Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 26
Gegn skemmdarstarfsemi í verkalýðssamtökum
Svo sem kunnugt er, sendi miðstjórn Alþýöusam-
bandsins sambandsfélögunum bréf 1. okt. s.l. í þrem
liðum:
1. Félögin skyldu senda sambandsskrifstofunni með-
limaskrár sínar svo sem lög gera ráð fyrir.
2. Félögin skyldu varast að láta hinar opinberu
kosningar á næsta ári hafa veikjandi áhrif á hina
stéttarlegu einingu sína.
3. Félögin skyldu kosta kapps um að útbreiða tíma-
rit sambandsins, Vinnuna, samkvæmt einróma
fyrirmælum 18. sambandsþingsins.
Alþýðublaðið og Skutull hafa látið sér sæma, að
þyrla upp hinu mesta blekkingamoldviðri í sambandi
við fyrsta lið þessa bréfs og ekki vílað fyrir sér hreinar
falsanir á efni þess til að tortryggja sambandsstjórnina
og þjóna skemmdarverkaástríðu sinni innan heildarsam-
taka verkalýðsins.
Þótt vér treystum fyllilega sambandsfélögum voruin,
sem öll hafa fengið þetta bréf til þess að leiða fram í
dagsljósið hið rétta innihald þess, þykir oss hlíða að
birta hér fyrir lesendum Vinnunnar svar miðstjórnar
við blekkingum Alþýðublaðsins, en þeir Alþýðublaðs-
menn hafa það ekki fyrir sið, að birta leiðréttingar á
rangfærslum í blaðinu sínu.
Sunnudaginn 21. okt. þ. á. birtist í Alþýðublaðinu
grein undir nafniuu „Kommúnistar gera Alþýðusam-
band Islands að kosningahreiðri sínu“. Undirfyrirsögn:
„Kommúnistar í stjórn þess heimta nafnaskrár félag-
anna til afnota fyrir flokk sinn.“
Þá er því haldið fram:
I
1) að Alþýðusambandið hafi ekkert að gera með
meðlimaskrár félaga sinna, nema þegar Alþýðu-
sambandsþing standi fyrir dyrum,
2) að í umræddu bréfi sambandsins sé það beinlínis
tekið fram, „að það sé nauðsynlegt fyrir hana
(miðstjórnina) að fá í sínar hendur nafnaskrárn-
ar, þar sem kosningar standi nú fyrir dyrum“,
maður, sem vann sér mikið álit í frelsisbaráttu frönsku
þjóðarinnar, sem einn af helztu leiðtogum hennar. Það
var opinbert leyndarmál á þinginu, að hægri öflin
höfðu mikinn hug á að fá Walter Scevenels, aðalritara
Amsterdamsambandsins, kosinn í þetta starf, en féllu
frá því að stinga upp á honum, þegar sýnt var, að yfir-
gnæfandi meirihluti var fylgjandi Saillant.
Forseti var kosinn Sir Walter Citrine og er það frekar
virðingar- en valdastaða.
1 ályktunum sínum lagði þingið höfuðáherzlu á að
Alþjóðasambandið, sem fulltrúi heimsverkalýðsins, yrði
viðurkennt sem aðili að öllum alþjóðaráðstefnum og
friðarsamningum, því það var eining hinna sameinuðu
þjóða í baráttunni gegn sameiginlegum óvini, sem
tryggði sigurinn á vígvöllunum, og eina tryggingin
fyrir friðnum er áframhald þessarar einingar. Þingið
telur það sitt höfuðhlutverk að viðhalda þessari ein-
ingu og stofnun Alþjóðasambandsins er veigamesti þátt-
urinn í að því marki verði náð.
Þingið samþykkir harðorð mótmæli gegn líflátsdóm-
unum yfir spönsku lýðveldissinnunum Alvarez og Zap-
irin. Einnig sendi það mótmæli til stjórnarinnar í Grikk-
landi og íran, vegna þess að fulltrúum þessara landa
var neitað um vegabréf á þingið.
Þá lýsti þingið samúð sinni með frelsisbaráttu ný-
lenduþjóðanna og gerði sérstakar ráðstafanir til aðstoð-
ar verkalýðshreyfingu þeirra, sem víðast býr við óþol-
andi ástæður.
Þingið lýsti samúð sinni með baráttu spönsku al-
þýðunnar, og hvatti allan verkalýð til að herða barátt-
una gegn fasistaríkjunum, Spáni og Argentínu.
Stofnun Alþjóðasambandsins er tvímælalaust merk-
asti viðburðurinn í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Með
stofnun þess er því langþráða marki náð að sameina
nær því allan verkalýð veraldar innan eins og sama
sambands, og óhætt mun að gera sér vonir um að sú
stund sé ekki fjarri, að allur hinn skipulagði verkalýður
veraldarinnar verði kominn í sambandið. Með þessum
samtökum hefur verkalýðurinn eignazt voldugra tæki
í hagsmuna- og frelsisbaráttu sinni en nokkurntíma
fyrr, og einingin, sem ráðandi var við stofnun þess,
gefur ástæðu til að vona, að það reynist vaxið því
vandasama hlutverki er því ber að leysa.
250
VINNAN