Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 41
Michele Zompa kom orðum að því, sem við hugsuð-
um allir:
— Annað hvort hefur andstæðingur stj órnarinnar,
sem er að gera gys að henni, samið þennan bækling,
eða hann hefur verið soðinn saman í geðveikrahæli....
— Það getur vel verið, en hermennirnir fengu mér
hann, sagði hetjan.
Loks sagði Berardo Viola: — Hvers vegna útbýta
hermennirnir þessum þvættingi? Hvers vegna leyfa
stjórnin og Torlonía prins að svona rit séu gefin út?
Hvers vegna vill hún dulbúa sig sem kafóníastjórn?
.... Hvers vegna vill hún ræna og myrða kafóníana
í nafni kafóníanna?
Þá fyrst varð okkur ljóst, að stjórnin kallaði sig
kafóníastjórn, enda þótt það hefði verið hún, sem setti
kafóníana á guð og gaddinn.
—- Allar stjórnir hafa alltaf verið andvígar fátækl-
ingunum, sagði hetjan frá Porta Pía.------En stjórnin,
sem situr núna, er sérstæð í sinni röð.... Hún er vissu-
lega andvíg fátæklingunum, en á sérstakan hátt....
Meðal þeirra, sem úthelltu blóði sínu og fórnuðu lífinu,
til þess að koma þessari stjórn á laggirnar, voru margir
fátæklingar. Ég á ekki við mig og mína líka, þó að
ekki væri beinlínis hægt að segja, að við værum ríkir.
En ég á við skrifstofufólkið, járnbrautarmennina og
verkamennina, sem voru meðal stofnenda fasistaflokks-
ins. . .. Ég á við þá, sem eru í hernum og þeir eru eng-
ir millj ónamæringar, heldur fátækir kafóníar. Án þess-
ara manna gæti stjórnin ekki haldið völdum til lang-
frama. Hún þarf nauðsynlega á þeim að halda. Og því
betur sem stjórnin gætir hagsmuna bankanna og Tor-
lonía prins, því nauðsynlegra er henni að koma fólki til
að trúa því, að þetta sé verkamanna og kafóníastjórn. .
Við átturn bágt með að skilja það, sem hetjan frá
Porta Pía sagði.
Það var líka erfitt að botna í því, sem skeð hafði
síðustu vikurnar.
Það var augljóst, að umboðsmaðurinn rændi og
ruplaði. En hann gerði það í nafni laganna, og það
var erfitt að botna í því.
Hermenn höfðu komið til Fontamara og nauðgað
konum. Fram hjá þeirri staðreynd varð ekki komizt.
En þeir höfðu unnið þetta afrek í nafni laganna og í
návist lögreglufulltrúans, og það var erfiðara að átta
sig á því.
Það var ennfremur staðreynd, að í Avezzano höfðu
jarðarafgjöldin verið hækkuð hjá þeim, sem höfðu smá-
jarðir á leigu, en lækkuð hjá þeim, sem höfðu stóru
jarðirnar. Og þetta var samþykkt samkvæmt uppá-
stungu frá fulltrúum þeirra, sem höfðu smájarðirnar.
Þetta var harla einkennilegt!
Það var deginum ljósara, að hinir svonefndu fasistar
höfðu margsinnis leikið þær listir að misþyrma mönn-
um, eða drepa þá, fyrir þá sök eina, að umboðsmann-
inum geðjaðist ekki að þeim. En þorpararnir og morð-
ingjarnir höfðu fengið bæði upphefð og fé að launum
hjá stjórninni fyrir vikið, og skrýtið var að tarna!
Ef til vill má segja — ef dæmin eru sundurliðuð —
að plágur þær, sem yfir okkur gengu, hafi ekki verið
alveg nýjar af nálinni, og að margt svipað hafi áður
þekkzt í mannkynssögunni, en að því er við bezt vissum
voru hrellingarnar, sem yfir okkur dundu, framkvæmd-
ar með gersamlega nýju sniði.
Við vissum yfirleitt ekki, hverju við gætum átt von á
næst, og allt var í óvissu.
Þessi agnarlitla kornuppskera, sem við áttum von á
undir haustið, hafði verið seld umboðsmanninum strax
í maí um vorið. Við vorum steinhissa á því, hvers vegna
jafngætinn maður og umboðsmaðurinn skyldi þora að
kaupa korn í maí, þegar allt var á huldu um hvaða verð
yrði á korninu, þegar haustaði. En okkur vantaði pen-
inga, og við seldum, og hið sama gerðu kafóníarnir í
næstu þorpum. En þegar leið að hausti birtist ráðning
gátunnar. Stjórnin gaf út lög um verðhækkun á inn-
lendu korni, og verðið hækkaði úr 120 upp í 170 lírur
fyrir hundrað kíló af korni. Og á þennan hátt græddi
umhoðsmaðurinn fimmtíu lírur á hverjum hundrað
kílóum af korninu okkar, þegar leið að hausti.
Svona hafði hann farið að því að stinga ágóðanum
af striti okkar í eiginn vasa, ávextinum af striti heils
árs. Kafóníarnir erjuðu, sáðu, hirtu um uppskeruna,
þresktu, og þegar þessu var lokið, kom umboðsmaður-
inn og græddi á tá og fingri á erfiði okkar og fyrirhöfn.
Og bankinn græddi líka. En allt fór löglega fram. I
öllum atriðum samkvæmt lögum. Það var aðeins eitt,
sem var ólöglegt: mótmæli okkar.
Síðustu vikurnar var allur yfirgangur, hverju nafni,
sem nefndist, gegn kafóníunum, orðinn löglegur. Ef
gömlu lögin nægðu ekki, voru gefin út ný lög. Það var
ekki verið að tvínóna við það.
Berardo Viola, Raffaele Scarpone og ég áttum ofur-
lítið inni hjá Don Circostanza fyrir nýgræðslu í gamla
víngarðinum hans, sem hafði orðið fyrir skemmdum
af vatnsflóði árið áður.
Sunnudag nokkurn, snemma dags, fórum við til þessa
alþýðuvinar, til að innheimta þetta lítilræði, sem við
áttum hjá honum.
Don Circostanza faðmaði okkur alla og klappaði okk-
ur á bakið, þó að hann væri ófullur.
— Hversu mörg dagsverk eigið þið hjá mér? spurði
hann.
Berardo Viola átti hjá honum fimmtán dagsverk, við
Raffaele Scarpone sín tólf dagsverkin hvor, og jafn-
lærður maður og Don Circostanza hefði ekki átt að
láta það vefjast lengi fyrir sér, hversu dagsverkin voru
mörg samanlagt.
VINNAN
265