Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 24

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 24
24 sagði það hafa komið sér á óvart hversu litlu máli kynhneigð hennar hefði skipt á Ísafirði, en hvaðan hún er ættuð og hverra manna hún væri virtist frekar skipta máli. Það hef ég sjálf sannarlega reynt, og þá er auðvitað ekki verra að vera ættuð að vestan! Það virðist samt sem áður vera óum- flýjanlegt að fá á sig títtnefndan stimpil í svo litlu bæjarfélagi þar sem hinsegin fólk er í miklum minnihluta. Samkynhneigð kona sem ég talaði við hafði einmitt orð á því að því fylgdu bæði kostir og gallar að vera lesbía í svo litlu samfélagi. Gallinn væri sá að allir vissu umsvifalaust hver hún væri, en um leið losnaði hún við að koma stöðugt út fyrir nýju og nýju fólki eins og raunin væri í stærra samfélagi. Ekkert „hinsegin líf“ Allir sem ég ræddi við voru sammála um að á Ísafirði væri ekkert „hinsegin líf“, hvergi nein hinsegin menning, engin samtök, félagsskap- ur eða skemmtanir sem höfðuðu sérstaklega til homma, lesbía eða annars hinsegin fólks. Hvergi sjáanlegur regnbogafáni. Þegar ég var að rita þessa grein fékk ég þær fréttir úr höfuðborginni að til væru hinsegin samtök á Ísafirði. Hins vegar komu Ísfirðingar af fjöll- um þegar ég spurðist fyrir um þetta og eng- inn kannaðist við slík samtök. Aðspurð hvort áhugi væri fyrir slíkum samtökum sagði ein að henni þætti hálfkjánalegt að hringja í fólk, bjóða í kaffi og stofna félagsskap á þeim grundvelli einum að það væri samkynhneigt. Samt viðurkenndi hún að sig dauðlangaði til þess og saknaði hinsegin menningar úr Reykjavík. Slíkt væri ekki að finna á Ísafirði, og til að leita að skemmtun og félagsskap með sínum líkum væri fólk að sækja það til höfuðborgarinnar. Þar er hægt að finna og sækja viðburði, skemmtanir og vera með öðru hinsegin fólki á skipulegan hátt, en einnig er þar möguleiki á að skapa sér nýja tilveru án þess að því fylgi hugmyndir fólks úr heimabyggðinni um það hver maður sé. Þetta á auðvitað ekki aðeins við um hinsegin fólk; að vilja flytja suður, mennta sig, kynn- ast annarri menningu og fólki, kveðja fólkið sem ól okkur upp og skapa nýja sjálfsmynd. En af eigin raun og frásögnum annarra virðist mér löngunin jafnvel enn meiri hjá hinsegin fólki en öðrum. Takmarkað „hössl“ Viðmælendur mínir voru sammála um það að lesbíur, hommar og annað hinsegin fólk ætti sér takmarkaða möguleika á ástarlífi fyrir vestan. Að vera einstæður hinsegin einstak- lingur úti á landi væri ekki kjörin staða nema þá að enginn áhugi væri á „hössli“. Ein viðmælenda minna hafði orð á því að nógu erfitt væri fyrir einstæðar gagnkynhneigðar konur að finna sér maka á Ísafirði, hvað þá samkynhneigðar. Hins vegar virðist Netið og tíðar ferðir til Reykjavíkur geta hjálpað til í þeim efnum. En að vera samkynhneigð manneskja í makaleit úti á landi virðist ekki alveg ganga upp. Þetta tengist auðvitað skorti á hinsegin samtökum eða félagsskap í litlum byggðarlögum. En þegar samfélagið er lítið gefur það augaleið að makavalið verður takmarkaðra. Hinsegin félag – næsta skref? Sáralitlir fordómar og jákvæð upplifun hin- segin fólks á Ísafirði eru vissulega góð tíðindi. Hins vegar má ekki gleyma því að hér sem annars staðar ræður gagnkynhneigðin ríkjum. Það fer lítið fyrir því að verið sé að breyta eða bylta samfélagsgerðinni og hvergi er að sjá að neinn kyn(hneigðar)usli sé á ferðinni. Vegna þess hve mannfæðin er mikil þykir ýmsum kjánalegt að stofna samtök og félagsskap með fáeinum einstak- lingum, einungis vegna þess að þeir eru hinsegin. En ef marka má áhuga viðmælenda minna þá gæti vel verið grundvöllur fyrir vitað af. Ég viðurkenni að ég hefði eflaust ekki afborið það að vera „lesbían í bænum“ þegar ég fyrst kom út, enda þó nokkrum árum yngri og óöruggari þá. Hefði ég búið á Ísafirði reikna ég með að ég hefði flúið fljótt til Reykjavíkur, í fjöldann og félagsskapinn. Nú er svo komið að það er raunhæft að búa úti á landi og lifa þar samkynhneigðu lífi, nokkuð sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum áratugum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hinsegin lífi á Ísafirði ákvað ég að leita til annarra samkynhneigðra einstaklinga, kanna hvort þeirra hugmyndir kæmu heim og saman við mína reynslu, og talaði því við nokkra núverandi og fyrrverandi Ísfirðinga um það að lifa hinsegin lífi fyrir vestan. Fólksfæðin hefur mestu áhrifin Það sem einkenndi frásögur þeirra um Ísafjörð var „hinsegin-fólksfæðin“, og það kemur varla á óvart. Upplifun fólks af því að vera hinsegin á svo litlum stað er auðvitað misjöfn og voru taldir til bæði kostir og gallar. Kona ein, sem kom út úr skápnum á Ísafirði, sagðist halda að það væri auðveld- ara að taka skrefið í Reykjavík þar sem fleiri búa og lesbíur og hommar eru sýnileg. Við Skutulsfjörð var hún nánast ein á báti og það fannst henni svolítið erfitt, þó að fólkið í bænum væri jákvætt í hennar garð. Hún fékk lesbíustimpilinn um leið og hún kom út, og það kemur heim og saman við mína reynslu. Aðrir sem ég talaði við höfðu misjafnar sögur að segja, ein taldi það vera stimpil sem aðfluttir fengju í fyrstu en síðan fyrntist yfir hann og loks yrði hann bara einn af mörgum stimplum sem fólk fær. Önnur Höfundur greinarinnar, Svandís Anna og kona hennar, Sólveig Helga, undir vegg í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.