Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 21

Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 21
komið ofsarok og fylgdu því feiknarlegar hellidembur. Þótti þá auðsætt, að enginn hestur yrði okkur sendur í slíku veðri. Fórum við þá að telja um fyrir stúlkunni og reyna að fá hana ofan af brottfararáætlun sinni, en verða okkur heldur samferða næsta mánudag. En við þetta var ekki komandi. Sagðist hún verða að komast með einhverjum ráðum, hvað sem það kostaði, — hún hefði lofað að koma á þessum ákveðna degi, og það ætlaði hún sér að efna, — sagðist heldur fara gangandi þá um. kvöldið niður að Hítardal, ef enginn hestur kæmi, en verða af ferðinni. Að lokum varð það að ráði, að hún færi eldsnemma næsta morgun gangandi niður að Hítardal og reyndi að fá þar hest og fylgdarmann niður á veg. Kvöldvakan varð með daufara móti í þetta sinn. Við vorum eins og annars hugar vegna yfirvofandi skiln- aðarstundar. Samt var haldin svolítil skilnaðarveizlp með kaffi og pönnukökum. Um klukkan 12 skriðum við í svefnpokana. Náttúrlega höfðum við verið svo forsjál að hafa vekjaraklukku með í förina, — stilltum hana nú á 4. Veðrið hamaðist úti með látlausum ofsa og trölls- legum gný, eins og segir í vísunni: Úti vœla váleg ský, völlinn hœlar stappa, illa bæli blæs nú í, Björns Hítdœlakappa, Á tilsettum tíma glumdi klukkukvikindið. Eg seildist til hennar og þaggaði niður í henni. Síðan afpokaðist ég, klæddist og opnaði skáladyrnar. Oveðrinu var slot- að og komið sæmilegasta ferðaveður, þó var þykkt loft eins og fyrri daginn, en úrkomulítið. Nú var Friðrikka einnig komin á kreik og farin að huga að olíuvélinni og undirbúa kaffihitun. Rétt seinna reis Geir upp og klæddist, síðan Jón. Fleiri gáfu sig ekki fram í fylgd- arliðið. Hituðum við nú kaffið, smurðum brauð og sett- umst til borðs. Klukkan fimm var haldið af stað. Það var tæpast orðið fullbjart. Við gengum fremur greitt og miðaði vel áfram. Bar ekkert til tíðinda á leið okkar fyrr en við vorum komin langleiðina niður að hænum Hítardal. Þá verður allt í einu á vegi okkar fljót furðumikið, á þeim stað, þar sem við áttum ekki von á neinu vatnsfalli, samkvæmt fyrri reynslu. En þarna streymdi það nú áfram fyrir fótum okkar með talsverðum straumþunga. Hvernig stóð á þessu? Var hyskið í skálunum að gera okkur sjónhverfingar og villu með fjölkynngi og fordæðuskap? Því væri svo sem vel trúandi til þess, en ætli það liggi ekki heldur lágt í bælum sínum núna? Við þóttumst þó von bráðar finna á þessu eðlilega skýringu. Við minntumst þess, að þegar við fórum hér um í fyrra sinn, þá var þarna ofurlítil lækjarspræna, — svo lítil, að auðvelt var að stíga yfir hana. Síðan, og marga daga áður, hafði rignt nær látlaust, og hafði þessi mikla úrkoma gert árvöxtinn. Ekki vorum við strax ráðin í hvað til bragðs skyldi taka. Geir stakk upp á því, að við færum eitthvað niður með fljótinu og leituðum að betra vaði. Jón taldi hins vegar, að bezt væri að fara yfir ána þar sem við værum komin, sagði að sín reynsla væri sú, að vatnsföll stækk- uðu venjulega, því neðar sem drægi á leið þeirra til sjávar. Auk þess væri það ekki sæmandi mönnum, sem legið hefðu úti á fjöllum og lesið fornar hetjusögur, að hræðast ársprænu þessa. Við hin studdum Jón af alhug í þessari drengilegu afstöðu og varð Geir þá að láta í minni pokann. Því næst var farið úr sokkunum, stúlk- unni lyft upp á herðar bakarans og vaðið yfir ána. Gekk það slysalaust. Vatnið var rösklega í hné. Klukkan sjö gengum við í hlað í Hítardal. Fólk var þegar á fótum. Finnbogi tók erindi okkar hið bezta og fór einn sona hans strax að sækja hesta. Á meðan var okkur boðið í bæinn og setti húsfreyja fyrir okkur það bezta, sem við gátum kosið eftir gönguna: skyr og mjólk. Gerðum við skyrinu góð skil. Eftir nokkra stu.nd stóðu hestarnir tilbúnir á hlaðinu. Kvaddi Friðrikka okkur þá í skyndi og gekk út. Voru þá sumir enn að háma í sig skyrið sem ákaflegast. Rétt á eftir sjáum við hvar þau ríða úr hlaði, Friðrikka og bóndasonur. Held- ur þótti mér skrítinn svipur og augnaráð ferðafélaga minna, þegar þeir horfðu á eftir þeim þeysandi niður veginn. Nú var okkur boðið að skoða hið sögufræga um- hverfi og höfðum við unga stúlku. Kristínu Finnboga- dóttur, sem leiðsögumann. Þarna er marga merkilega hluti að sjá. I túninu eru nokkrir fornir minnisvarðar merkra manna, einnig geysimikil forn steinhella með áhöggnu latnesku lesmáli. Þar er einnig kvenhöfuð Hítarvatn VINNAN 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.