Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 48
Ignasio Silone:
FONTAMARA
Framh.
„Getur ugla hringt kirkjuklukkunum?“
„Ja, þá er það kannski már,“ sagði ég.
„Hvernig getur már komizt inn í turninn?“
„Máski það sé þá galdranorn," sagði ég, til að þagga
niður í henni.
Þeir voru fáir í Fontamara, sem kom dúr á auga þessa
nótt. Klukknahringingin hélt vöku fyrir þeim öllum, og
og allir töluðu um þessa hringingu. En allir vildu líka
hugsa um sjálfa sig, og enginn fór á fætur, til að gæta
að, hvað væri um að vera uppi í kirkjuturninum.
Og nú getur sonur minn sagt frá því, sem gerðist
næst.
Starfið
Klukkan fjögur um morguninn lögðum við Berardo
af stað frá Fontamara til borgarinnar, því að þar áttum
við að stíga upp í lestina, sem átti að flytja okkur til
Rómaborgar.
Berardo var í afleitu skapi. Hann tók ekki einu sinni
undir, þegar ég bauð honum góðan dag. Ég lét sem ég
tæki ekki eftir því, svo að við færum ekki að skattyrðast
áður en við leggðum af stað.
— Heyrðirðu í klukkunni í nótt? spurði ég. En hann
gerði sér ekki það ómak að svara því heldur.
Hann stikaði stórum, svo að ég átti fullt í fangi með
að fylgjast með honum.
Þegar við komum að útjaðri borgarinnar, heyrðum
við eimpípublástur lestarinnar. Við hlupum eins og við
gátum til að ná henni. Þá kom í Ijós, að þetta var vöru-
flutningalest, og það var langt þangað til lestin, sem
við ætluðum með, átti að fara.
Við liöfðum setið í hálftíma í biðstofunni, þegar
Raffaele Scarpone kom þar inn.
Berardo lét sem hann hefði ekki tekið eftir því að
Raffaele kom. Hann sneri að honum baki og fór að lesa
tilkynningu á veggnum. En Scarpone gekk til hans.
— Teofilo er búinn að hengja sig.
En Berardo hafði ekki augun af tilkynningunni.
— Baldissera fann hann í kirkj uturninum í morgun.
Hann hafði brugðið klukkustrengnum um hálsinn, hélt
Scarpone áfram. — Hann var ekki orðinn kaldur. Hann
hlýtur að hafa hangið í klukkustrengnum í alla nótt.
Berardo sagði, án þess að snúa sér við: — Friður sé
með honum.
—■ Við ætlum að leggja Teofilo á líkbörur í kirkj-
unni, hélt Scarpone áfram. — Ef presturinn kemur ekki,
leggjum við hann til án hans. Og ef hann sendir her-
menn á vettvang, þá verjum við okkur. Við ætlum að
láta lík Teofilos liggja á börum í miðri kirkjunni í
sólarhring, svo að Kristur, María, heilagur Rocco, heil-
agur Antonio, Jósef, heilagur Berardo og allir hinir
dýrlingarnir fái tækifæri til að sjá hann. Þeir skulu fá
að komast að raun um, hversu langt við erum leiddir. . .
— Friður sé með honum, endurtók Berardo.
Lestin okkar kom.
— Farðu ekki, sagði Scarpone í bænarrómi.
— Hvers vegna ekki? spurði Berardo undrandi.
—• Farðu ekki, endurtók Scarpone.
Berardo gekk að lestinni. Ég rölti á eftir honum.
Scarpone gekk á eftir mér og hristi höfuðið undrandi
á svipinn.
— í dag koma hermenn til Fontamara, sagði Scar-
pone. — Farðu ekki, Berardo. Þú verður að vera kyrr
vegna Teofilos.
Berardo steig upp í lestina, og ég á eftir honum.
Við töluðum ekki orð saman á öllu ferðalaginu. Ber-
stíga þangað fæti sínum sem fulltrúi fólksins í landinu,
að sjálfstæði þjóðarinnar sé honum heilagt mál.
Á komandi sumri þarf alþýðan að tryggja meirihluta
þeirra fulltrúa á Alþingi, sem af heilum hug vilja vinna
að nýsköpun atvinnulífsins. Ekki til þess að hinn vinn-
andi maður og kona verði eins og eitt hjól í þeim vél-
um, sem verið er að flytja til landsins, heldur ráðandi
vald þeirra tækja, sem alþýðan skapar auðæfin með.
Hún mun krefjast afnáms verzlunarokursins og rétt-
láts dóms yfir þeim mönnum, sem nú ræna hana fé og
verðmætum gegnum ránsgildrur, sem þeir hafa komið
á fót í erlendum ríkjum, og krefjast þess að utanríkis-
verzlunin verði færð í hendur þjóðinni sjálfri — lands-
verzlun sett á fót. Þetta eru leiðirnar, sem alþýðan þarf
að sameinast um. Hún þarf að skilja að verkalýðsfélags-
skapur, sem tryggir henni kaup og kjör og ákveðinn
vinnutíma, þarf að eiga víðari sjónarmið og sameinað-
an vilja, sem miðar til þess að alþýðunni megi auðnast
að taka' stjórnvölinn í sínar hendur — tryggja atvinnu
sína, afnema afætustéttir þjóðfélagsins, bægja frá dyr-
um hættunni, sem stafar af glæpaeðli hins spillta pen-
ingavalds og ógnar frelsi þjóðarinnar, skapa heilbrigða,
iðjusama menningarframtíð íslenzkra manna í þessu
landi.
112
VINNAN