Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 40
A1 liýíluKaini»isiiei í§iand§
Framh. af hls. 99.
Hinn sameinaði verkalýður gerist nú í fyrsta skipti
brjóstfylking í sókn þjóðarinnar til fullkomins sjálf-
stæðis og styrkasti verjandi þess.
Þegar vér nú í dag lítum til baka og bregðum upp
fyrir sjónum vorum hinum .fáu, er fyrstir hófu merkið,
— og lítum svo í kringum oss nú, getum vér sannfærst
um að fórnir brautryðjendanna og dáðir hafa eigi verið
unnar fyrir gýg. Þegar vér nú í dag leggjum eyra við
röddum liðna tímans, greinum vér enn háttbundið fóta-
tak hinna 30 sjómanna á Skólavörustígnum fyrir 52
árum, — þetta fótatak frumherjanna verður að dyn
tugþúsundanna, sem í dag hafa um gjörvallt landið
slegizt í för með þeim, og fyrsta gönguljóðið: „Vei
þeim fólum, sem frelsi vort svíkja“, verður að gný
þjóðar, sem mun dæma að verðleikum hvern þann, er
svíkja vill eða selja frelsi hennar.
Þegar vér nú í kvöld lítum yfir 650 manna hópinn,
sem stóð að stofnun Alþýðusambands íslands, 12. marz
fyrir 30 árum og berum hann saman við þá rúma tvo
tugi þúsunda, sem nú eru skipulagðir innan þessa sam-
bands, getum vér um leið og vér heiðrum minningu
brautryðjendanna, sannfærst um, að hin fyrsta ganga
þeirra hafi góð verið og giftudrjúg, — og vér viljum
geta kallazt sannir arftakar þeirra.
En góðir sambandsfélagar, nær og fjær!
Það fylgir vandi þeirri vegsemd að vera arftaki góðra
manna og stórra málefna.
Gerum oss Ijóst, að skyldan við fortíðina er krafa
nútíðar og framtíðar um starf og baráttu.
Enn bíða óteljandi verkefni í hagsmunamálum al-
þýðunnar. Gerum oss ljóst, að þótt liðsafli vor hafi
meir en þrítugfaldazt á hinum liðnu 30 árum, hafa
verkefnin vaxið að sama skapi og krefjast af oss því
öflugri einingar. Höfum það hugfast nú, að án hinn-
ar vaxandi stéttareiningar íslenzkrar alþýðu á undan-
Þingvísa
ort í tilefni af því, að Bjarni á Reykjum strauk fjöður af kápu
einnar starfsstúlku Alþingis.
Mig hefur gæfan oftast elt
að öllum mínum leikjum.
Þó hef ég eina fjöður fellt
fyrir hann Bjarna á Reykjum.
Þingfrú.
förnum árum, væri nú í dag komið atvinnuleysi í
landi voru. Og veruni þess jafnvissir að án framhald-
andi stéttareiningar verkalýðsins innan Alþýðusam-
bands Islands verður nýsköpun atvinnuveganna ekki
knúin fram að settu marki, né vágesti atvinnuleysisins
bægt frá dyrum verkafólks.
Og síðast en ekki sízt: Fyrir sjálfstæði íslands getur
alþýðan engum trúað nema sjálfum sér. Þess vegna
verður verkalýður Islands, í bandalagi við annað vinn-
andi fólk, anda og handar, að efla sig til forustu í landi
sínu, jafnt út á við sem inn á við. — En svo verður
eigi nema hann standi trúlega vörð, jafnt inn á við sem
út á við, gegn hverjum þeim, sem rjúfa vill einingu
hans.
Góðir sambandsfélagar, nær og fjær!
Enn eru tímamót í sögu þjóðarinnar, — enn eru ris-
mál í lífi verkalýðsins, sem krefjast öflugri og vökulli
stéttareiningar hans en áður. — Hinn lifandi veruleiki
þessarar einingar er og á að vera Alþýðusamband Is-
lands.
1 dag kallar sagan oss til ábyrgðar fyrir því, að
svo megi verða á komandi tímum.
Frá verkalýðsfélögnm
Framh. af bls. 101.
báta sína, sem kunnugt er, í ofviðrinu snemma í vetur.
Tvö frystihús eru á staðnum og skortir þau tilfinnanlega
hráefni meðan bátarnir eru svo fáir.
Verkalýðsfélag Skagastrandar var stofnað árið 1933
fyrir forgöngu Erlings Ellingsen verkfræðings. Hefur
félagið unnið að hækkun kaups og öðrum kjarabótum
verkafólks, eftir því sem föng hafa verið á hverju sinni.
Oft hefur félagið orðið að sætta sig við lágt kaupgjald.
En nú er á þessu orðin mikil breyting til batnaðar og
hefur nýbyggingin á staðnum einnig á því sviði orðið
fólkinu lyftistöng. Félagið hefur nýlega gert kaupsamn-
ing við atvinnurekendur og fékk með honum ein beztu
kjör, sem gilda í sambærilegum kauptúnum á Norður-
landi.
Vöntun á samkomuhúsi hefur háð öllu félagsstarfi á
Skagaströnd og hefur það einnig komið niður á verka-
lýðsfélaginu. Nú hefur verkalýðsfélagið og hreppurinn
keypt sameiginlega stóran hermannaskála, flutt hann frá
Blönduósi til Skagastrandar og reist hann þar að nýju
og er hann samkomuhús kauptúnsins. Hefur með þessu
fengizt ágæt bráðabirgðalausn á þessu vandamáli.
Formaður verkalýðsfélagsins er Pálmi Sigurðsson,
ungur og áhugasamur verkamaður, sem hefur fullan
hug á eflingu félagsstarfsins á komandi árum.
104
VINNAN