Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 50

Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 50
Timburmanns, bátsmanns ............ kr. 492.00 (áöur 344.40) Fullgilds háseta..................... — 440.00 ( — 308.00) Viðvanings (háseta) ............... ■— 286.00 ( — 200.20) Óvanings (háseta) ................... — 186.00 ( ■— 130.20) Kyndarar: Yfirkyndari.......................... — 550.00 ( |—• 385.00) Kyndarar ......................' ... — 520.00 ( — 364.00) Kolamokarar ......................... — 346.00 ( — 242.00) Smyrjarar............................ — 550.00 FæSispeningar .............. á dag — 3.75 ( — 3.00) Fyrir dýnur og mataráhöld pr. mán. — 30.00 ( ■— 21.00) A allt þetta kaup kemur full dýrtíðaruppbót. ■— Samið var um þrískiptar vaktir á skipum yfir 500 rúmlestir. Á minni skip- um niður í 100 rúmlestir, þar sem ekki þykir hægt að koma við þrem vöktum, skulu hásetar hafa kr. 20.00 pr. mán. auk dýr- tíðaruppbótar, sem aukaþóknun. Ahættuþóknun er nú kr. 480.00 á mán. í utanlandssiglingum. Sé skipið meira en einn mánuð hér við land lækkar áhættu- þóknun niður í kr. 360.00 pr. mán, eins og hún er í innanlands- siglingum.----Eftir 1. maí næsta ár lækkar áhættuþóknunin um helming, en hverfur að fullu 1. maí 1947. — Áhættuþóknun greiðist ekki með dýrtíðaruppbót. — Áhættuþóknun var áður kr. 80.00 á dag í utanlandssiglingum, en kr. 15.00 í innanlands- siglingum. ■ Skýring á 4. grein vegavinnusamningsins 16. nóv. s.l. var undirritað samkomulag milli Alþýðusam- bandsins og vegamálastjórnarinnar, svolátandi: Skýring á 4. grein samnings um kaup og kjör í vega- og brúagerð frá 28. apríl 1945 varðandi tilhögun kaffitíma: Þegar 48 stunda vinnuvika er unnin á 5 dögum skulu við- komandi verkamenn hafa jafnlangan kaffitíma samtals sem unnar væru 48 stundir á 6 dögum á umsömdum dagvinnutíma. Skýring þessi gildir frá og með deginum í dag. Rvík 16. nóv. 1945 Vegamálastjórinn F. h. Alþýðusamb. Islands Geir G. Zoega Jón Rafnsson (Sign) (Sign) F yrirmyndarlög Nauðsynlegt er að öll sambandsfélög, sem búa við svipuð skilyrði, samræmi sem bezt lög sín og starfshætti. -— I seinni tíð hefur talsvert verið gert að þessari nauðsynlegu samræm- ingu. — En enn þá eru lög einstakra félaga svo úrelt orðin, að ekki getur varisalaust talizt. Sambandsskrifstofan vill hér með áminna þau sambandsfélög, sem enn hafa eigi nýjað upp lög sín, að gera þegar í stað ráð- stafanir til þess. Til að auðvelda þeim þetta verk hefur sam- bandsstjórn samið eins konar fyrirmyndarlög, sem sambands- félög geta haft til hliðsjónar við endurskoðun laga sinna. -— Geta sambandsfélögin snúið sér í þessu efni til sambandsskrif- stofunnar hvenær sem er. UtbreiSsla Vinnunnar Þann 1. okt. s.l. sendi miðstjórn Alþýðusambandsins sam- bandsfélögunum bréf, þar sem þau voru hvött til starfa vel að útbreiðslu Vinnunnar og þeim sett fyrir ákveðið takmark í þessu efni, hverju fyrir sig. — Nokkur sambandsfélög hafa þegar tilkynnt sambandsskrifstofunni, að þau séu búin að ná sínu ákveðna marki og sum farið fram úr áætlun. •— Er þess vænzt að sem flest sambandsfélög fylgi dæmi þessara félaga og tilkynni sambandsskrifstofunni, hversu þeim gengur