Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 47
ekkert orð, sem skiljist á Islandi yfir
franska jurtarheitið giroflée. Reyndar hef-
ur hlómið giroflée veriS kallað hvítfjóla á
íslenzku, en ekki tek ég neina ábyrgð á
slíku, það verða grasafræðingar að taka að
sér.
Mér er ekki grunlaust, að hin frábæra
þýðing H. K. Laxness á Birtingi sé alveg
sérstæður bókmenntaviðburður, og verði
erfiðara hér eftir en áður var, að snara
óbundnu, erlendu ritmáli á íslenzka tungu.
BRENNUNJÁLSSAGA
Halldór Kiljan Laxness gaf
út. Helgafell, 1945.
Þetta er hin þriðja íslenzkra fornsagna,
sem Halldór Kiljan Laxness gefur út, en
áður hafði hann séð um útgáfu á Laxdæla
sögu og Hrafnkötlu.
Svo sem kunnugt er, hefur H. K. Laxness
breytt stafsetningu þeirra fornsagna, sem
hann hefur gefið út, til nútíðarhorfs og sett
ný greinaskil, þar sem honum hefur þótt
vel fara á, og hefur tilgangur hans með
þessum breytingum, ef breytingar skyldi
kalla, verið sá, að gera fornsögurnar „að-
gengilegar nútíðaralmenningi til lesturs,"
eins og stendur í eftirmála hans að Brennu-
njálssögu. Mun mönnum í fersku minni
hvílíka ólgu þessi útgáfustarfsemi H. K.
Laxness vakti í íslenzku þjóðlífi á sínum
tíma, en nú mun það él að mestu um garð
gengið og er vonandi, að menn taki þessari
nýju útgáfu Brennunjálssögu með þolan-
legri geðró, ekki sízt þegar útgáfan er jafn-
vönduð og glæsileg og raun ber vitni.
Bókin er prýdd fjölda mynda eftir ýmsa
færustu málara okkar af yngri kynslóðinni.
Og þegar sýnt þótti, að ekki mundi unnt
að nudda H. K. Laxness ofan af stafsetn-
ingarbreytingu sinni, var það ráð tekið,
heldur en ekki neitt, að úthúða myndunum.
Að vísu eru myndirnar misjafnlega vel
gerðar, eins og skiljanleg er, þar sem um
margar myndir er að ræða og eftir marga
málara. Og ein myndin, að minnsta kosti,
mun ekki vera beinlínis í samræmi við
þyngdarlögmálið. En trúlegt þykir mér, að
nútíma myndlistarmenn telji sig fremur
bundna einhverjum öðrum lögmálum en
þyngdarlögmálinum, þó að það geti verið
ágætt í heimi hinna stærðfræðilegu og eðl-
isfræðilegu vísinda.
Þá hafa ýmsir haft tilhneigingu til þess
að hneykslazt á nafninu Brennunjálssaga
og talið, að samkvæmt þeirri nafngift mætti
kalla þann mann þjóf, sem stolið væri frá.
Nú vita allir, sem hafa lesið Njálu, að
Njáll brenndi engan inni, heldur var hann
sjálfur brenndur inni. Hins vegar má kenna
hann við þessa frægu brennu og er þá nafn-
ið Brennunjáll kenningarnafn og á full-
kominn rétt á sér. Til frekari staðfestingar
má geta þess, að Njáls saga endar á þess-
ari setningu: „Og lúkum vér þar Brennu-
njálssögu.“
MeSan sprengjurnar falla
Norsk og sœnsk Ijóð, sem
Magnús Asgeirss. hejur fœrt
í íslenzkan búning.
Utgefandi: Helgafell
Rvík 1945
Hin ógnþrungna lieimsstyrjöld, sem hef-
ur geisað yfir heiminn undanfarin ár, myrt
og örkumlað milljónir manna og komið
milljónum manna á vonarvöl, hefur ekki
látið okkar kaldlyndu þjóð með öllu ó-
snortna, þótt við höfum tiltölulega lítið
kynnzt henni af eigin raun. Þó hefur hún
orkað á íslenzka þegna með harla ólíku
móti. Sumir — og þeir eru langflestir •—
hafa notað tækifærið, skarað eld að sinni
köku og fitað sig einkarvel á svitadropum
þeirra þjóða, sem í eldinum stóðu. En
skáldunum, samvizku heimsins, hefur þetta
böl mannkynsins orðið að efni í magn-
þrungin Ijóð. Sumir vega með sverði, aðrir
með penna, sem stundum getur orðið bit-
urra vopn en nokkurt sverð. Enn aðrir
hafa barizt mð sverð í hendi og Ijóð á
vör.
