Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 48

Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 48
UNDUR VERALDAR Safn frœðigreina eftir jjölda vísindamanna Utgefandi: Mál og menning Veröld sú, sem við lifum og hrærumst í, er hiS kynlegasta og flóknasta fyrirbrigSi, og hafa margir vísinda- og fræSimenn spreytt sig á aS ráSa rúnir hennar. En svo furSulega vill til, aS |iví betur sem hún er könnuS, því flóknari virSist hún vera, og þegar ein gátan er ráSin, birtist önnur hálfu flóknari þeirri fyrri, og mun senni- lega óhætt aS fullyrSa, aS veröldin verSi aldrei könnuS til hlítar, enda vafasamt, hvort slíkt muni æskilegt, því aS leiSigjarn hlyti sá heimur aS verSa, sem ætti ekki framar neina gátu handa huganum aS glíma viS. En sem sagt: slíku fári mun óþarfi aS kvíSa — aS minnsta kosti fyrst um sinn. En allt um þaS hefur hinum eirSarlausa og síleitandi mannsanda tekizt aS skyggn- ast furSulangt inn í dulda töfraheima lífs- ins. Og í bókinni Undur veraldar skýra margir þekktustu vísindamenn heimsins, aS fornu og nýju, frá ýmsu því, sem þeir hafa orSiS vísari í könnunarferSum sínum um völundarhús veraldarinnar. Því verSur tæplega á móti mælt, aS ein- mitt nú, á þessum merkilegu tímamótum tæknilegrar þróunar, hafi veriS einkartíma- bært aS kynna íslenzkri alþýSu talsvert af þeim raunsannindum, sem ýmsir hinna snjöllustu vísindamanna heimsins hafa dregiS á land af djúpmiSum tilverunnar. JÓLAVAKA Safnrit úr íslenzkum bókmenntum Jóhannes úr Kötlum gaf út Útgefandi: Þórhallur Bfarnarson . Rvík PrentsmiSjan Hólar h.f. 1945 ÞaS, sem hér hefur veriS dregiS saman úr íslenzkum bókmenntum í eina bók, fjall- ar allt um jólin og mun þaS vera hiS helzta af því, sem hefur veriS ort og skrifaS á Islandi um þessa tilkomumestu hátíS árs- ins. Jóhannes úr Kötlum hefur valiS í safniS og sýnilega variS í þaS mikilli vinnu, því aS þar er um auSugan garS aS gresja. Aulc þess skrifar Jóhannes’ ágætan formála aS bókinni. Um hundraS íslenzk skáld og rithöfund- ar, frá elztu tíS til vorra daga, sitja þarna á skáldaþingi, kveSa brag, þylja þulu, segja sögu og flytjá guSspjall í hinum fjölbreyti- legustu tóntegundum. Utgáfan er hin prýSilegasta í alla staSi og skreytt mörgum myndum. Þrjár BARNABÆKUR Núna fyrir jólin hefur komiS út talsvert af barnabókum og verSur hér getiS þriggja þeirra. Hin fyrsta þeirra er Ævintýri eftir Rud- yard Kipling, hinn heimsfræga, enska rit- höfund og skáld, sem kunni svo afbragSs- vel iagiS á því, meSal annars, aS segja börnum sögur. Halldór Stefánsson rithöf- undur hefur þýtt þessi ágætu ævintýri meS hinni mestu prýSi. Málfar hans er á þá lund, aS ekki er hætta á öSru en aS börnin fyigist meS af fyllstu eftirvæntingu frá byrjun. Fyrsta ævintýriS byrjar t. d. þann- ig: „Langt úti .í hafi, börnin ung og smá, var einu sinni hvalur, og hann borSaSi fisk. Hann borSaSi ýsur og lýsur, og hámerar og vogmerar, og skrápflúrur og kollúrur, og þyrskling og briskling, og hina snúandi, smjúgandi, dansandi, glansandi ála.