Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Page 53

Vinnan - 01.05.1946, Page 53
alþýðu manna á hinni göfugu list, málara- listinni, og fá fólk til að afla sér meiri þekkingar á henni og sögu hennar. Væri ekki vanþörf á að fá fleiri og stærri rit á íslenzku um þetta efni, skreytt myndum af málverkum eftir frægustu málara heimsins. Fritz Kahn: BÓKIN UM MANNINN Ritstjóri: dr. med. Gunnlaugur Claessen. Helgafell . Reykjavík . 1946 Það var sannarlega mál til komið, að þjóðin, sem hefur í þúsund ár látið sér nægja að sitja „við sögur og ljóð“ skyldi loks fá færi á að skyggnast ofurlítið inn í töfraheima hinna náttúrufræðilegu vísinda. Arið sem leið gaf Mál og menning út hina ágætu bók Undur veraldar, safn ritgerða um náttúrufræðileg efni, eftir ýmsa fræg- ustu vísindamenn heimsins. Eitt af undrum veraldarinnar er maðurinn sjálfur, og um hann er nú komin út, á forlagi Helgafells, stór bók — nær níu hundruð blaðsíður í stóru broti — með fjölda skýringarmynda. Bókin um manninn er eftir þýzkan lækni, dr. Fritz Kahn, og kom út í Zúrich árið 1939. Er henni skipt í tíu þætti og hverjum þætti í marga kafla. Þættirnir heita: Frum- urnar, Beinagrindin, Vöðvarnir, Hringrás blóðsins, Öndunin, Meltingin, Næringar- fræði, Taugakerfið, Húðin og skynfærin og Kynferðislífið. Þess þarf naumast að geta, að þetta er langýtarlegasta rit um manninn, líffæri hans og starfsemi þeirra, sem komið hefur út á íslenzku. Ritstjóri þess er dr. med. Gunnlaugur Claessen, en þýðendur eru, auk ritstjórans, þeir prófessorarnir Guð- mundur Hannesson og Júlíus Sigurjónsson, og læknarnir Kristín Ólafsdóttir, Ólafur Geirsson og Theodór Skúlason. Það lætur að líkum, að ekki mun hafa verið auðvelt að snara þessari bók, svo fá- tæk sem íslenzkan er að orðum yfir erlend vísindaheiti, jafnt í þessari fræðigrein sem öðrum. Þess skal til gamans getið, að und- irritaður þurfti einu sinni, í sambandi við bók, sem hann var að þýða, að fá heppi- lega þýðingu á latneska sjúkdómsheitinu phantom tumor, sem er dálítið óviðkunn- anlegur, en þó ekki lífshættulegur kvilli, einkum algengur meðal móðursjúkra kvenna, en getur einnig stungið sér niður meðal karlmanna, og þá helzt mjög and- ríkra snillinga, og er okkur Islendingum í fersku minni átakanlegt dæmi um eitt slíkt tilfelli hér í höfuðstaðnum (nú að fullu læknað 1. s. G.). Það tók vikutíma að grúska uppi viðhlítandi þýðingu og dugði engin aðstoð lifandi lækna. Þá var leitað á vit framliðinna lækna, og þar fékkst þýð- ingin — ekki samt fyrir milligöngu Frið- riks huldulæknis — heldur í ritgerð eftir Guðmund heitinn Björnsson landlækni. Sá hafði nú ekki verið í vandræðum með phantom tumor. Þar stóð, stutt og laggott, ímynduð barnsþykkt. Svo vill til, að í íslenzkri læknastétt eru, og hafa verið, til ágætlega ritfærir og mál- hagir menn. Og hvort sem ritleikni lækn- anna er sprottin af því, að þeir þurfa alltaf að vera með pennann á lofti að skrifa lyf- seðla upp á mixtúrur, pillur, plástra, töflur, smyrsl og balsam handa sjúkdómssliguðum patientum, sem aldrei eiga að taka á heil- um sér, ef þeim þykir verulega vænt um lækninn sinn — eða orsökin er einhver önnur, þá er það staðreynd, að Bókin um manninn er afburðavel þýdd. Málblærinn er mjög íslenzkulegur, og þar er fjöldi ný- yrða, sem láta svo lítið yfir sér, að þess verður tæpast vart, að þau séu nýyrði. Nauturinn að þeim flestum mun vera Guð- mundur prófessor Hannesson. Hér skulu nefnd fáein dæmi um málhag- leik og orðfimi þýðandanna. Augnsjúkdómur nokkur, xeropthalmía, sem stafar af A-vítamínskorti og lýsir sér á þann hátt, að sár detta á sjáaldrið og það verður þurrt og krímótt á að sjá, heitir á máli þýðendanna