Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Síða 32

Vinnan - 01.05.1946, Síða 32
ar dvalir á sama stað. Aftur á móti vill fjöldi af hinum eldri verkamönnum dvelja mestallan leyfistímann á sama stað sér til hvíldar og hressingar. Sum verkalýðsfélög hafa þegar byrjað að skipuleggja slíkar orlofsferðir á hinn myndarlegasta hátt, en orðið að takmarka þá starfsemi mjög vegna skorts á gisti- og dvalarheimilum, og má þar með segja, að fjöldi orlofs- hafa sé því nær útilokaður frá því að geta notað frí- tíma sinn eins og æskilegast væri. Þetta viðfangsefni verður án efa ekki leyst nema verkalýðsfélögin sjálf taki forustuna. Enda hafa sum þeirra, t. d. Dagsbrún, byrjað starfsemi í þessa átt. Hins vegar stendur fjárskortur mjög í vegi fyrir framkvæmd- um, og má því teljast fullkomlega eðlilegt, að hið opin- bera ljái þessu máli stuðning, bæði með því að veita nokkurn styrk til slíkra heimila og ábyrgjast lán allt að helmingi stofnkostnaðar. Tilþ ess að slík orlofsheimili geti náð tilgangi sínum, þurfa þau að vera fullvel útbúin. I hverju heimili þyrftu að vera eldhús, borðsalur, lestararsalur og svefnher- bergi fyrir ákveðinn fjölda gesta. Gætu hin stærri verka- lýðsfélög skipulagt dvalir meðlima sinna þannig, að húsnæðið væri sífellt í notkun. Frá heimilunum mætti síðan skipuleggja stuttar skemmtiferðir um nágrennið ákveðna daga dvalartímans. Einnig mætti skipuleggja starfsemina þannig, að hópar, sem ferðast um landið, gætu dvalið um lengri eða skemmri tíma eftir atvikum á heimilum félaga í öðrum landshlutum. Hér er um stórmikið menningarmál að ræða, að hjálpa því fólki, sem vinnur einhæfa vinnu svo að segja árið um kring, til að nota frítíma sinn þannig, að hann geti orðið því til sem mestrar andlegrar og líkamlegrar hressingar. Það má því teljast sanngjarnt, að ríkið veiti starfsemi sem þessari stuðning engu síður en bygg- ingu íþróttahúsa og sundlauga, sem hvorttveggja fær stuðning frá íþróttasjóði. Hér er í raun og veru um hliðstæðu að ræða, sem leggja má nokkuð að jöfnu. Austfirzk vögguvísa Leiðist mér þetta líf a-la-la, leikur það ei við mig a-la-la. Rækalls og rauna kíf a-la-la, sem ríður mér hreint á slig a-la-la. Því má ég stöðugt standa a-la-la stríðinu rauna í a-la-la. Berjast til beggja handa a-la-la, bezt mundi fara í því a-la-la. Óþekktur höfundur. HARALDUR GUÐNASON: ORLOFSFERÐIR VERKAFÓLKS Nú er loks svo komið, að verkafólk hefur öðlazt rétt til nokkurra daga orlofs á ári, samkvæmt lögum. Áður fyrr var slíkur „lúxus“ sérréttindi nokkurra „heldri manna“ svokallaðra, en hæfilegt þótti handa verkakörlunum að hafa ánægjuna af að sjá þetta fína fólk spóka sig í sumarblíðunni. -— Nú er þetta breytt sem betur fer, og verkafólki tryggð- ur réttur til sumarleyfis, fyrst með samningum „Dags- brúnar“ í ágústmánuði 1942 og nokkru síðar lögfest af Alþingi. En sumardagarnir, er hið vinnandi fólk hefur ráð á, algerlega frjálst og óháð, eru ekki margir; þess vegna veltur á miklu að þeim sé vel varið. Þegar þetta er ritað, liggur fyrir Alþingi merkilegt frumvarp um orlofsheimili verkafólks og er vonandi, að það hljóti skjótan byr í þinginu. Væntanlega eru þeir verkamenn allmargir, einkum hinir rosknari, er helzt kjósa að njóta næðis og hvíldar á fögrum stað, í orlofi sínu. Þá koma orlofsheimilin — hvíldar- og hressingarheimili verkafólksins — vissu- lega í góðar þarfir. Hitt er staðreynd, að við erum allt of margir, íslend- ingar, sem lítil deili vitum á því ægifagra landi, er við byggjum. Ekki er þó áhugaleysi einu um að kenna, fyrst og fremst, heldur kröppum kjörum, sífelldu striti fyrir frumstæðustu þörfum, allt fram á síðustu ár, en heldur tók að rakna úr og kostur varð rýmri, þótt litlu muni í kornhlöður safnað. Nú fæ ég ekki betur séð en verkalýðsfélögin verði að taka nýjan lið á dagskrá sína: að skipuleggja sumar- leyfisferðir félaga sinna. Gerð sé áætlun um ferðir á sumrinu, farkostur útvegaður og fararstj órar, er helzt þurfa að vera vel kunnugir þeim stöðum, er fara á til. í Reykjavík og nágrenni hefur verkafólk betri að- stöðu en annars staðar á landinu, það getur ferðazt á vegum Ferðafélags Islands. Sama er að segja um Akur- evri, Húsavík og Vestmannaeyjar, því þar eru ferða- félagsdeildir. Annars staðar liggur beinast við, að verkalýðsfélögin taki þessi mál til úrlausnar, a. m. k. þar til öðruvísi kynni að skipast. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur gert til- raun um skemmtiferðir fyrir félaga sína, en ekki er mér kunnugt, hversu tekizt hefur. — 96 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.