Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 39
Guðmundur
Jóhannsson
næðust samningar. Var engin tilraun gerð til samninga
og hófst því verkfall 12. júlí.
Vinnuveitendafélagið setti verkbann á meðlimi félags-
ins og var það víst í fyrsta skipti sem því var beitt.
Um það segir í blaðagrein frá þeim tíma, meðal ann-
ars: „Nú nýlega hóf hið unga Félag Blikksmiða verkfall
til þess að ná fram ýmsum réttmætum hagsmunakröfum
lil handa félagsmönnum sínum. Þremur dögum síðar er
Vinnuveitendafélagið búið að taka málið í sínar hend-
ur. Fyrsta verk þess er að skrifa öllum þeim atvinnurek-
endum sem eru meðlimir félagsins, bréf um deiluna.“
Því næst eru birt nöfn þeirra fyrirtækja, sem verkfallið
náði til, og nöfn allra meðlima Félags Blikksmiða, og
atvinnurekendur áminntir um að haga sér eftir 22. og
23. gr. félagslaga Vinnuveitendafélagsins. Þær hljóða
um það, að enginn atvinnurekandi má að viðlögðum
háum sektum taka nokkurn þeirra manna sem bann-
lýstir hafa verið í vinnu hjá sér. Ekki virtist nú vænlega
horfa hjá hinu fámenna, óreynda og févana Félagi
Blikksmiða, því að tilgangur Vinnuveitendafélagsins
var sá að viðurkenna ekki félagið, heldur lama það
svo það lognaðist út af, og héldu þeir sig megnuga þess
og þó meira væri, en það fór nú öðruvísi en til var
ætlazt. Meðlimir Félags Blikksmiða létu engan bilbug
á sér finna, þó beitt væri við þá ýmsum ráðum. Verk-
fallið stóð í 10 daga og náði félagið fram öllurn kröfurn
sínum. Kaup sveina var þá ákveðið kr. 1.50 um tímann,
viku-sumarfrí og vinnuvikan stytt úr 60 klst. í 55 klst.
Þótt árangur af þessu fyrsta átaki félagsins væri eftir
atvikum góður, þá var félagsmönnum ljóst frá byrjun,
að ekki yrði staðar numið rneðan félagsmenn nytu ekki
beztu kjara sem á hverjum tíma giltu í skyldum iðn-
Kristinn
Vilhjálmsson
greinum, og er því ekki nema eðlilegt, að tekin væru
til samanhurðar kjör Félags járniðnðarmanna, því að
blikksmíði er ein grein járniðnðarins.
í júlí 1937 eru samningar endurnýjaðir og fengust
þá nokkrar kjarabætur, tímakaup hækkar þá í kr. 1.65.
Nú líður fram að ársbyrjun 1941.
Þegar gengislögin voru í gildi, sögðu nokkur félög
upp samningum við atvinnurekendur og þar á meðal
Félag blikksmiða.
Atvinnurekendur héldu því fram, að ákvæði í gengis-
lögunum bæru að skilja þannig, að engin kauphækkun
mætti fara fram í samningum félaga, aðeins kæmu til
greina orðalagsbreytingar á samningum. Flófst nú verk-
fall 1. janúar og stóð það í 3 vikur og þrátt fyrir öll
bönn á kauphækkunum, hækkaði kaupið úr kr. 1.65 í
1.78 og vinnuvikan styttist í 52 stundir, og var þetta
einn bezti árangur, sem félagið náði í vinnudeilum á
þessum tíma.
Takmark það, sem félagið setti sér í byrjun var, að
ná sama kaupi, kjörum og vinnutíma og Félag járn-
iðnaðarmanna, en eins og sést á framanskráðu var mis-
munurinn í byrjun gífurlega mikill. 14. sept. 1942 lýkur
þessu átaki félagsins með samningum við atvinnurek-
endur. Þá er samið upp á 8 stunda vinnudag, vikukaup,
12 daga sumarfrí ásamt fleiri kjarabótum. Nemur
grunnkaupshækun þá sem svarar kr. 1.34 á klst. frá
fyrri samningi. Þessi mikla breyting var eins og kunn-
ugt er, einn þáttur í hinum almennu kjarabótum, sem
stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins fengu um þess-
ar mundir.
Að lokum má geta þess, að Félag Blikksmiða stóð í ’
2ja mánaða verkfalli ásamt fleiri stéttarfélögum í sept.
VINNAN
263