Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Side 30

Vinnan - 01.05.1946, Side 30
— Færið henni gæsirnar, bætti hann við. -— Hún um það, hvað hún gerir af þeim. Og segið henni, að ég borgi þær, hvað sem hún setur upp. — Já, sagði ég. — Þetta er ekkert skemmtileg sendiferð, Fallada. Fá- ið yður brennivín og vindling til þess að styrkja hjart- að. Það er svo erfitt að lifa. — Já, sagði ég. Mér var ekki hægt um vik að fara með gæsirnar svona snemma morguns upp til höfuðbólsins, svo að ég barði þar að dyrum kl. hálf átta. Óðalsfrúin hefur víst verið búin að frétta allt saman, því að hún lá í laun- sátri fyrir mér í eldhúsinu. — Farið burt með þær, sagði hún og andvarpaði. — Guð minn góður! Ég get ekki horft á þessi ósköp. Það eru tvær varpgæsir meðal þeirra. 0, ó, Dóra! Sjáið þér bara! Það er ein af þess- um með gráu vængina. Dóra starði á mig eins og engill hefndarinnar. Eg varð undirleitur. — Segið tengdasyni mínum, að hann sé glæpamaður, morðingi. I sólskininu fór ég aftur til yfirforingjans, ásamt léttadrengnum og þessum sjö dauðu gæsum. Húsbóndi minn hafði ekki riðið út á akrana, heldur beið komu rninnar. Hann varð svartur á svipinn, þegar hann sá líkin. — Hvern fjandann eruð þér ennþá að brölta með gæsirnar? Gaf ég yður ekki skipanir? — Jú, skipanir, sagði ég. En skipanir hafa ekki mikið að segja, þegar tengdamóðirin er annars vegar. — Þetta er bölvuð vitleysa, sagði hann. — Segið tengdamóður minni að hún eigi þessar gæsir, en ekki ég. Og komið þér ekki aftur með þessar gæsir. — Nei, herra, sagði ég. Og aftur snerum við, eitt ráðsmannstetur, einn létta- drengsstauli og sjö dauðar gæsir, og stefndum íil eld- húss höfuðbólsins. Varmar viðtökur. Táralindirnar voru þornaðar. — Ég ver yður húsið, heyrið þér! Það eru griðarof, ef þér komið framar með þessar gæsir. Segið tengdasyni mínum . . . Guð komi til! Aftur urðum við að fara til búgarðs- ins. — Hvað skeður næst? sagði léttadrengurinn og hló. — Þetta er djöfulinn ekki til að hlæja að, sagði ég öskuvondur. — Farðu með þær inn í hlöðuna og breiddu poka yfir þær. Annaðhvort þeirra hlýtur að vitkast á endanum. Stundirnar liðu. Eím tólfleytið kom vinnufólkið heim af ökrunum, og ég fór upp á heyloftið, til þess að ná í skepnufóður. Þegar ég kom ofan, stóð yfirforinginn þar og ýtti við líkunum með fætinum. -— Hvað á þetta að þýða? sagði hann. — Skilduð þér ekki skipanir mínar? Jú, ég hafði skilið þær, og ég gaf skýringar. — Þvaður, sagði hann. — Griðarof! Segið tengda- móður minni, að hún sé vitlaus. Segið henni að vera ekki með neina móðursýki. Ég vil ekki sjá þessar gæsir framar. — Já, herra, sagði ég og brölti af stað einu sinni enn þá með gæsirnar. Þetta var meiri krossferðin. Ég var gerður afturreka. — Hvað skal nú til ráða? spurði léttadrengurinn. í þetta skipti fórum við inn í hlöðuna og földum gæsirnar í heyinu. — Nú heldur tengdamóðirin, að tengdasonurinn hafi gæsirnar, og tengdasonurinn, að tengdamóðirin hafi þær, sagði léttadrengurinn og þótt- ist góður. — Alveg rétt, sonur sæll, sagði ég og fór. Undir kvöldið kom yfirforinginn, og við töluðum um hitt og þetta. — Meðal annarra orða, sagði hann. — Er ekki gæsa- styrjöldin til lykta leidd? — Jú, sagði ég. — Gott, sagði hann. Það var komið langt fram yfir háttatíma, þegar sím- inn hringdi. — Halló, það er Fallada. — Þér fóruð ekki með gæsirnar. Þér hafið óhlýðnast skipunum mínum. Þér hafið logið að mér. Farið með gæsirnar þegar í stað til tengdamóður minnar. Hún vill fá þær eftir allt saman. Þér heyrið það. Ég hraðaði mér út í hlöðuna og leitaði í heyinu. Þær voru ekki þar. Ég leitaði til hægri, svo til vinstri. Ég kallaði á léttadrenginn. Við leituðum um alla hlöðuna, uppi, niðri og þar í miðju. Engar gæsir. Inni hjá mér hringdi síminn stöðugri líkhringingu fyrir eyrum mér. Við leituðum betur. Strákurinn rétti úr sér. — Þær voru hér áreiðanlega, sagði hann og benti á blóðbletti í heyinu. Ég horfði á hann, og hann horfði á mig. Strákgreyið hafði ekki stolið þeim. Hann var ráðvendnin sjálf upp- máluð. — Jæja, herra, sagði hann. — Þetta getur orðið yður dýrkeypt. Húsbóndinn getur orðið harður í horn að taka, þegar svo ber undir. Hjartað í mér hamaðist eins og tvígengismótor. Ég hringdi og stamaði fram afsökunum: — Og nú hefir einhver gert sér hægt um vik og stolið gæsunum. Það heyrðist reiðiöskur í símanum og svo kom orða- flóðið. Ég lagði niður heyrnartólið, fór inn í herbergið mitt og axlaði mín skinn. Kaspar ók mér á stöðina sam- stundis — amen, punktum og basta. —- Veslings Dóra! En flækingsræfillinn, sem árið 1929 stal sjö guðdóm- legum gæsum á höfuðbólinu í Tiitz, getur, ef hann þorir, komið til mín og afsakað gerðir sínar. Sá skyldi svei mér fá rauðan belg fyrir gráan. Fjandinn stegli hann! 94 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.