Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 17
Ásta Kristín Benediktsdóttir
Árið 1959 kom
út ljóðabók
eftir óþekktan
íslenskan höf-
und sem skýldi sér á bak við skáldanafnið
Arnliði Álfgeir. Bókin, sem ber titilinn
Kirkjan á hafsbotni, vakti þó nokkra athygli,
og eins og gengur með bækur sem gefnar
eru út undir dulnefni veltu menn vöngum
yfir því hver höfundurinn væri. Það var þó
ekki fyrr en 52 árum síðar, í desember 2011,
að það varð opinbert að ljóðin – sem
lýsa meðal annars harmþrunginni
ást og sorg ljóðmælandans vegna
þess að hann getur ekki verið með
konunni sem hann þráir – eru í raun
ekki eftir karlmann heldur konu.
Leyndarmálið upplýst
Um miðjan desember 2011 barst
ljóðabókin Kirkjan á hafsbotni í tal
í sjónvarpsþættinum Kiljunni. Bókin
hafði þá verið nokkuð þekkt frá því
hún kom út, að minnsta kosti meðal
einlægs áhugafólks um bókmenntir.
Einnig höfðu nokkur ljóð eftir Arnliða
Álfgeir birst í safninu Íslenzk ljóð
1954–1963 sem gefið var út árið 1972.
Í Kiljunni kom fram að talið væri að
skáldið, Arnliði Álfgeir, hefði í raun
verið Þórarinn Guðnason læknir sem
nú er látinn. Tveimur dögum síðar,
16. desember, skrifaði sonur Þórarins,
Freyr Þórarinsson, stutta grein í
Fréttablaðið og skýrði frá því að faðir
hans hefði ekki verið höfundurinn, held-
ur sjúklingur sem leitaði til hans og
bað hann um að fara með handritið til
útgefanda. Sjúklingurinn taldi sér ekki
vera fært að fara sjálfur með handritið,
því hann vildi ekki að það kæmist upp
hver hann væri. „Það er vegna þess,“ hafði
Þórarinn sagt, „að höfundurinn er ekki karl-
maður heldur kona, gift þjóðkunnum manni,
og hann veit ekkert um ást hennar til annarr-
ar konu.“ Freyr segist ekki vita hver konan
var, fremur en nokkur annar, því faðir hans
hafi farið með þá vitneskju í gröfina.
Fyrsta íslenska bókin um ástir kvenna?
Vitað er um afar fáar íslenskar bækur sem
lýsa ástum kvenna á Íslandi fyrir 1970, þótt
vissulega verði að telja líklegt að þær séu
til. Slíkar bækur getur verið erfitt að finna,
því umfjöllunarefnið er oftar en ekki falið
milli línanna, en ljóst er að eitt af verkefnum
framtíðarinnar verður að koma auga á sam-
kynja ástir og þrár í bókmenntum sem ekki
hafa hingað til verið skilgreindar hinsegin.
Dagný Kristjánsdóttir skrifar um lesbíur í
íslenskum bókmenntum í greininni „Hinsegin
raddir“, sem birtist í Skírni haustið 2003,
og bendir þar á að ekkert íslenskt heiti hafi
verið til yfir samkynhneigð kvenna fyrr en
seint á 20. öld. Þótt ýmsar konur í íslenskum
miðaldasögum séu „karlmannlegar“, ýmist
vegna klæðaburðar eða óvenju mikils sjálf-
stæðis, tekst Dagnýju ekki að benda á neinar
íslenskar bókmenntir um samkynhneigðar
konur eða ástir kvenna fyrr en á 8. áratug
20. aldar. Þá voru það gagnkynhneigðir karl-
menn sem tóku að sér að skrifa um veru-
leika lesbía, svo sem Guðlaugur Arason í
skáldsögunni Eldhúsmellur (1978) og Jökull
Jakobsson í Feilnótu í fimmtu synfóníunni
(1975). Á níunda og tíunda áratugnum hófu
loks skáldkonur með Vigdísi Grímsdóttur
og Kristínu Ómarsdóttur fremstar í flokki að
skrifa bækur um hinsegin veruleika kvenna.
Sé saga Freys Þórarinssonar um höfund-
inn á bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir sönn
− sem engin ástæða er til að draga í efa
− má segja að Kirkjan á hafsbotni sé komin
út úr skápnum sem lesbísk ljóðabók. Hún er
þá ein allra fyrsta íslenska bókin sem fjallar
um ástir kvenna og þar af leiðandi
afar merkilegur hluti af íslenskri bók-
menntasögu.
„Aldrei get ég orðið, það sem aðrir
vilja sjá“
Það er á engan hátt undarlegt að
lesandi Kirkjunnar á hafsbotni reikni
umhugsunarlaust með því að skáldið
sé karlmaður. Ekki aðeins er dulnefn-
ið karlkyns heldur vísar ljóðmælandi
endurtekið til sjálfs sín sem karlmanns:
„Ég sit í hrauninu – sjálfur í álögum,“
segir hann og enn fremur: „Ég var
einn“. Síðast en ekki síst er ástin fyrir-
ferðarmikið þema í bókinni og yfirleitt
er ljóst að sú ást beinist til konu – og
þau gagnkynhneigðu samfélagsvið-
mið sem við lifum og hrærumst í
gera vissulega fyrst og fremst ráð fyrir
því að konur séu elskaðar af körlum
og öfugt.
Kirkjan á hafsbotni skiptist í fimm
hluta, hvern með sínu þema. Í fyrsta
hlutanum eru ýmis ljóð er fjalla um
ást, frið, fegurð, ævintýri og drauma.
Annar hluti sker sig frá hinum fjórum
því þemað þar er stríð og friður og
pólitísk ádeila gegn stríði er greinileg.
Í þriðja hluta eru ljóðin flest ástar-
játningar og ávörp ljóðmælandans til konu
eða kvenna. Í fjórða hluta ræður sorg og
missir ríkjum; konan sem ástin beinist til er
horfin og ástin er dauðadæmd. Í fimmta og
síðasta hluta bókarinnar eru ljóðin einnig
ástarljóð til konu en kominn er annar og
kristinn undirtónn sem minnir á köflum á
píslarvætti.
Þegar ljóðabókin er lesin með það í huga
að skáldið sé kona er augljóst að megin-
þema hennar er „sú ást sem ei vogar að
Bókin sem kom út úr skápnum
Kirkjan
á hafsbotni
K I R K J A N Á H A F S B O T N I
Þanið segl á sokknum sæ,
strönd þeirra ferða, er aldrei hlutu byr.
Turn hennar er hinn djúpi brunnur nætur,
hvar þorstanum vaxa varir til að berja vínið,
sem brýtur sér kaleik af steinum
og æðar um orðsins hljóm.
Myndin, sem fegurðin skar
úr auga þíns kviku, er altaristaflan.
Í kirkjunni á hafsbotni
kristallast gröfinni líf,
því að dauðinn er ástin,
sem eilífðin ber til tímans.
Um hverfanda hvel
fer hún sigð, er safnar að hausti
fræjum þeim, er fæða sólunni vorið.
Segl varð mér sá brotsjór,
er sáði skipi mínu
í skeljar framandi sæva.
Því að kirkjan á hafsbotni
er óskabyrinn, er safnar
öllum þeim ferðum,
sem þú aldrei fórst,
und vængi ónumdra stranda.
17