Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Page 54

Vinnan - 01.05.1946, Page 54
t SAMBANDS- tíðindi V.______________________________________________y Nýr kjarasamningur í Bolungavík Þann 1. apríl s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Bolungavíkur og atvinnurekenda. Samkvæmt samningnum hækkaði kaup verkamanna í almennri dagvinnu úr kr. 2.10 í kr. 2.45. Skipavinnukaup hækkaði úr kr. 2.40 í kr. 2.69 og skipavinnukaup við kol og sement hækkaði úr kr. 2.75 í kr. 3.00 á klst. Kaup verkakvenna hækkaði úr kr. 1.50 í kr. 1.75 á klst. Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. VerkalýSsfélagið Baldur á ísafirði 30 ára Verkalýðsfélagið Baldur á Isafirði átti 30 ára afmæli 1. apríl s.l. Félagið minntist afmælisins með samsæti í Alþýðuhúsinu á ísafirði um kvöldið. Var þar margt til skemmtunar. í tilefni afmælisins var Halldór Olafsson, sem verið hefur gjaldkeri fé- lagsins í 21 ár og var einnig einn aðalhvatamaður að stofnun þess, kjörinn heiðursfélagi. Félagið gaf út afmælisrit 48 blað- síður að stærð og myndum skreytt. Nýr taxti Þvottakvennafélagsins Freyju Þann 1. apríl s.l. samþykkti Þvottakvennafélagið Freyja nýjan kauptaxta fyrir meðlimi sína. Samkvæmt hinum nýja taxta hækkar grunnkaup þvottakvenna í dagvinnu úr kr. 1.70 í kr. 1.77 á klukkustund. Eftirvinna (frá kl. 5—8 e. h.) greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dag- vinnukaup. Um kaffi- og matmálstíma fer eftir reglum um al- menna verkamannavinnu. Taxtinn gildir til 1. janúar 1947. Langferðataxti vörubílstjóra á Suðurlandi Þann 3. apríl s.l. auglýstu vörubílstjórafélögin á Suðurlandi sameiginlegan langferðataxta. Samkvæmt taxtanum greiðist kr. 1.60 fyrir ekinn km. með flutning aðra leið að 2500 kg. og kr. 1.92 sé hlassið 3000 kg. Ef flutningur er báðar leiðir bætast 50% við. Aðalfundur Félags garðyrkjumanna Félag garðyrkjumanna hélt aðalfund sinn 31. marz s.l. I stjórn félagsins voru kosnir þessir menn: Sigurður Elíasson formaður, Hafliði Jónsson ritari, Agnar Gunnlaugsson gjaldkeri, Jóel K. Jóelsson og Bjarnhéðinn Hallgrímsson meðstjórnendur. Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags Hið íslenzka prentarafélag hélt aðalfund sinn 31. marz sJ. A fundinum voru tilkynnt úrslit stjórnarkosningar, er fram hafði farið fyrir fundinn eins og að venju. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Magnús Ástmarsson formaður, Árni Guðlaugsson ritari, Meyvant O. Hallgrímsson gjaldkeri, Gestur Pálsson og Pétur Stefánsson meðstjórnendur. Helgi Hóseasson var endur- kosinn ritstjóri Prentarans. Nýr kjarasamningur á Hólmavík Hinn 1. apríl s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Hólmavíkur og atvinnurekenda þar. Tímakaup karla í almennri dagvinnu hefur hækkað úr kr. 2.00 í kr. 2.30. Tímakaup kvenna og unglinga hefur hækkað úr kr. 1.50 í kr. 1.73. Eftirvinna er greidd með 50% álagi, en nætur- og helgi- dagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Nýr kjarasamningur á Skagaströnd Nýlega var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðs- félags Skagastrandar og atvinnurekenda þar á staðnum. Samkvæmt þessum samningi hækkar grunnkaup karla í al- mennri vinnu úr kr. 2.00 til 2.20 á klst. í kr. 2.35. Skipavinna hækkar úr kr. 2.60 í kr. 2.75, nema sementsvinna, hún hækkar í kr. 2.90. Einnig var samið um fagvinnutaxta fyrir verkamenn, og greiðist kr. 2.90 fyrir þá vinnu. Kaup verkakvenna hækkaði úr kr. 1.44 í kr. 1.60 á klst. Mikil hækkun varð á eftir- og nætur- vinnutaxta, þannig að á allt kaup í eftirvinnu kemur nú 50% álag og 100% álag á nætur- og helgidagavinnu. Áður voru þeir liðir aðeins 15% og 50%. Nýr kjarasamningur á Blönduósi Nýlega var undirritaður kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga, Blöndnósi og vinnuveitenda. — Samkvæmt þessum nýja samningi hækkar grunnkaup verkamanna í al- mennri vinnu úr kr. 2.10 í kr. 2.30 á klst. Skipavinnukaup hækk- ar úr 2.45 í kr. 2.55 á klst. Kaup í sementsvinnu og við uppskip- un á sementi hækkar úr kr. 2.45 í kr. 2.80. Á allt kaup kemur 50% álag í eftirvinnu og 100% álag í nætur- og helgidagavinnu. Þar hefur sú breyting orðið, að í skipavinnu voru þessir liðir aðeins 35% og 70%. Samningurinn gengur í gildi 18. apríl n.k. Nýr kjarasamningur matsveina- og veitingaþjóna Þann 22. marz voru undirritaðir kjarasamningar milli Mat- sveina- og veitingaþjónafélags íslands annars vegar og Skipa- útgerðar ríkisins og Eimskipafélags Islands hins vegar. Samkvæmt þessum samningum er nú mánaðargrunnkaup eftir- taldra starfsmanna á skipum Eimskipafélagsins og Skipaútgerð- arinnar sem hér segir: a) Yfirmatsveinar á Brúarfossi, Esju og Súðinni kr. 775.00 (áður kr. 542.50), en á Lagarfossi kr. 544.00 (áður 380.80). b) ASstoSarmatsveinar á Brúarfossi, Selfossi, Lagarfossi, Fjall- fossi, Esju og Súðinni kr. 300.00 (áður kr. 210.00). c) Bármenn á Brúarfossi, Esju og Súðinni kr. 550.00 (áður kr. 385.00). Á Lagarfossi kr. 400.00 (áður kr. 280.00). Veitingaþjónar á fyrsta farrými fá kr. 120.00 í kaup á mánuði yfir vetrarmánuðina okt.—marz, að báðum meðtöldum, en kr. 100.00 á mánuði hinn tíma ársins. Vinnutími matsveina og búrmanna sé 9 stundir samanlagt á dag. Áður var ekkert ákvæði um takmörkun vinnudagsins. Yfirvinna yfirmatsveina og búrmanna greiðist með kr. 1.84 fyrir hverja byrjaða % klukkustund, en aðstoðarmatsveina kr. 1.58. Áhættuþóknun er hin sama og hjá farmönnum. Með þessum samningum hefur grunnkaup allra framan- greindra starfsflokka hækkað um 100% síðan fyrir stríð. Aðalfundur Verkalýðsfélags Bolungarvíkur Á aðalfundi Verkalýðsfélags Bolungarvíkur, sem haldinn var í jan. s.l. voru þessir kosnir í stjórn: Jón Tímóteusson formaður, Jóhannes Guðjónsson ritari, Haraldur Stefánsson gjaldkeri, Ágúst Vigfússon varaformaður, Jón Guðnason (form. sjómanna- deildar) og Jón Karl Þórhallsson meðstjórnendur. 118 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.