Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 34
Svo gráttu ei hann sem hetja var! Né hata staðinn þar hann féll — þó myndað ljón ei liggi þar er Lauga-skarð í Draken-fell. Og trúðu fast, hvert tapað mál með tímalengd fær sennri dóm, það hrífur yngri alda sál með angurblíðum skáldsins róm. — Ið enska gull skal fúna fyr En frelsisþrá sé börð á dyr. En á þeirri stundu, er stórveldin höfðu skipt heimin- um að fullu á milli sín, varð ekki annarra fanga leitað en að skipta honum upp að nýju. Heimsstyrjöldin fyrri brýzt út, verkalýðshreyfingin og flokkar hennar bila þegar á átti að herða og fá ekki efnt loforð sín, sem gefin voru á alþjóðaþingum verkalýðsins að beita stétt- arvaldi hans til að binda endi á styrjöldina. Með voðalegri beiskju lýsir Stephan G. Stephanson því, hvernig alþýðu landanna er miskunnarlaust fórnað í styrjöldum fyrir stórveldishugsj ónir og fjárplóg auð- valdsins. Hann segir í Vígslóða fyrir munn alþýðunnar: Dönsum nú hratt! svo hlekkjanna okkar við njótum — gnauði um hönd gróin bönd. Glamri nú járn á fótum, kveðum stef, stiklum skref, stígum nú dans á spjótum. Þrælkaðir, rægðir, rúðir — og aumkvaðir líka! Horgrind hver sópi að sér Sauðnekt tötur-flíka! Af oss er ofklædd hér ómegðin lærða og ríka. Guði er sama, hvers vagni um veg hans er ekið — dansi því hver hold af sér og hugvit — svo það verði ei tekið! Hæsta skuld hnífjöfn stuld — harmanna okkar skal rekið! Gnauði um hönd gróin bönd, glamri nú járn á fótum, kveðum stef, stikfum skref, stígum nú dans á spjótum. — Dönsum nú hratt! svo hlekkjanna okkar við njótum! En styrj öldin með öllum sínum ógnum gerir verkalýð í öllum löndum skyggnan á það, að hann þjónar ann- arra hagsmunum er hann lætur stefna sér til víga; á vígvöllunum friðmælast hermenn hinna stríðandi þjóða, og loks brestur sá hlekkurinn, sem veikastur var; alþýða Rússlands breytir stórveldastyrj öldinni í borgarastyrj - öld og skapar sér nýtt stjórnarfar, ráðstj órnarskipulag- ið. St. G. St. fagnaði þessum viðburðum í kvæði sínu „Bolshevíki“: Er hann heims úr böli boginn, blóðugur að rísa og hækka, múginn vorn að máttkva, stækka? Sannleiksvottur, lýtum loginn! 258 Ljós, sm fyrir hundrað árum Frakkar slökktu í sínum sárum? Lítilmagnans morgunroði? Fóttroðinn friðarboði? En rússneska skáldið Alexander Blok lýsir rússnesku byltingunni eins og hún birtist sjónum áhorfandans í kvæði sínu „Tólfmenningarnir“: Dimmt kveld. Drifhvít mjöll. Vindur næðir, vindur næðir. ■— Stormar, naumast nokkrum stæðir, æða og flæða Guðs um geim! Mjöllin öll vefst og hefst í þyrlum þeim. Undir blikar ísinn blár. — Enni vot og klaki um brár. Menn, sem hrekjast, hrasa, falla. Drottinn aumki alla! Yfir strætið þvert er strengdur vír. Á dúki, er hangir á strengnum, stendur „Stjórnlagaþinginu öll völd í hendur.“ Lotin, gremjuleg gömul kona grátnum augum að plagginu snýr. Hún skilur ei, hví þeir eyða svona efni í reifar um marga fætur. Heima er skólaus hjörð, sem grætur. Völt, eins og hæna, hraðar sér hún yfir skaflinn, að kytru snauðri: „Blessaða Guðsmóðir, bið fyrir mér! Bolsevíkkamir ganga af mér dauðri! Nístandi skríður nepjan í blóðið inn. A krossgötum borgari bíður og byrgir nef og kinn. Hver er þessi, með hár að öxlum, hvæsandi, samanbitnum jöxlum: „Rússland er dautt! Ræningjahópur?“ — Hástéttarskáld, — skýjaglópur.... Einn vafrar af vindum gripinn, vafinn í dökkan feld. — Hví ert þú súr á svipinn, séra félagi í kveld? Áður með ístruhnossi ægðir þú fólksins rýrð. Belgur með björtum krossi blikaði af helgidýrð. Astrakanskápu að iljum búin að annarri hvíslar náðug frúin: „0, hvað við grétum, grétum .... VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.