Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 54

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 54
Það er engin tilviljun að ganga Hinsegin daga kennir sig við gleði. Hún er staðfesting á stolti sem fæstum okkar reyndist auðfengið og auðfundið. Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarn- an brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika. Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk, sem verið er að steggja og gæsa fyrir væntanlegt brúðkaup, reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna, ekki til að sýna samstöðu, heldur er tilgangurinn sá að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar. „Ha, ha, auminginn, villtist inn í Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans. Þátttakendum sem ganga gleðigöngu með mannréttindum, gegn fordómum, er alls ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgir steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vett- vangi. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en við biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér annars staðar þennan dag. 46 Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu... “If you can’t respect me, you’ve got no business being here.“ Homminn Harvey við móður sína í Torch Song Trilogy Birna Hrönn Björnsdóttir Þorvaldur Kristinsson Kveðja til Hinsegin daga í Reykjavík Fyrir hönd Sendiráðs Noregs á Íslandi óska ég Hinsegin dögum í Reykjavík allra heilla á hátíðinni, 11. ágúst 2012. Að fagna margbreytileikanum snýst ekki um það að hylla einn lífsstíl umfram annan; það snýst um að stuðla að virðingu fyrir grundvallarréttindum allra manna. Það snýst um kjarna lýðræðis- hugsjónarinnar, að allir menn njóti sömu mannréttinda án tillits til kynhneigðar eða kynvitundar. Því vil ég nota þetta tilefni og lýsa yfir einlægum stuðningi við allt það folk sem vinnur að því við fáum öll notið mannréttinda okkar, án manngreinarálits, rétt eins þeim er lýst í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég óska ykkur giftusamlegrar og gleðilegrar hátíðar! Dag Wernø Holter Sendiherra Noregs á Íslandi 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.