Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Síða 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Síða 13
Tónleikarnir á Arnarhóli eru að vanda einn af hápunktum Hinsegin daga. Stjórnandi dag- skrárinnar á hólnum í ár er stórsöngvarinn Friðrik Ómar sem þar býður til tónlistarveislu með einvalaliði íslenskra skemmtikrafta, sumum úr fjölskyldu hinsegin fólks á Íslandi. Sérstakur heiðursgestur á sviðinu við Arnarhól er okkar glæsilega díva, Sigga Beinteins. sem heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í ár með bravúr, og þar er einnig mættur sjálfur Páll Óskar, dýrmætur liðsmaður Hinsegin daga og prýði gleðigöngunnar um árabil. Hafsteinn Þórólfsson, annar liðsmaður Hinsegin daga og einn af okkar ágætu söngvurum, stígur á svið og þar mæta líka strákarnir í Bláum Ópal, sem skutust upp á stjörnuhimininn með laginu „Stattu upp“. Hin vinsæla poppsöngkona Þórunn Antonía syngur lagið „Too late“ og Helgi Björnsson kemur nú í fyrsta sinn fram á hátíð Hinsegin daga. Þá stígur eitt eftirlæti ungu kynslóðarinnar, Friðrik Dór á svið og syngur nýja lagið sitt „Að eilífu“ og hópur söngvara flytur „Whitney Houston Tribute“. Síðast en ekki síst – bandarísku stórstjörnurnar í BETTY. I N O P E N A I R The outdoor concert at Arnarhóll is always one of the highlights of the Reykjavík Gay Pride. This year’s show features many of Iceland’s greatest pop stars, includ- ing the beloved Páll Óskar, Friðrik Ómar, and Sigga Beinteins. Also appearing are contestants from Iceland’s Eurovision preliminaries, a group of singers performing a Whitney Houston tribute, and the stars of BETTY. Þórunn Antonía Sigga Beinteins Helgi Björnsson

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.