Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 19
Biskupinn: Hræddur er ég um, að þetta hafi ekki
mikiÖ lækningagildi fyrir sálina.
Bates: Það var og. Reynið þetta og vitið, hver árang-
urinn verður.
Allardyce: Pettigrew gamli hefur á réttu að standa.
Plestu fólki er lífið Víti, og hvers vegna eigum við að
heyja lífsbaráttuna, þegar við höfum enga löngun til
þess. Við getum ekki breytt lífinu, en við getum bundið
endi á það. (Stígur eitt skref í átt til dyranna). Og nú
fer ég.
Olivia: Nei, nei, Allardyce! Ég elska þig — hef alltaf
elskað þig! Snúðu við!
Allardyce: Hvers vegna læturðu þér þetta urn munn
fara?
Olivia: Hvað gat ég gert annað? Þú veizt, að þetta
er satt.
Allardyce: Þú hefur verið mér fjarska góð, bjargað
mér frá því að svelta í hel og gefið mér færi á að mála
myndirnar mínar, þó að enginn vildi líta við þeim. En
ég var nægilega heimskur til að vona, að þú hefðir
ofurlítinn áhuga á starfi mínu.
Olivia: Engin kona gerir það fyrir nokkurn mann,
sem ég hef gert fyrir þig, vegna starfs hans. Hvernig
gat þér dottið önnur eins fásinna í hug. Hvern skollann
varðar konu um málaralist, leiklist, bókmenntir eða tón-
list, ef hún elskar karlmann? Ég hélt þú værir gáfaðri
en þetta. Heldurðu, að ég hefði komið hingað og sagt
það, sem ég hef nú sagt, ef ég elskaði þig ekki framar
öllu öðru?
Allardyce: En læturðu þér ekki skiljast, að ég er
miklu yngri en þú. . . . Ó, hvað er ég að segja?
Olivia: Yngri. .. . Guð minn góður. . . . Hvað ég er
óhamingjusöm.
Biskupinn: Ég er að verða eitthvað svo skrýtinn yfir
höfðinu.
Bates: Það stafar af því, að yður vantar vænan
skammt af töfralyfinu mínu.
Pettigrew: Þér eruð gull af manni, Bates.
Bates: Lélegir gullhamrar, en ég þakka samt. Þetta
vissi ég nefnilega áður.
Dolores: Ó, þetta er dásamlegt!
Allardyce (snýr sér að henni): Þér komið hingað
með þetta strákfífl, til þess að kynnast nýjungum. Yður
dettur ekki fremur í hug að stytta yður aldur, en að
verða af árbítnum yðar. Yður finnst það dásamlegt, að
ég skuli snúast ’gegn þeirri einu mannlegu veru, sem
hefur viljað hjálpað mér, vegna þess eins, að ég get
ekki elskað hana og mun aldrei geta það. Guð minn
góður, Olivia. Hvers vegna fórnaðirðu svona miklu
fyrir mig? Ég reyndi eftir getu að koma í veg fyrir það.
Olivia: Ég þráði að mega fórna mér fyrir þig!
Allardyce: Já, mér hefur alltaf fundizt ég vera ormur
í moldinni. Þú hefur gert mig ósjálfbjarga. Þú hefur
aldrei verið hrifin af málverkum mínum. Allt hefur
verið brjálsemi frá upphafi til enda, líf mitt, list mín,
samband okkar og samræður. Það er mál til komið að
binda endi á þetta allt saman.
Konan: En ef þér kynnuð nú að geta skapað eitthvað
ofurlítið enn þá. . . . (Það kemur klökkvi í málróm
hennar).
Ungfrú Parsley: Góða kona, gerið ekki málið flókn-
ara en það er þegar orðið.
Allardyce (gengur í átt til dyranna): Þetta tekur ekki
langan tíma.
Olivia (hangir í handlegg hans): Nei, nei, Allardyce!
Við eigum eftir að lifa mörg hamingjuár saman enn þá.
0, ástin mín, það hefur verið svo yndislegt að fá að
vera í návist þinni.
Mortimer lœknir (við Allardyce): Ég held, að þér
ættuð að hugsa yður betur um, kæri vinur. Þegar alls
er gætt, þá er margt verra til en að fást við málaralist.
Allardyce: Þér megið trúa því, að einveran er dapur-
leg.
Konan: En þér hafið keypt list yðar þessu verði.
Biskupinn: Og hvað kostar sannleikurinn, mínir
elskanlegu ?
Bates: Tuttugu og fimm aura frímerki á hvert bréf.
Ungfrú Parsley: Herra Bates!!!
Olivia (með hægð): Hvernig gaztu verið einmana,
þegar ég var hjá þér?
Allardyce: Hvað get ég ráðið við mitt eigið eðli.
Geturðu ekki skilið það, Olivia, að ég var alltaf í fang-
elsi, hinu dapurlegasta fangelsi, hversu sem þú varst
mér ljúf og eftirlát. 0, ég er kvikindi og ruddi að segja
þér þetta, en þú hefur neytt mig til þess. Ég get ekki
lifað lengur sem þræll þinn. Ég get ekki látið sem ég
elski þig lengur af tómu þakklæti. Ef þessu á að fara
fram lengur, get ég ekki litið þig augum.
Olivia (hörfar til baka): Allardyce!
Pettigrew (við biskupinn): Þér eruð bjartsýnn enn
þá, er ekki svo?
Biskupinn: Hugrekki og trúartraust geta fleytt mönn-
um yfir allt. (Við Allardyce). Þér viljið ekki fá hina
síðustu smurningu, vænti ég.
Allardyce: Ég býst ekki við, að hún komi að neinurn
notum. (Ætlar að svipta tjöldunum frá).
Olivia og konan: Nei! Nei!
Allardyce (stanzar og horfir á konuna): Og þér líka?
Konan: Enginn, sem getur skapað, ætti að varpa lífi
sínu á glæ.
Allardyce: Hvernig vitið þér, að ég geti það?
Konan (blátt áfram): Mér segir svo hugur um.
Allardyce (tekur hægt um hönd hennar): Traust við
dauðans dyr.
Dolores (við Harold): Er þetta ekki dásamlegt,
Harold?
VINNAN
243