Val Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðum til
þýðingar í þetta kvæðasafn, bera að all-
miklu leyti vott þess, að þýðandanum hafa
verið einkarhugstæðir þeir váveiflegu at-
burðir, sem gerzt hafa úti í hinni vitskertu
veröld undanfarin ár. Því að þótt fyrri
hluti bókarinnar sé helgaður fremur inn-
hverfum, Ijóðrænum skáldum (að mestu
sænsku skáldunum Fröding og Hjalmar
Gullberg) eiga hin norsku baráttuskáld,
Arnulf Overland og Nordahl Grieg nær
eingöngu síðara hluta bókarinnar.
Um þessar ljóðaþýðingar er óþarft að
fjölyrða. Hróður Magnúsar sem ljóðaþýð-
ara er á þá lund, að tæplega verður á hann
aukið hér eftir. Og ljóðin, eftir Nordahl
Grieg, sem birtast í þýðingu í þessari hók,
hafa öll birzt áður í ljóðabók skáldsins,
Friheten, sem gefin var út hér á landi og
áður hefur verið getið í þessu tímariti. En
svipmest og tilþrifaríkast allra ljóða Nor-
dahl Griegs, bæði á frummálinu og í ís-
lenzka búningnum, finnst mér hið kynngi-
magnaða kvæði London.
Kvæði Arnulf Överlands, sem er ort árið
1936, er innblásið spámannlegri andagift.
Þar spáir hann örlögum Evrópu — og
sjálfs sín, en sem kunnugt er, hnepptu naz-
istar hann í fangabúðir og hrjáðu hann þar
og hröktu:
Vor kjallaraprísund er krök af föngum,
og kjallaratugir fangaver!
Vér engjumst í klefunum köldum og
þröngum.
Kvikir í myrkrinu rotnum vér!
Og þetta er ort á því herrans ári 1936,
löngu áður en nokkrum flögraði í hug, að
hinir þýzku nazistar mundu taka Noreg
hernámi.
Saga Eyrarbakka
eftir Vigfús Guðmundsson
Víkingsútgáfan, Rvík. 1945
Þó að Eyrarbakki sé ekki ýkjareisulegt
þorp nú orðið, má hann fnuna fíifil sinn
fegri, þegar hann var höfuðmiðstöð kaup-
skapar á Suðurlandsundirlendinu og víðar,
og helztu fjármálapótentátar í heilum
landsfjórðungi áttu þar búsetu. En allt er
fallvaltleikanum háð, og nú er ekki framar
minnzt á hin frægu Bakkaskip, nema í sög-
um. En Eyrarbakki á sér merkilega og
fróðlega sögu, og því ber að þakka Vig-
fúsi Guðmundssyni hið mikla eljustarf, sem
felst í samningu þessarar bókar og efnisað-
dráttum, því að margan rekann hefur hann
orðið að ganga, eyða löngum tíma í að
„marka og draga á land“, og greina kjör-
við frá fúasprekum.
Sá, sem ritar þessar línur, hefur, því
miður, ekki stillt kompás sinn á þær
breiddargráður, þar sem saga þessi gerist,
er þar af leiðandi ekki bær að dæma um
fræðilegt gildi hennar og tekur því þann
kostinn að segja sem fæst um hana frá því
sjónarmiði. En skemmtun hafði hann af
bókinni og þóttist maður að fróðari að
loknum lestri.
RITSAFN
Olafar frá Hlöðum
Helgafell, Rvík. 1945
Loks hefur skáldskap þessarar gáfuðu
og sérkennilegu konu verið sá sómi sýndur,
að gefa hann út í heild og á þann hátt, sem
efninu hæfir. I ritsafni þessu er flest það,
sem eftir skáldkonutta liggur, í bundnu og
óbundnu máli, og hafa vafalaust margir
lítilf jörlegri hagalagðar verið hirtir.
Skáldskapur þessarar viðkvæmu og skap-
heitu skáldkonu er svo kunnur, að óþarfi
er að fjölyrða um h'ann hér, en þess skal
getið, að séra Jón Auðuns hefur ritað tals-
vert ýtarlegan formála að bókinni, og þrátt
fyrir smávægilega annmarka mun þessi
formáli auka mönnum skilning á skáldkon-
unni, ævikjörum hennar og hinu sérkenni-
lega skáldeðli hennar.
VINNAN
271