“ Bókin er myndskreytt og prýSileg aS frá- gangi. Útgefandi er Stefán GuSnason, en prentun annaSist PrentsmiSjan Hólar h.f. Þá er ævintýriS Kalda hjartaS eftir Wil- helm Hauff. Útgefandi er Bókaútgáfan Reykholt. Þetta ævintýri er bæSi fyrir börn og unglinga og hefur Geir Jónasson snúiS því úr frummálinu á kjarngóSa íslenzku. Bókin er prentuS í Prentsm. Hólar h.f. og er frágangur vandaSur. Loks eru Þrjú ævintýri eftir Stefán Jóns- son. Eru þau í IjóSum og heita: Einu sinni var drengur, Sagan af honum Pésa og Sag- an af grísinum góSa. Stefáni Jónssyni lætur ágætlega aS kveSa og skrifa fyrir börnin og munu margir minnast t. d. GuttakvæSisins, sem börnum hér í Reykjavík og vafalaust víSar um land, var mjög munntamt um skeiS og raunar enn. Tryggvi Magnúss. hefur dregiS skemmti- legar myndir í bókina, en Þórhallur Bjarn- arson er útgefandi. Bókin er prentuS í Al- þýSuprentsmiSjunni h.f. og vel frá henni gengiS. Heimilisdagbókin Heimilisreikningar Bókaútgáfan gaf út. Margar húsmæSur munu hugsa sér aS endurskipuleggja heimilisreksturinn á nýja árinu og má í því sambandi benda þeim á þessa handhægu bók, sem gerir þeim kleift aS fylgjast meS daglegum útgjöldum heimilisins. Ætti slík færsla heimilisreikn- ings aS vera sjálfsögS skylda hverrar góSr- ar húsmóSur. ÁBÆTISRÉTTIR OG KÖKUR eftir frú Henriette Schönberg Erken. Bókaútgáfan Logi, Rvík PrentsmiSjan Hólar h.f. 1945 AS lokum skal hér getiS bókar, sem hef- ur selzt alveg óvenjuvel og verSur vafa- laust orSin uppseld, þegar þessar línur koma fyrir almenningssjónir, enda er eng- inn vafi á því, aS hún kemur í góSar þarfir á mörgum heimilum fyrir jólin, svo gimi- leg sem hún er aS efni og útliti, og einkar- fróSleg um þaS efni, sem margir telja sig miklu varSa. Þessi umrædda bók heitir Abœtisréttir og kökur, og er eftir sænska maddömu, Henriette Schönberg Erken, sem er sérfræS- ingur í aS búa til þjóSrétt Svía, smörgásar. Engan skyldi því undra, þótt þessi dándis- frú kynni eitthvaS meira fyrir sér í æSstu list allra lista, sem sé matgerSarlistinni, enda ber téS bók þess óræk vitni aS dómi hinna kræsnustu sælkera, og munum vér hlíta þeim úrskurSi skilyrSislaust, þar eð vér höfum sjálfir fremur takmarkaSa fag- kunnáttu í ofannefndri listgrein. Þó höfum vér sæmilega traustar heimildir fyrir því, ■að óhætt rnuni að heimfæra upp á höfund bókarinnar, hina víðfrægu setningu Ibsens gamla, úr Pétri Gaut: „Det kendes du var Kok engang... Því miður er oss gersamlega um megn að tilgreina ingrediensana í hverjum rétti, né þær þrælflóknu töfraformúlur, sem farið er eftir við blöndun téðra ingrediensa, enda hefur formúluspeki aldrei verið vor sterka hlið. En hitt drögum vér ekki í efa, að ís- lenzkar húsmæSur muni verða eins fljótar að átta sig á þessum galdrarúnum og aS stoppa í sokk. Aftur á móti getum vér.ekki látiS hjá líða að lýsa hrifningu vorri á hinum aristó- kratisku nöfnum á sumum réttunum í þess- ari girnilegu bók, og getum vér ekki neitað oss um að nefna fáein þeirra, svo sem: furstaepli, drottningarbúðing, hertogafrúar- köku, prinsessubúðing, gullköku, lista- mannabúðing, amtmannskex, doktorsköku, stjórnarbúðing og síðast, en ekki sízt, Epla- Karlottu. Og ef oss skjöplast ekki því meir í ættfræðinni, mun Karlotta sú, sem eplin eru kennd við, vera komin í beinan kven- legg af Evu — þessari sem stakk eplinu upp í Adam forðum daga, af því hún hafði ekkert annað' handbært til að stinga upp í hann með — og er ekki slektiS dónalegt. Frágangur bókarinnar er efninu samboð- inn, og er þá mikið sagt. Karl Isfeld. VINNAN 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.