Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 21
BJÖRN BJARNASON:
Heimsráðstefna verkalýðsfélaganna í París
Á Heimsráðstefnu verkalýðsfélaganna í London síð-
astliðinn vetur, var það sameiginlegt álit meginþorra
fulltrúanna, að þýðingarmesta verkefnið, sem heims-
verkalýðnum bæri að leysa á næstunni, væri að stofna
nýtt alþjóðasamband verkalýðsfélaga, sem væri þess
megnugt að inna af hendi þau störf í þágu heimsverka-
lýðsins, er hið gamla samband, I.F.P.U., kiknaði undir.
Þessu til undirbúnings kaus Heimsráðstefnan nefnd,
45 manna nefndina, sem á 3ja daga fundi að aflokinni
Heimsráðstefnunni, ræddi, á mjög breiðum grundvelli,
undirbúning málsins og ákvað að framhaldsráðstefna
skyldi haldin í París í sept. Kaus síðan 13 manna nefnd,
er falið var að gera uppkast að lögum fyrir Alþjóða-
sambandið og senda það öllum viðkomandi landssam-
tökum, svo snemma að þau gætu gert sínar athuga-
semdir við það áður en Parísarráðstefnan kæmi saman.
13 manna nefndin náði einróma samkomulagi um
lagauppkastið og boðaði til framhaldsráðstefnu í París
24. sept. En 20. sept. skyldi 45 manna nefndin koma
saman og taka til athugunar þær breytingartillögur, er
koma kynnu frá landssamböndunum, við lagauppkast
13 manna nefndarinnar.
45 manna nefndin kom saman til fundar í læknadeild
Parísarháskóla að morgni 21. sept. Voru þar teknar til
umræðu þær breytingar tillögur er fram voru komnar.
Voru þær margar en engar stórvægilegar. Að loknum
umræðum var þeim öllum vísað til nefndar er skyldi
samræma þær og skila áliti sínu til ráðstefnunnar.
Að morgni 24. sept. var ráðstefnan sett í einu af nýj-
ustu og veglegustu leikhúsum Parísarborgar — Palais
de Chaillot,
Jouhaux, hinn aldni og reyndi forseti franska verka-
lýðssambandsins, C. C. P., setti ráðstefnuna með
snjallri ræðu. I byrjun ræðu sinnar gat hann þess að
það væri táknrænt, að í París þar sem Bastillan féll
1789, þar sein byltingarnar 1830 og 1848 voru háðar
og kommúnan með sínum mikla hetjuskap og fórnfýsi
starfaði 1871, einmitt þar skildu fulltrúa 70 milljón
verkamanna koma saman til að skapa sitt Alþjóðasam-
band. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum:
„Við erum föðurlandsvinir. Við höfum þjáðzt og
látið lífið í baráttunni fyrir frelsi föðurlanda okkar.
En við erurn líka alþjóðasinnar, því á alþjóðasamstarfi
byggist frelsi þjóðanna til sjálfsákvörðunar og alþjóða-
hyggjan er öflugasti verndari friðarins.
Þá voru kjörnir 7 forsetar. Þeir voru: Jouhaux, Hill-
mann frá C. I. 0. í Bandaríkjunum, Kusnefsov frá Ráð-
stjórnarríkjunum, Poledano frá Suður-Ameríkusam-
bandinu, Citrine frá Bretlandi, Liu frá Kína og Lind-
berg frá Svíþjóð. —- Saillant var einróma kosinn aðal-
ritari ráðstefnunnar.
Tilhögun umræðna var sú, að ræður skyldu fluttar
á einhverju af fjórum tungumálum, ensku, rússnesku,
frönsku eða Spönsku og síðan þýddar á hin þrjú málin.
Heimilt var þó að flytja ræðu á öðrum málum, ef við-
komandi ræðumaður sá fyrir þýðingu af því máli yfir
á eitthvert af hinum fjórum áðurnefndu málum.
Að loknu forsetakjöri flutti Saillant framsöguræðu
sína um lagauppkastið og undirbúningsstarf 13 manna
nefndarinnar.
Þá flutti Hillman ræðu um störf 13 manna nefnd-
arinnar og næstu verkefni hins væntanlega Alþjóðasam-
bands. Hann lagði til að send yrði nefnd til Þýzkalands
og Japan, til að líta eftir framkvæmd hernámsins og
aðstoða við endurskipulagningu verkalýðshreyfingar-
innar. Hann hélt því fram, að framkvæmd á ákvörðun-
um Postdamráðstefnunnar væri öruggasta tryggingin
fyrir því, að heimsfriðnum stafaði ekki í framtíðinni
hætta af Þýzkalandi, en á meðan ameríska fjármála-
auðvaldið ætti sína fulltrúa í æðstu hernámsstjórn
Þýzkalands væri ekki mikilla framkvæmda í anda Post-
dam-ráðstefnunnar að vænta, og að öfluga þýzka verka-
lýðshreyfingu þyrfti til að skipa því í hóp lýðræðis-
þjóðanna. Ennfremur, að ef verkalýðurinn ætti að ná
þeim áhrifum á skipun mála í heiminum, sem honum
bæri, yrði hann tafaralust að ganga til stofnunar Al-
þjóðasambandsins, því I. L. 0. (Alþjóða verkamála-
skrifstofan) gæli á engan hátt skoðast sem fulltrúi
verkalýðsins, vegna hins þrískipta fulltrúavals.
Umræðurnar voru mjög fjörugar og almenn þátttaka
í þeim, svo að kveldi fyrsta dagsins voru yfir 30 á mæl-
endaskrá. Allir ræðumenn voru á einu máli um nauð-
syn þess að verkalýðurinn eignaðist skipulögð alþjóða-
samtök tafarlaust, ekki þó sízt fulltrúarnir frá nýlend-
VINNAN
245