Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 52

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 52
BÆKUR OG HÖFUNDAR V___________________J EFTIRLEGUKINDUR Svo sem getið var í síðasta tölublaði Vinnunnar, urðu nokkrar bækur, sem tímaritinu höfðu þá þegar borizt, að bíða umsagnar vegna þess, að þeim, sem hefur þessa bókaopnu á samvizkunni, hafði ekki unnizt tóm til að lesa þær svo, að hann treysti sér til að geta þeirra. En nú er ekki hægt að hlaupa í skálkaskjól tímaleysisins lengur, og verður því þessara bóka minnzt hér fáeinum orðum, eftir því sem rúm leyf- ir, en það er svo takmarkað, að enginn má búast við tæmandi gagnrýni á hverri bók, enda er megintilgangur þessa tímarits ann- ar en sá að fjalla um bókmenntir, þó að hins vegar megi tæplega vanzalaust teljast, að láta svo mikils verðan þátt þjóðlífsins, sem íslenzk bókaútgáfa er nú orðin, með öllu fram hjá sér fara. Sigurður Nordal: UP PSTIGNING Sjónleikur í fjórurn þáttum Helgafell . Reykjavík . 1946 Með þessum sjónleik hefur helzti bók- menntafrömuður okkar, Sigurður prófess- or Nordal, sýnt, að hann er fær í flestum listgreinum ritaðs máls. Því að þótt íslenzk bókmenntasaga hafi verið meginviðfangs- efni hans um ævina, hefur hann ritað smá- sögur, ort ljóð í bundnu og óbundnu máli, og nú síðast samið ofannefnt leikrit, sem hér verður minnzt lítils háttar. Það mun vera drengilegast að kannast við það strax, að við fyrsta lestur þessa leikrits varð ég fyrir dálitlum vonbrigðum. Mér fundust tilsvörin ekki nógu vei ydd, sumar persónurnar ekki sérlega geðfelldar eða stórbrotnar og gerð leikritsins fremur losaraleg. Ef til vill hefur þar einhverju ráðið, að höfundur lætur þess getið í eftir- mála sjónleiksins, að hann hafi skrifað hann á mjög skömmum tíma, aðeins sex vikum, en ég er fyrir fram tortrygginn gagnvart hraðsömdum skáldritum, svo og hitt, að ég á erfiðara með að fyrirgefa Nordal það en flestum rithöfundum öðrum að láta miðlungsrit frá sér fara, þótt hann hins vegar hafi efni á því, svo margt og merkilegt sem eftir hann liggur. En við nánari yfirvegun læddist að mér sá lymski grunur, að sökin væri mín, en ekki höfundarins. Mér þótti sennilegra, að ég hefði ekki lesið leikritið með nógu ró- legri íhugun, heldur en hitt, að Nordal hefði farið að kasta höndunum til samn- ingar sjónleiks. Og við annan lestur komst ég að annarri niðurstöðu. Það, sem mér höfðu áður fundizt fremur óhrjáleg tilsvör, var aðeins sú sjálfsagða viðleitni höfund- arins að færa bókmálið nær talmáli, sem færi vel í munni leikenda á sviði, gerð leik- ritsins hafði mér þótt fremur sundurlaus einungis vegna þess, að hún kom mér á óvænt, og um persónurnar er það að segja fyrst og fremst, að í rauninni eru engar persónur hvorki geðfelldar né ógeðfelldar. Allar persónur eru „interessant", ef við aðeins kunnum að skyggna þær, eins og Grímseyingar eggin á vorin. Og þá reynir á, hversu skörp sálarsjón okkar er. Allir viljum við vera stórir kallar —• og kellingar — afsakið, frúr vildi ég sagt hafa — bæði í lífi og listum. En ef einhverjum dettur sú stórmennska í hug að reyna að „stíga upp til himna“, koma hinir, sem eru ívið jarðbundnari, og hengja lóð við fætur hans. Og ef ég skil sjónleikinn Uppstigning rétt, mun meginviðfangsefni höfundarins vera það, að sýna hversu einstaklingurinn sé lítils megnugur gagnvart umhverfi sínu. Og þó að hann reyni að gera uppreisn gegn þessu umhverfi, fer svo að lokum, að hann bíður lægra hlut, verður að feta eftir snúru hefðbundinnar venju, og kröfur borgara- legs skipulags stýra göngulagi hans. Per- sónurnar eru mannlegar í breyskleika sín- um og veikleika, og þó að efni leikritsins sé ef til vill ekki nýtt af nálinni, er með það farið á sérstæðan og persónulegan hátt. Sigfús Sigfússon: ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR VI. og VII. bindi Víkingsútgáfan 1945 Sjötta og sjöunda bindi af hinu merka Þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar eru nýlega komin í bókabúðir, og hefur Vík- ingsútgáfan tekið við útgáfunni. í sjötta bindinu eru sagnir um láðs- og lagardýr, jurtir, loftsteikn og fleira. En í sjöunda bindinu eru ýmis konar kreddu- sagnir. Undir þær heyra árstíða- og forlaga- boð og víti og vitni. Þá er sagnahópur, sem nefnist venjur og viðsjár, en undir hann heyra helgivenjur, glaðningarvenjur, skemmtivenjur og verknaðarvenjur. Síðasti sagnahópur sjöunda heftis nefnist Kuklara- kreddur og er honum skipt í þrjá kafla, sem heita: Sá eðlilegi galdur, Lækningar og Galdrastafir og notkun þeirra. Sigfús heitinn Sigfússon var hinn furðu- legasti afkastamaður um söfnun þjóðsagna og ritun þeirra og lét eftir sig fim af hand- ritum um slík efni. Frásagnarháttur hans er sérkennilegur og orðfæri víða mergjað. Er því vel farið, að þessi þjóðlegi fróðleik- ur skuli nú smám saman vera að koma fyrir almennings sjónir. Ljósprentuð útgáfa á kvæðum Bjarna Thorarensens Bókfellsútgáfan h.f. hefur nýlega gefið út ljósprentaða útgáfu á kvæðum Bjarna Thórarensens, og er ljósprentunin gerð eft- ir útgáfu Hins íslenzka bókmenntafélags, sem prentuð var árið 1847 hjá S. L. Möller í Kaupmannahöfn. Ljósprentunin er gerð í Lithoprent. Enda þótt þarna muni ekki vera saman komin öll kvæði Bjarna amtmanns, er eng- inn vafi á, að mörgum mun þykja gaman að eiga þessa ljósprentuðu útgáfu, enda er hún mjög snyrtileg og smekkleg. Um kvæð- in sjálf er auðvitað óþarfi að fjölyrða. Mary Bell: LÍTIL BÓK UM LISTAVERK Bjarni Guðmundsson íslenzkaði Bókfellsútgáfan h.f. 1945 I þessari bók er getið helztu snillinga málaralistarinnar frá dögum ítalska málar- ans Fra Angelicos til franska snillingsins Maurice Utrillo, sem er enn á lífi, og birt ljósmynd af einu málverki eftir hvern þeirra. Bókin er aðeins rúmar sextán blað- síður að stærð, í litlu broti, svo að auðsætt er, að ekki er unnt að gera hverjum lista- manni mikil skil í svo fáum orðum. Hins vegar mun tilgangur höfundarins með þess- ari bók vera sá, að reyna að vekja áhuga 116 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.