Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 32

Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 32
SIGURÐUR EINARSSONogSVERRIR KRISTJÁNSSON: Frelsisbarátta verkalýðsins um aldimar Fyrsta maí-dagskrá 1945 Niðurlag Um þaö leyti og þrælastyrjöldinni lýkur veröur verka- lýöshreyfing Evrópu æ- stórstígari. Upp úr styrjöld Frakka og Prússa spratt Parísarkommúnan, fyrsta til- raun verkalýösins til að skapa alþýðuríki. Hún varö að vísu ekki nema rúmlega tveggja mánaöa gömul, en til- vera hennar ein saman vakti skelfingu í brjóstum yfir- stéttarinnar og glæstar vonir meðal alþýðunnar. Marx reisti minningu kommúnunnar þennan bautastein: París verkalýðsins og konnnúnunnar mun um aldur og ævi verða hyllt sem frækilegur forboði nýs þjóð- félags. Píslarvottar hennar eiga sér legstað í hinu mikla hjarta verkalýðsins. Vegendur hennar hafa þegar verið negldir á þá níðstöng, er allar bænir presta þeirra fá ekki leyst þá af. Og hinn ungi fulltrúi þýzka verkalýðsins á Ríkisþingi Þýzkalands þeytti þessum orðum framan í sigurölvaða þingmenn hins nýja stórveldis: Hversu fráleit sem markmið kommúnunnar kunna að virðast í yðar augum — eða jafnvel vitfirringsleg, eins og komizt var að orði hér í þinginu í gær í einka- samtali — þá vitið það, að gervallur verkalýður Evrópu og allir þeir, sem frelsi og sjálfstæði unna, horfa til Parísar. Herrar mínir, og þó að París sé kúguð í bráð, vil ég minna yður á það, að baráttan í París ef aðeins smá- vægileg framvarðaviðureign, að meginátökin í Evrópu eru enn framundan og að heróp Parísarverkalýðsins: „Höllunum stríð, hreysunum frið, burt með neyð og atvinnuleysi! “ mun áður en margir áratugir líða verða heróp verkalýðsins um alla Evrópu! Það kváðu við hlátrar í sölum þýzka Ríkisþingsins, er Bebel mælti þessi orð, en á næstu áratugum varð ekki um það villzt, að stríðið gegn höllunum var í algleym- ingi. Þýzki verkamannaflokkurinn er á þessum árum bannaður, en samt með ári hverju unz banninu er af- létt 1890. Arinu áður er 2. alþjóðasamband verkamanna stofnaö og það skorar á verkamenn um allan heim að gera 1. dag maímánaðar að alþjóðlegum baráttudegi og krefjast 8 stunda vinnudags. 1. maí 1890 fóru fram hinar fyrstu kröfugöngur víða um lönd og sums staðar urðu blóðugir bardagar milli hersins og verkamanna. Á þessum degi skrifar hinn aldni leiðtogi og fræðimað- ur verkalýðsins þessi orð í formála fyrir nýrri útgáfu Kommúnistaávarpsins: Tímabil 2. alþjóðsambandsins er þroska- og vaxtar- skeið verkalýðsflokkanna í öllum löndum, þar sem iðn- aður og þjóðfélagshættir hins borgaralega þjóðfélags liöfðu náð að festa rætur. Nafnlausar hetjur hinnar dag- legu lífsbaráttu verkalýðshreyfingarinnar unnu sitt hljóðláta og ávaxtaríka starf, sem rússneski byltinga- maðurinn Krapotkin fursti hefur lýst svo fagurlega í bók sinni „Samhjálp“: „Sérhver reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyfingar hafa haft stórkostleg, oft á tíðum fjarlæg, markmið og öflugustu hreyfingarnar voru sífellt þær, sem vöktu óeigingjarnasta eldmóðinn. Allar miklar sögulegar stefnur hafa haft þetta einkenni og hvað vora tíma snertir, þá er þessu þannig varið með sósíalismann. „Launaðir æsingamenn“ er vafalaust við- kvæði þeirra, sem ekkert þekkja til stefnunnar. En sann- leikurinn er sá, að ef ég — svo ég tali bara um það, sem ég þekki persónulega — hefði ritað dagbók um það í síðustu 24 ár og skrifað niður alla þá sjálfsafneit- un og fórnfýsi, sem ég hef kynnzt, þá mundu lesendur dagbókar þeirrar sífellt hafa orðið „hetjuskapur“ á vörunum. En meijn þeir, sem ég hefði getað sagt frá, voru ekki hetjur, — það voru miðlungsmenn, hrifnir af mikilli hugsjón. Sérhvert sósíalistablað — og þau skipta nú hundruðum í Evrópu — hefur sömu söguna að segja af sjálfsfórn árum saman, án nokkurrar vonar um end- urgjald, og hvað mikinn meirihluta snertir, jafnvel án persónulegrar metorðagirni. Ég hef séð fjölskyldur, sem ekki vissu hvað hafa skyldi til næsta máls, af því maður- inn var einangraður i bænum sökum starfs síns við blaðið, en konan hafði ofan af fyrir fjölskyldunni með saumum, og þetta ástand hélzt árum saman, unz fjöl- skyldan, án nokkurs ásökunarorðs, dró sig í hlé, eins og hún vildi segja: „Nú getið þið haldið áfram, við getum ekki meir.“ Ég hef séð menn, sem þjáðust af tæringu og vissu það, ganga engu að síður um til að undirbúa 256 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.