyr“ fyrir ferðir sem aldrei eru farnar. Ljóðmælandinn hefur lent í brotsjó og skipi hans/hennar hefur verið sáð „í skeljar fram- andi sæva“ og það má líta svo á að hann/hún hafi komist til kirkj- unnar á hafsbotni og fengið óskir sínar uppfylltar en hafi til þess orðið að fórna lífi sínu. Útskúfun og neðansjávarlíf Lifnaðarhættir prinsessunnar Dahut voru fordæmdir af kristnum mönnum og þegar hún gekk loks djöflinum á vald var refsing hennar eilíf útskúfun neðansjávar. Að sama skapi er ljóðmælandinn, ekki bara í þessu ljóði heldur í fjölmörgum öðrum ljóðum í bókinni, útskúfaður/uð eða getur ekki lifað því lífi sem hann/hún vildi helst. Með það í huga að kynlíf og ástarsambönd aðila af sama kyni hafa frá upphafi verið talin ein helsta synd kristinnar trúar er einnig rétt að benda á tengsl ljóðabókarinnar við frásögn Fyrstu Mósebókar af því þegar Guð eyddi borg- unum Sódómu og Gómorru vegna syndsam- legs lífernis (og samkynhneigðar) íbúanna. Í kirkjunni á hafsbotni hefur ljóðmælandinn fundið útrás fyrir ástir sínar og þrár en þarf að gjalda fyrir það með útskúfun úr sam- félagi manna. Hann/hún hefur fundið sína eigin kirkju undir yfirborði samfélagsins þar sem syndir fá að þrífast. Að sama skapi fann skáldkonan sem orti ljóðin lausn og útrás fyrir eigin tilfinningar í ljóðabók sinni en faldi þær fyrir samfélaginu bak við dulnefni. Heimildir Dagný Kristjánsdóttir. 2003. „Hinsegin raddir: Um sannar og lognar lesbíur í bókmenntum“. Skírnir 177 (2): 451–481. Freyr Þórarinsson. 2011. „Leyndarmál Kiljunnar: Hver var Arnliði Álfgeir?“ Fréttablaðið, 16. desember. Rafræn útgáfa: http://www.visir.is/leyndarmal-kiljunnar--hver- var-arnlidi-alfgeir-/article/2011712169987 Freyr Þórarinsson. 2011. Munnleg heimild, 16. desember. Wikipedia.org. 2012. „Ys“. Sótt 1. júní á http://en.wikipedia.org/wiki/Ys. Wikipedia.org. 2012. „La cathédrale engloutie.“ Sótt 1. júní á http://en.wikipedia.org/wiki/ La_cath%C3%A9drale_engloutie. T H E S U N K E N C A T H E D R A L The year 1959 saw the publishing of a book of poetry by an unknown Icelandic author hiding behind the male pseud- onym “Arnliði Álfgeir”. The book, The Sunken Cathedral, raised some eye- brows and people wondered who this mysterious author could be. It wasn’t until 52 years later that it was made pub- lic that the poems – some of which told of the poet’s painful love of a woman and deep sorrow for not being able to be with her – were in fact not written by a man, but a woman. In this article, Ásta Kristín Benediktsdóttir analyses the contents of the poems and how they are but a part of the eternal history of homosexual love, a classic example of how queer writers have had to rework their emotions in their fiction. Ú T S K Ú F U N Engan vin á sá, sem verður að sýnast annað en það, sem hann er. Mörgum er illa við hann, því að menn hata, það sem þeir ekki þekkja, og skilja ekki það, sem þeir hata. Einmana eins og eyra, sem aldrei hefur heyrt annað en orð, svo er sú þrá, sem þjáist til þagnar í hvert sinn og hún kennir djúpan hljóm. S Y N D Eitt sinn var hjarta mitt umgerð um mynd. Henni virtist ástin mín óráð og synd. Umgerðin er gölluð, ástin mín synd. Þó andar mér í brjósti þín engilmynd. H L E K K I R Aldrei get ég orðum ausið óska minna hyl. Aldrei get ég lifað, það eitt sem ég vil. Aldrei get ég orðið, það sem aðrir vilja sjá. Engum get ég sagt mína innstu þrá. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.