Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 34
Svo gráttu ei hann sem hetja var!
Né hata staðinn þar hann féll —
þó myndað ljón ei liggi þar
er Lauga-skarð í Draken-fell.
Og trúðu fast, hvert tapað mál
með tímalengd fær sennri dóm,
það hrífur yngri alda sál
með angurblíðum skáldsins róm.
— Ið enska gull skal fúna fyr
En frelsisþrá sé börð á dyr.
En á þeirri stundu, er stórveldin höfðu skipt heimin-
um að fullu á milli sín, varð ekki annarra fanga leitað
en að skipta honum upp að nýju. Heimsstyrjöldin fyrri
brýzt út, verkalýðshreyfingin og flokkar hennar bila
þegar á átti að herða og fá ekki efnt loforð sín, sem
gefin voru á alþjóðaþingum verkalýðsins að beita stétt-
arvaldi hans til að binda endi á styrjöldina.
Með voðalegri beiskju lýsir Stephan G. Stephanson
því, hvernig alþýðu landanna er miskunnarlaust fórnað
í styrjöldum fyrir stórveldishugsj ónir og fjárplóg auð-
valdsins. Hann segir í Vígslóða fyrir munn alþýðunnar:
Dönsum nú hratt! svo hlekkjanna okkar við njótum —
gnauði um hönd gróin bönd.
Glamri nú járn á fótum,
kveðum stef, stiklum skref,
stígum nú dans á spjótum.
Þrælkaðir, rægðir, rúðir — og aumkvaðir líka!
Horgrind hver sópi að sér
Sauðnekt tötur-flíka!
Af oss er ofklædd hér
ómegðin lærða og ríka.
Guði er sama, hvers vagni um veg hans er ekið —
dansi því hver hold af sér
og hugvit — svo það verði ei tekið!
Hæsta skuld hnífjöfn stuld —
harmanna okkar skal rekið!
Gnauði um hönd gróin bönd,
glamri nú járn á fótum,
kveðum stef, stikfum skref,
stígum nú dans á spjótum. —
Dönsum nú hratt! svo hlekkjanna okkar við njótum!
En styrj öldin með öllum sínum ógnum gerir verkalýð
í öllum löndum skyggnan á það, að hann þjónar ann-
arra hagsmunum er hann lætur stefna sér til víga; á
vígvöllunum friðmælast hermenn hinna stríðandi þjóða,
og loks brestur sá hlekkurinn, sem veikastur var; alþýða
Rússlands breytir stórveldastyrj öldinni í borgarastyrj -
öld og skapar sér nýtt stjórnarfar, ráðstj órnarskipulag-
ið. St. G. St. fagnaði þessum viðburðum í kvæði sínu
„Bolshevíki“:
Er hann heims úr böli boginn,
blóðugur að rísa og hækka,
múginn vorn að máttkva, stækka?
Sannleiksvottur, lýtum loginn!
258
Ljós, sm fyrir hundrað árum
Frakkar slökktu í sínum sárum?
Lítilmagnans morgunroði?
Fóttroðinn friðarboði?
En rússneska skáldið Alexander Blok lýsir rússnesku
byltingunni eins og hún birtist sjónum áhorfandans í
kvæði sínu „Tólfmenningarnir“:
Dimmt kveld.
Drifhvít mjöll.
Vindur næðir, vindur næðir. ■—
Stormar, naumast nokkrum stæðir,
æða og flæða Guðs um geim!
Mjöllin öll
vefst og hefst í þyrlum þeim.
Undir blikar ísinn blár.
— Enni vot og klaki um brár.
Menn, sem hrekjast, hrasa, falla.
Drottinn aumki alla!
Yfir strætið þvert
er strengdur vír.
Á dúki, er hangir á strengnum, stendur
„Stjórnlagaþinginu öll völd í hendur.“
Lotin, gremjuleg gömul kona
grátnum augum að plagginu snýr.
Hún skilur ei, hví þeir eyða svona
efni í reifar um marga fætur.
Heima er skólaus hjörð, sem grætur.
Völt, eins og hæna, hraðar sér
hún yfir skaflinn, að kytru snauðri:
„Blessaða Guðsmóðir, bið fyrir mér!
Bolsevíkkamir ganga af mér dauðri!
Nístandi skríður
nepjan í blóðið inn.
A krossgötum borgari bíður
og byrgir nef og kinn.
Hver er þessi, með hár að öxlum,
hvæsandi, samanbitnum jöxlum:
„Rússland er dautt!
Ræningjahópur?“
— Hástéttarskáld,
— skýjaglópur....
Einn vafrar af vindum gripinn,
vafinn í dökkan feld.
— Hví ert þú súr á svipinn,
séra félagi í kveld?
Áður með ístruhnossi
ægðir þú fólksins rýrð.
Belgur með björtum krossi
blikaði af helgidýrð.
Astrakanskápu að iljum búin
að annarri hvíslar náðug frúin:
„0, hvað við grétum, grétum ....
VINNAN