Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 33

Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 33
fundi, þó í þoku væri og hríö, eða tala á fundum fáum vikum fyrir dauöa sinn og fara þá fyrst á sjúkrahúsið, ef til vill með þessum orðum: „Vinir, það er búið með mig; læknirinn segir, að ég geti ekki lifað nema fáar vikur; segið þið félögunum, að mér þætti vænt um, ef þeir kæmu að heimsækja mig.“ „Eg hef séð atburði, sem myndu vekja mestu aðdáun, ef ég segði frá þeim hér; en jafnvel nöfnin á mönnun- um, er við atburðina voru riðnir, eru varla þekkt utan fámenns vinahóps og munu brátt gleymast, þegar þeir vinir eru dánir. — Ég veit ekki, hvort er aðdáunarverð- ara: hin ótakmarkaða sjálfsfórn hinna fáu eða hin mörgu smá dæmi um fórnfýsi fjöldans. Hver blaða- fjöldi, sem seldur er, hver fundur, sem haldinn er, hver 100 atkvæði, sem vinnast fyrir sósíalismann í kosning- um, fela í sér svo mikla fórnfýsi og starfrækslu að eng- inn, sem utan við stendur, getur gert sér minnstu grein fyrir því. Og það, sem nú er unnið fyrir sósíalismann, hefur fyrr og verið unnið fyrir sérhvern framsækinn stjórnmála- eða trúarflokk. Allar framfarir liðna tím- ans eru slíkum mönnum og slíkri fórn að þakka.“ Barátta verkalýðsins er fórnfrek, einstaklingur og múgur verður að fórna öllu fyrir sigurinn. Danska skáldið Martin Andersen Nexö hefur lýst slíkri haráttu í skáldsögu sinni um öreiga nútímans, Palla Sigurveg- ara. Margra mánaða verkfalli er lokið með sigri verka- manna, og þeir stefna fylkingum sínum gegnum miðja Kaupmannahöfn: Fylkingin gengur niður Strikið, þunglamalega eins og hraunflóð, er brýzt fram með erfiðismunum, en ekki verður stöðvað. Það hvílir einhver friður yfir þessum reginmætti, hver þorir að taka á sig þá ábyrgð að leggja til atlögu við þennan múg? Lögreglan fylgir kröfugöng- unni eins og varðhundur, og uppi á gangstéttunum treðst fólkið upp að veggjunum; það heilsar eða sendir tóninn — vinur og fjendur. Uppi á bak við gluggarúð- urnar standa menn og konur í samkvæmisbúningi og horfa á fylkinguna í gegnum stangagleraugun og brosa háðslega, en er nokkuð órótt. Hverjir eru þessir soltnu lubbar, sem flæða allt í einu út úr myrkrinu og leggja Strikið undir sig? Og verksmiðjueigendurnir standa uppi á efri hæðunum á bak við gagnsæ gluggatjöld og nöldra. Hvaða kröfuganga er nú þetta? Nú er maður búinn að fyrirgefa þeim; og í stað þess að ganga bljúgir til vinnu sinnar og láta sér þetta að kenningu verða, halda þeir liðskönnun til að sýna hvað þeir séu margir! Já, en skrambi hefur sulturinn tætt af þeim holdin! Þetta er undarleg liðskönnun; ef þeir ætluðu að sýna, hve harðlega þeir höfðu verið leiknir, þá gátu þeir ekki gert það betur! Þeir bera allir kaun eftir hardagann —• guggnir og gráir, illa klæddir. Spariflíkurnar hanga í hinum stóra sameiginlega fataskáp, hér er hver bótin fest ofan á aðra. Sulturinn hefur skírt andlit þeirra; þeir gætu frekar verið líkari sálnafylkingu, sem hefur hrist af sér þunga moldina og ætlar að leggja undir sig andaheiminn, en mönnum, sem vilja nema nýtt land handa sér og niðjum sínum. Hvílíkir sigurvegarar — þeir haltra allir! vængskotinn hópur, sem vill hefja sig til flugs. Og hvert er það sem þeir ætla? „Til sælunnar lands við leitum“ byrja sumir að syngja. Og hvar ligg- ur þetta land? Hefur nokkur ykkar séð það í vöku — eða voru það ekki vondir draumar, er sulturinn hafði alið? Fáið ykkur einu sinni fullan kvið, góðir hálsar — og síðan skulum við ræðast við! Hvað er annars hinum megin? Tómleikinn, sem ól ykkur og logsýður enn í sveltu hlóði ykkar? Eða land lífsins? Rís ný jörð handa ykkur? Eða er bölvunin eilif, sem gerði ykkur að þrælum ? Draumur alþýðunnar um Sælulandið. Um allan heim dreymir alþýðuna um Sælulandið, jafnvel hinn um- komulausi og sinnulitli múgur Rússlands á sér sína drauma, og sUnnudaginn 9. janúar 1905 gengur alþýða Pétursborgar undir dýrlingamyndum og kirkjufánum fram fyrir Vetrarhöll keisarans og biður leggber fram bænir sínar fyrir fótskör hins rússneska alvalda. En bænuiq hennar var svarað með byssuskotum. Þá kvað íslenzkur einyrki í Vesturheimi, Stephan G. Stephans- son, eitt hið fegursta kvæði og vottaði trú sína á draum lítilmagnans: Verkalýður auðvaldslandanna stóð ekki einn í barátt- unni fyrir frelsi og mannréttindum. Kúgaðar nýlendu- þjóðir urðu að verja líf sitt fyrir ágangi hinna sið- menntuðu stórvelda, sem nú höfðu loks lokið við að skipta hnettinum upp á milli sín. Þegar Bretland braut undir sig lönd Búa í Suður-Afríku, orti einn af þegnum brezka heimsríkisins, St. G. St., kvæðið Transvaal: Mér finnst minn andi espast við, að eiga sjálf-geymt fé og blóð er betri málstað brestur lið — en bíðum við, ég á orð og ljóð! Og verði þau í þetta sinn af þunga dýpsta hugar-móðs, að brennimarki á Kains kinn, að klögun Abels dauðablóðs, að vofu er illspá æpa skal, að Englands her frá Búans val. 0, Bretland, trúðu ei tál það á: Þú takir svona heimsins lönd, með eldi og sverði er sigri spá — nei, sverðið sker öll hjartabönd. I heimsvald þitt þú heggur seint upp hugi lýða — frá því snú — því það var fyr til þrautar reynt, en þar eru daprar rústir nú. Ef þvílíkt veldi vexti nær, á vizku og bróður-hug það grær. VINNAN 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.