augnkríma. Frumur, sem eru bráðnauðsynlegar til viðhalds lífinu á jörðunni og voru áður kallaðar hinu ó- skáldlega nafni eggfrumur, heita í þessari bók ólíkt viðhafnarmeira nafni: brúðfrum- ur. Sjálfurlífselixírinn í sólvana skammdegi norðurhjarans, vitaminin, öðlast í meðferð þýðendanna hið hressilega nafn fjörvi. Og verði menn veikir af því, að hörgull sé á vitaminum í líkamanum, heita þeir kvillar hörgulsjúkdómar. Hinir meinslungnu vir- usar fá að gjalda lævísi sinnar í nafngift- inni og heita huldusýklar. Hið kauðalega orð útfjólublár verður í meðferð þýðend- anna ofur-blátt-áfram ofblár. Þá hafa hinir smekkvísu og fjölfróðu þýðendur grafið upp úr Heimskringlu ágætt orð yfir hin hryllilegu sjolck. Sjóorusta er í vændum. Annar herinn liggur í launsátri inni á firði, en hinn kemur fyrir nes, sér óvinina og verður næsta bilt við. Ekki kunni Snorri við að láta blessaða sjóliðana fá taugaáfall, heldur segir hann: „Þá varð lost mikið ...“ Hana nú, þið, sem eigið ef til vill eftir að fá þessa yfirþyrmingu, munið þá, að það heitir hvorki sjokk né taugaáfall, heldur lost. Hin gagnmerka stillitaug hjartans, nervus vagus, sem var í gamla daga köllað hinu óviðurkvæmilega nafni flakktaug, hef- ur nú öðlazt sér miklu samboðnara nafn, sem minnir á glæsilega hetju úr fornöld, víðfórla taugin. Loks hefur krankleiki, sem hinn bölvísi virus heimsstyrjaldarinnar læddi inn í marghrjáðan þjóðfélagslíkam- ann, ekki farið fram hjá glöggum læknis- augum þýðendanna, því að hlutfallið milli lengdar og breiddar hauskúpunnar, index cephalicus, heitir á máli þeirra vísitala höfuðsins. I stuttu máli: stórfróðleg bók, stórmynd- arlega gefin út, stórvel þýdd. ÞRJÁR NÝJAR BÆKUR fró Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Nýlega hefur Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins sent Þrjár nýjar bækur til áskrifenda sinna. Fyrst skal nefna fræðiritið Heiðinn sið- ur á Islandi, eftir Ólaf Briem norrænu- fræðing. Bókin er nær tvö hundruð blað- síður í skírnisbroti, og er þar saman kom- inn mikill fróðleikur um þann þátt nor- rænnar fræði, sem höfundurinn hefur valið sér að viðfangsefni. Ritinu er skipt í fimm meginkafla, sem heita: Goðin, Landvættir, Dauðir menn, Hof og blót og Örlög heiðninnar. Fjöldi mynda er í bókinni. Heiðinn siður á Islandi er vel skrifuð og skipulega samin bók. Þá er Egils saga í útgáfu Guðna Jóns- sonar. Er það önnur bókin í Islendinga- sagnaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins. Fyrsta bókin var Njáls saga, sem Magnús Finnbogason bjó til prentunar. Þessi útgáfa af Egils sögu er hin vandað- asta að búningi, og ritar Guðni Jónsson formála að henni. Þriðja bókin frá Menningarsjóði er fjórða bindi íslenzkra úrvalsrita, og eru það ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar í útgáfu Jónasar Jónssonar. Aður hafði kom- ið út úrval úr Ijóðum og sögum Jónasar Hallgrímssonar, í útgáfu Jónasar Jónsson- ar, úrval úr ljóðum Hjálmars Jónssonar frá Bólu, í útgáfu Jónasar Jónssonar, og úrval úr ljóðum Hannesar Hafstein, í útgáfu Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Útgefandinn skrifar all-langan formála að ljóðaúrvali Matthíasar. Eru í þessu safni allmörg kvæði, sem ekki verður um deilt að séu meðal beztu ljóða þjóðskálds- ins, en fullmikið rúm þykir mér skipa þýddu kvæðin, móts við hin frumortu. Hæpið er að taka í slíkt úrval sem þetta kvæði úr Skuggasveini, svo sem vísurnar Hjarta, hví slærðu svo hart -— þegar völ er á öðru betra, enn fremur rímuna úr Grettisljóðum um viðureign Grettis og ber- serkjanna. í henni er lítill skáldskapur og enn minni list. K. í. VIN N A N 117

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.