áskrif- endasöfnunin. Frjálst verkalýSssamband í Japan í byrjun þessa mánaðar komu 200 leiðtogar japanska verka- lýðsins saman í Tokio til að ræða stofnun verkalýðssambands, hins fyrsta frjálsa sambands í sögu japanska verkalýðsins. — Kosin var nefnd til að gera uppkast að lögum fyrir sambandið og kalla saman stofnþing. Yamazaki, einn af aðalhvatamönnum stofnunar sambandsins sagði við blaðamenn, að öruggt væri að sambandið yrði full- komlega lýðræðislegt, og að það myndi tafarlaust sækja um inn- göngu í Alþjóðasambandið. Árið 1933, þegar verkalýðshreyfing Japans var bönnuð, taldi hún 200.000 meðlimi, er skipulagðir voru í tveim samböndum. Opinberir starfsmenn voru í sambandi, er daglega var undir eftirliti ríkisstjórnarinnar. Á því ári og árunum næst þar á eftir gekk ríkisstjórnin algerlega milli bols og höfuðs á allri frjálsri verkalýðshreyfingu þar í landi, en stofnaði í þess stað gerfi- verkalýðsfélög, sem lagaleg skylda var fyrir alla verkamenn að vera meðlimir í og töldust þeir yfir 3.000.000. Þessi gerfi-félög létu sig engu skipta hag verkalýðsins, en hugsuðu um það eitt að auka afköstin í þágu hergagnaiðnaðarins. Með hernáminu hurfu þessi gerfifélög úr sögunni, en í þeirra stað rísa nú ört upp frjáls samtök verkalýðsins, sem nú eru að ganga til stofnunar landssamtaka. Líklegasti forseti þessa sambands er talinn Matsuoka, sá er stofnaði fyrstu samtök japanskra verksmiðjuverkamanna 1915. Vísitalan 1945 Oftsinnis berast skrifstofu sambandsins fyrirspurnir um hver vísitala framfærslukostnaðar hafi verið þennan og þennan mán- uð. Hér fer á eftir skrá yfir vísitöluna eins og hún hefur verið í hverjum mánuði þess árs sem nú er að líða, og er þá miðað við þá vísitölu, sem kaupið er reiknað eftir í þeim mánuði, en sú vísitala er reiknuð eftir framfærslukostnaði í byrjun næsta mán- aðar á undan: Janúar Júlí Febrúar 274 — Ágúst 275 — Marz 274 — September .... 275 — Apríl 274 — Október 278 — Maí 274 — Nóvember 285 — Júní 274 — Desember 284 Sambandsstjórnarfundur Dagana þrjá, 31. okt. til 2. nóv. s.l., stóð yfir í Reykjavík fundur í fullskipaðri sambandsstjórn Alþýðusambands íslands. Voru þar ýms merk mál rædd og afgreidd. — Verða ýmsar ályktanir þessa fundar birtar í þessu hefti og næstu heftum Vinnunnar og ræddar nánar í ritinu. Fundi sátu þessir menn: Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði, Stefán Ögmundsson, Reykjavík, Rjörn Bjamason, Reykjavík, Jón Rafnsson, Reykjavík, Sigurður Guðnason, Reykjavík, Jón Guðlaugsson, Reykjavík, Guðbrandur Guðjónsson, Reykjavík, Bjarni Erlendsson, Hafnarfirði, Þorsteinn Pétursson, Reykjavík, Jón Tímótheusson, Bolungarvík, Gunnar Jóhannsson, Siglufirði, Tryggvi Helgason, Akureyri, Inga Jóhannesdóttir, Seyðisfirði, Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað, Sigurður Stefánsson, Vest- mannaeyjum, Jóhann Sigmundsson, Sandgerði. Parísarþingið Þann 23. okt. s.l. komu til landsins þeir Björn Bjarnason ritari sambandsins og Stefán Ögmundsson varaforseti sambands- ins af stofnþingi Alþjóðasambands verkalýðsins. Mun þessa sögulega þings og ferðar þeirra félaga verða ýtar- lega getið í þessu hefti Vinnunnar. 274 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.