Vinnan - 01.05.1946, Page 75
„Þó Þjóðviljinn sé ekki alltaj prent-
villulaus og margt megi að honum
finna, þá er hann þó ef til vill bezta
eignin í hverju smáu húsi á landinu.
Þetta virðist ekki trúlegt í fyrstu, en
þegar við gœtum að, sjáum við fljótt,
að fá vopn voru sterkari en hann í
þeirri baráttu, sem háð hejur ver-
ið til þess að bæta gengi vinnandi
manna á íslandi. Alltaf stóð hann
fremstur, þegar barizt var um líf og
afkomu launþiggjandi verkamanna,
vissulega gat honum skjátlazt í
mörgu átriði, en stefnan var alltaf
rétt af því takmarkið var að hefja
alþýðuna í landinu til betra lífs, veg-
samlegri kjara. Sumu fékkst fram-
gegnt, öðru varð afstýrt af því Þjóðviljinn gekk fram fyrir skjöldu. Hvenœr sem átti
að svipta alþýðuna einhverjum góðum hlut, var Þjóðviljanum að mæta. Og hvenœr
sem alþýðan var þess umkomin á einhverjum stað að hefja baráttu fyrir öflun góðs
hlutar, var Þjóðviljinn sterkasta vopnið í höndum hennar. Ekkert er jafnauðvelt og
benda á galla hans, en aldrei í nokkurt skipti brást hann í máli, sem varðaði velferð
alþýðunnar og eflingu verkalýðsstéltarinnar.“
ALÞÝÐIIHEMM!
Gcrizt áskrifcndur Þjóðviljans með því a'ð skrifa eða hringja
til afgrciðslunnar, Skólavörðustíg 19, Reykjavík, sími 2184.
Verðið er 8 kr. á mánuði.
Halldor
Kiljan
Laxncss
ritar:
ÞJÓ9VIU1NN
blað
íslenzhrar
alþý&u
VINNAN