Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 40
GLEÐI
GANGAN
VILTU VERA MEÐ ATRIÐI?
Í gleðigöngu Hinsegin daga staðfestir hin-
segin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar
sameinast lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir
og transfólk í einum hópi ásamt fjölskyldum
sínum og vinum. Gleðigangan er hápunktur
og stolt hátíðarinnar. Hinsegin dagar skipu-
leggja hana og ráða alfarið hvaða atriði fá
aðgang að henni. Gangan er engu að síður
sprottin úr grasrótinni og það eru einstak-
lingar og hópar sem móta og setja saman
einstök atriði hennar.
Nýja gönguleiðin í fyrra mæltist einstak-
lega vel fyrir, gangan fékk nýtt og voldugt
rými og áhorfendur nutu þess að fylgjast
með. Við göngum sömu leið í ár, stillum
upp á Vatnsmýrarvegi, göngum Sóleyjargötu,
Fríkirkjuveg og Lækjargötu og framhjá
Arnarhóli þar sem útitónleikarnir eru
haldnir (sjá kort).
Mikilvægt er að þátttakendur vandi skreyt-
ingar á vögnum sínum. Atriðum í gleðigöng-
unni fjölgar ár frá ári og mörg hver hafa
verið einstaklega glæsileg. Hinsegin dagar
leggja áherslu á það að hvert atriði miðli
skilaboðum sem varða veruleika hinsegin
fólks á einn eða annan hátt. Skilaboðin geta
verið með óteljandi móti og þar skiptir
hugkvæmni þátttakenda miklu máli.
Bestu atriðin kosta oftar en ekki litla
peninga. Í fyrra voru tvö atriði
heiðruð með fjárstyrk fyrir framlag
sitt, vagnarnir Hinsegin Norðurland
og Human Flower.
Það er algjörlega óheimilt
að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu
í göngunni án samráðs við stjórn
Hinsegin daga.
LEIKSTJÓRAR TIL AÐSTOÐAR
Hinsegin dagar bjóða aðstoð leikstjóra sem
gefa góð ráð til göngufólks. Ræðið hugmyndir
ykkar við ráðgjafa okkar og þau benda á leiðir
sem kosta lítið en setja flottan svip á atriðin
ykkar. Leikstjórarnir eru Ásdís Þórhallsdóttir,
asdis.th@gmail.com – 865 2545, og Tyrfingur
Tyrfingsson, tyrfingur@gmail.com – 691
5209. Þau hafa mikla reynslu af götuleikhúsi
og uppákomum af öllu tagi.
SKRÁNING OG ÞÁTTTAKA
Þátttakendur sem ætla að vera með formleg
atriði í gleðigöngunni verða að sækja
um það til Hinsegin daga eigi síðar en 5.
ágúst. Nauðsynlegt er að skrá atriði með því
að fylla út eyðublað sem finna má á vefsíð-
unni www.gaypride.is, og senda það síðan
í tölvupósti til göngustjóra á netfangið
gongustjori@gmail.com. Nánari upplýsingar