Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 23
Etftfert Þorbjarnarson
FYRSTI MAÍ 1046
Enn á ný kveikir 1. maí hugi vinnandi stéttanna sam-
an um heim allan án tillits til þjóða, trúarbragða, litar-
hátta eða stjórnmálaskoSana.
Þennan dag staSfestir verkalýSur allra landa, aS enda
þótt barizt sé við mismunandi aðstæður, á mismunandi
tungum og við mismunandi menningarskilyrði, slá
hjörtu verkamanna í takt, hvort sem er í Ameríku eða
RáSstjórnarríkjunum, Islandi eða Suður-Afríku, Bret-
landi eða Kína.
1. maí sýnir verkalýðsstéttin, að það fer óaðskiljan-
lega saman að vera þjóðlegasta stétt síns lands og halda
á lofti hinu stolta kjörorði: Oreigar allra landa sam-
einist!
SíSan 1. maí í fyrra hafa þrír atburðir skeð, er vald-
ið hafa nýjum viðhorfum verkalýðsins og allra þjóða
heims:
Styrjöldin við fasismann var til lykta leidd og friður
rann aS nýju yfir flest lönd jarðar.
VerkalýSurinn stofnaði sér nýtt alþjóðasamband,
mörgum sinnum fjölmennara og þróttmeira en það, er
leystist upp í stríðsbyrjun.
Kjarnorkan kom til sögunnar.
AS loknu stríði eru þjóðirnar farnar að byggja upp
og bera balsam á undir sínar. ErfiSleikar þeirra eru við
hvert fótmál og hungurvofan leggur ljá sinn að lífi veru-
legs hluta mannkynsins. ÞaS skipulag, er atti þjóðun-
um út í styrjöld, h’efur ekki aðeins lagt á þær þyngstu
mannfórnir stríðsins sjálfs. ÞaS hefur einnig lagt á þær
hinn þunga kross hungurs, kulda og húsnæðisleysis.
En þó að heimsstríðinu sé lokið, er fasisminn og yfir-
drottnunarstefnan sjáanlega ekki að velli lögð.
Jafnvel stórar, en varnarlitlar þjóðir eins og Indónes-
ar verða að heyja áfram vopnaða baráttu til þess að
forða sér frá þeim örlögum að verSa framvegis nýlendu-
þjóð.
Og kjarnorkan — ein örlagaríkasta uppgötvun manns
andans —, sem glæstar vonir mannkynsins eru tengdar
við, en jafnframt ótti og skelfing, er enn þá einokuð af
2—3 ríkjum og vitneskjunni um hana beitt í viðskiptum
við umheiminn.
Naumast var styrjöldinni lokið, er afturhaldsmenn
ýmissa landa hófu opinberan áróður fyrir nýrri styrj-
fJtifundur 1. Maí
fyrir utan Menntaskólann
V I N N A N
87