Vinnan - 01.05.1946, Side 31
Frumvarp
Sigurðar Guðnasonar
um orlofsheimili verkalýðsíéIaga
Sigurður Guðnason alþingismaður, formaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, hefur nýlega
lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um orlofsheimili
verkalýðsfélaga.
Hér er urn lagafrumvarp að ræða, sem allur verka-
lýður landsins ætti að veita athygli og láta sig miklu
skipta, hver afdrif þess verða. Eins og segir í greinar-
gerð frumvarpsins er hér um stórmikið menningarmál
að ræða, — „að hjálpa því fólki, sem vinnur einhæfa
vinnu svo að segja árið um kring, til að nota frítíma
sinn þannig, að hann geti orðið því til sem mestrar and-
legrar og líkamlegrar hressingar.“
011 rök og sanngirni mæla með því, að hið opinbera
veiti verkalýðsfélögum landsins fjárhagslega aðstoð við
að koma á fót hvíldar- og menningarheimilum, slíkum
sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, þar sem erfiðis-
fólki bæjanna er gert kleift að njóta hvíldar og hress-
ingar í skauti íslenzkrar sumarnáttúru, í orlofstíma
sínum.
Verkalýðsfélögin ættu að taka þetta mál íil athugunar
og umræðu á fundum sínum og senda Alþingi áskoranir
um að samþykkja frumvarpið.
Frumvarpið með greinargerð fer hér á eftir:
1. gr. Þau verkalýðsfélög, sem samþykkja að koma
upp orlofsheimilum fyrir félagsmenn sína, skulu njóta
þeirrar aðstoðar ríkissjóðs, er um getur í lögum þess-
um, enda uppfylli þau skilyrði laganna og þeirra reglu-
gerða, er settar kunna að verða samkvæmt þeim.
2. gr. Ríkissjóður skal árlega leggja fram 250000
kr. sem óendurkræfan styrk til byggingar orlofsheim-
ila. Alþýðusamband Islands skal ákveða, hvaða félög
njóti styrks í hvert skipti.
Þó skal styrkur til hvers einstaks heimilis aldrei nema
hærri upphæð en 25% stofnkostnaðar. Til stofnkostn-
aðar telst allur nauðsynlegur húsbúnaður.
3. gr. Nú ákveður verkalýðsfélag að byggja orlofs-
heimili samkvæmt lögum þessum, og skal það þá senda
Alþýðusambandi íslands uppdrátt af heimilinu ásamt
kostnaðaráætlun. Að fengnum meðmælum Alþýðusam-
bandsins skal ríkissjóður greiða styrk til byggingarinn-
ar samkvæmt 2. gr. Jafnframt skal ríkisstjórnin fyrir
hönd ríkissjóðs ábyrgjast lán, sem viðkomandi verka-
lýðsfélag tekur vegna byggingar orlofsheimilisins, allt
að 50% stofnkostnaðar.
Þó skal samanlögð lánsupphæð, sem ríkissjóður
ábyrgist, ekki vera hærri en 500.000 kr. á ári.
4. gr. Orlofsheimili, sem byggð eru samkvæmt lög-
um þessum, eru eign viðkomandi verkalýðsfélaga. Skulu
þau annast stjórn heimilanna og rekstur allan, þar með
talið viðhald húsa og húsgagna.
5. gr. Nánari fyrirmæli um gerð orlofsheimila og
annað, er rekstur þeirra varðar, skulu sett í reglugerð,
er stjórn Alþýðusambands íslands setur að fengnum
tillögum byggingarfróðs manns og birt skal í B-deild
Stj órnartíðinda.
6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
GREINARGERÐ
A síðari árum hefur það mjög farið í vöxt, að bæjar-
búar vilji nota þann frítíma, er þeir hafa frá störfum
sínum, til að ferðast um sveitir landsins og dvelja um
nokkurra daga skeið á heppilegum stöðum sér til hvíld-
ar og hressingar. En skortur á viðeigandi gisti- og
dvalarheimilum hefur rnjög hindrað slík ferðalög alls
þorra þess fólks, sem annars hefði viljað nota frítíma
sinn á þennan hátt.
Heimavistarskólar sveitanna eru því nær einu stofn-
anirnar, sem hægt hefur verið að nota í þessum til-
gangi, enda hefur aðsókn að þeim verið miklu meiri
en móttökugeta.
Með gildistöku orlofslaganna 1943 jókst þörfin fyrir
slík heimili um allan helming, þar sem ákveðið er, að
hver verkamaður skuli hafa 12 daga orlof á ári. Það má
segja, að nokkuð skipti í tvö horn um það, hvernig
orlofshafar vilja nota þennan frítíma. Margt af hinu
yngra fólki vill ferðast um landið án þess að hafa lang-
VINNAN
95