Vinnan - 01.05.1946, Page 22
höggvið í jarðfastan stein í túninu. Segja sumir að þetta
sé Hít tröllkona, sú sem byggði dalinn til forna, aðrir
að þetta muni vera mynd af Maríu mey. Ekki gátum við
úr því skorið, hvort sannara væri. Þá skoðuðum við
Nafnaklett, þar sem hundruð manna eða jafnvel þús-
undir, hafa skorið nöfn sín í mjúkan sandsteininn. Loks
eru þarna nokkrir merkilegir hellar og sögufrægir, eins
og Sönghellir og Hundahellir. I Bárðar sögu Snæfells-
áss er frá því sagt, að Hít tröllkona efndi til veizlu mik-
illar í Hundahelli og bauð til sín mörgu stórmenni og
trölli, þar á meðal Bárði sjálfum. Veizlan endaði að
sjálfsögðu með stórkostlegu hnútukasti, eins og títt var
í slíkum samkvæmum á þeim dögum. En annaðhvort
hafa tröllin í þá daga ekki verið sérlega stórvaxin á
nútímamælikvarða, eða hellirinn hefur fyllzt mjög upp
eða sigið, því ekki er nú hægt að vera þar inni nema
liggjandi á hnjám eða sitjandi, og erfitt væri nú að iðka
þar hnútukast.
í Sönghelli komum við einnig, en sungum þar ekki,
eins og þó kvað vera venja að gera, enda lá forsöngv-
arinn í poka sínum heima í Hítarvatnsskála. Hunda-
hellir er rétt við túngarðinn, á jafnsléttu, en Sönghellir
í felli fyrir ofan bæinn.
Eftir þessa fróðlegu og skemmtilegu kynnisför í ná-
grenni bæjarins var okkur enn á ný boðið í bæinn og
nú til kaffidrykkju. Sátum við þar lengi í góðu yfir-
læti og ræddum við heimamenn. Um klukkan 11 lögð-
um við af stað heim í skála.
Það var byrjað að létta í lofti og komið prýðilegasta
veður. Nú fannst okkur hraunið öllu vingjarnlegra en í
hrakviðrinu á sunnudaginn eða í rigningarsúldinni í
lj ósaskiptunum um morguninn. Við fórum hægt yfir,
stundum hver í sínu lagi, stöldruðum við í lautum og
átum ber, stóðum uppi á hraunhólum og dáðumst að
margbreytileik landslagsins, sáum hverskyns sýnir og
myndir í hrauninu, bæði manna og dýra.
Hátt upp í Hítardalnum
í hreinni sauðvestanátt,
er gaman að ganga um hraunið,
við guð og menn í sátt.
Að hallmœla þessu hrauni
er hreinasta skömm og synd,
þar sér maður undrasýnir,
•— þar sá ég Leníns mynd.
JÓN JÓH ANNESSON:
Vestrænt
lýðræöi
1946
Vindar á vori ungu
viSra sín írjálsu lönd;
boðskap á buskmanns tungu
bera þeir minni strönd.
Veila þeir værum svala
vestan um höfin sín:
Bí, bí og bululala,
bergmálar þjóðin mín.
V._________________________________>
leg í þetta sinn. Þarna sat hann við ána, hallaði sér upp
að grasigrónum, bröttum bakkanum, með stöngina
hreyfingarlausa niðri í vatninu, horfði hátt og kvað við
raust:
Þegar við komum heim á grundirnar fyrir framan
Hólminn, var farið að sjá til sólar og komið norðanfar
á skýin, — suðvestanáttin sennilega á förum og betri
tímar framundan. Þorsteinn og Ásta komu á móti okk-
ur niður völlinn, en Hallgrímur var niður við á að
veiða. En heldur þótti okkur veiðimennska hans skringi-
Leiðrétting:
I ferðasögukaflanum í síðasta hefti hefur þessi prentvilla
orðið í 2. línu síðustu vísunnar: lötrar sig þjökuð drótt, á að
vera: látrar sig þjökuð drótt. Einnig hefur fallið niður orð á
bls. 53, fremra dálki, neðarlega: Hítardalur er efsti bær í Mýra-
sýslu, á að vera: Hítardalur er efsti bær í vestanverðri Mýra-
sýslu.
86
VINNAN