Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 61

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 61
lengstum á Hjálpræðishernum í Reykjavík. Hugðarefnin voru mörg og sveitunga sína studdi hann með ráðum og dáð, jafnvel stórgjöfum. Eftir að hann eignaðist land- spildu við Sandvatn, vestan Mývatns, lét hann ryðja þar flugvöll árið 1946 til að bæta samgöngur og auka straum ferðamanna. Um tíma hafði hann í huga að byggja þar gistihús, gott ef ekki „friðarhöll“ að hætti guðspekisinna, en ekkert varð úr því og loks gaf hann kvenfélaginu í sveitinni landið. Svo veistu að þú varst ekki hér Fáum sögum fer af því hvernig Guðmundi leið með lífsreynslu sinni en þó glittir þar í sært stolt og varnarstöðu þess sem á jaðrinum stendur. Hann sætti sig aldrei við málalyktir þótt refsitíminn hefði verið styttur til muna, en sótti um uppreisn æru og hlaut hana með konungsbréfi sem Kristján X undirritaði á sumarsetri sínu, Marselisborg, í ágúst 1935. Lengi var samt hvíslað um eðli hans heima í sveitinni þótt lágt færi. Um það vitnar lítil saga af balli í Mývatnssveit, en þar var Guðmundur hrókur alls fagnaðar enda ágætur dansari. Þegar tískudansinn Boomps-a-Daisy barst til landsins um 1940 varð hann fyrstur manna til að stíga hann heima í sveitinni eitt sumarið og sveiflaði dömunni í kringum sig af öryggi og festu. Var þá hvíslað svo ungur maður heyrði: „Ætli hann sé nú búinn að fá réttar áttir?“ Önnur saga og átakanlegri hefur líka varðveist. Eitt sinn fyrir löngu brá ungur Mývetningur sér til Reykjavíkur og hitti Guðmund þar sem hann bjó á Hjálpræðishernum. Þegar þeir kvöddust sagði sá eldri við þann yngri: „Svo veistu að þú varst ekki hér,“ en ekki botnaði pilturinn í því hvað Guðmundur var að fara. Það var ekki fyrr en árið 2008, þegar hann aldraður maður heyrði í fyrsta sinn vikið að hremmingum Guðmundar í sjón- varpsþætti, að hann skildi hvað í orðunum lá. Á sveitunga hans íþróttakappann hafði eitt sinn fallið smán sem ætla má að hafi hvílt á honum eins og mara alla tíð síðan, dæmdur í þeirri litlu Reykjavík fyrir að spilla ungum mönnum. Hvað stoðar manninn eitt konungsbréf? Útlend óværa „Stóra kynvillumálið“ eins og það var kall- að markaði að því leyti tímamót í sögunni að hér varð samkynhneigð íslensks manns í fyrsta sinn fréttaefni í blöðum. Á fyrstu árum aldarinnar höfðu íslensku blöðin stundum tæpt á „kynvilluhneykslum“ en þar var alltaf um útlenda spillingu að ræða. Nú hafði óværan sannanlega borist til landsins, enda segir Magnús Magnússon dómarafulltrúi, sem stjórnaði réttarhöld- unum, frá því í minningum sínum að Guðmundur hafi að eigin sögn vanist á mök við aðra karla í skotgröfunum í Þýskalandi á heimsstyrjaldarárunum. Um það höfum við aðeins orð Magnúsar því þetta kemur hvergi fram í dómsskjölunum þótt ekki skorti þar ítarlegar lýsingar á meintu ástar- lífi Guðmundar Sigurjónssonar. Útlend skyldi kynvillan vera! Það er líka dæmigert fyrir stöðu sam- kynhneigðar í vitundarlífi þjóðarinnar að málefnið var í raun handan hinnar opinberu þjóðfélagsumræðu. Þær fáu fréttir sem sagðar voru af „stóra kynvillumálinu“ voru svo smáar að erfitt er að koma auga á þær í blöðum. En þeim mun meira var um þær skrafað. „Um fátt er meira talað hér í bænum,“ segir í blaðafréttum og um það vitnar Magnús dómarafulltrúi í minningum sínum þegar hann segir umtalið hafa verið slíkt að hann hafi ekki fengið frið fyrir símanum á meðan hann réttaði í málinu. Um leið er ekki laust við að Magnús Magnússon fyllist nokkru ergelsi yfir Í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg var Bæjarþing Reykjavíkur til húsa og þar var réttað í máli Guðmundar. Þar tók hann líka út dóm sinn. Ljósm. Magnús Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.