Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 30
„Ég byrjaði að teikna Marilyn Monroe
og Gretu Garbo fyrir mörgum árum.
Það gerðist óvart: allt í einu teiknaði
ég mynd af Marilyn eftir ljósmynd, gaf
vinkonu minni sem hengdi teikning-
una upp á vegg. Síðan fór ég að
hafa það fyrir sið að teikna Marilyn
upp úr bókum sem ég hafði keypt á
mörkuðum, eða urðu á vegi mínum
á ferðalögum, og af ljósmyndum á
Internetinu. Þegar ég skrifaði fyrstu söguna um leikkonurnar fór
ég að teikna Gretu upp úr bókum sem ég hafði eignast og lesið
ung, en bækur um Gretu voru nú horfnar úr hillum bókabúða, en
ekki af Internetinu. Þá hóf ég að búa til þessa bók með sögum
og teikningum. Ég lifði mig inn í viðfangsefnið. Stöku sinnum
brá ég mér yfir girðinguna og kíkti frá öðru sjónarhorni inn í
vinnuherbergið og sýndist mér ég vera að fást við eitthvað sem
ég gæti kallað unglingslegt, þá brosti ég út í annað, hló að sjálfri
mér og öllum heiminum, klifraði til baka og settist aftur dáleidd
og utan við mig niður við vinnuborðið.“
Kristín Ómarsdóttir
S Ý N I N G Á T E I K N I N G U M K R I S T Í N A R Ó M A R S D Ó T T U R
B O R G A R B Ó K A S A F N R E Y K J A V Í K U R V I Ð T R Y G G V A G Ö T U Þ R I Ð J U D A G I N N 7. Á G Ú S T K L . 1 7
Marilyn og Greta
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafn taka hönd-
um saman við Hinsegin daga í Reykjavík og bjóða til opnunar
sýningar á teikningum Kristínar Ómarsdóttur á neðstu hæð
Borgarbókasafnsins þriðjudaginn 7. ágúst kl. 17. Á síðasta ári
sendi Kristín frá sér bókina Við tilheyrum sama myrkrinu – Af
vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo. Þar birti hún sögur og
teikningar sínar af Marilyn og Gretu, og nú birtast þær stúlkur
tvíefldar á veggjum Borgarbókasafns. Í tilefni af 50. ártíð Marilyn
Monroe 5. ágúst munu leikkonur lesa upp úr bók Kristínar við
opnunina og söngkonurnar Ragga Gísla og Lay Low taka lagið.
Sýningin stendur til 31. ágúst.
Marilyn & Greta
The Reykjavik City Library and Reykjavik, UNESCO City
of Literature, jointly present an exhibition of drawings by
author and artist Kristín Ómarsdóttir from her recent fic-
tional book about two Hollywood legends, Marilyn Monroe
and Greta Garbo. Kristín’s fascination with the two starlets
led her to first draw them and then write about them, which
in turn inspired more drawings. Now those drawings are
presented to the public and excerpts from the book will also
be read at the opening, at Reykjavik City Library, Tuesday 7
August at 5 p.m.
30