Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 6
z' "N AF ALÞJÓÐAVETTVANGI V___________________________) Hin pólitísha baráttunefnd C. I. O. undir forustu Sidney Hillman, sem talinn var hafa átt mestan þátt í kosningasigri Roosevelts forseta 1944, hefur nýlega gefið út tilkynningu um, að hún muni hefja öfluga baráttu í kosningunum á þessu ári fyrir stefnu hins látna forseta. I tilkynningunni segir meðal annars: „Bandaríkin ráða yfir óhemju framleiðslugetu á sviði matvæla, iðnaðar og kjarnorku, auk hins mikla fjár- magns, en friður og öryggi heimsins er undir því kom- in, hvernig Bandaríkin fara með þetta vald sitt. Stjórnarstefna Bandaríkjanna verður að byggjast á eftirfarandi grundvallaratriðum: 1. Alger eyðing fasismans í Þýzkalandi og Japan, á- samt fullri framkvæmd á ákvörðunum Potsdam-ráð- stefnunnar. 2. Fullu tilliti til réttar allra þjóða til að velja sjálfar sína stjórnarhætti. 3. Endurreisn sjálfstjórnar og fulls sjálfstæðis þeirra þjóða, er með ofbeldi hafa verið svipt þeim rétt- indum. 4. Kjarnorkumálin undir eftirliti hinna samein. þjóða. Þá er bent á, að hin mikla matvælaframleiðsla leggi þjóðinni þær skyldur á herðar, að hjálpa nauðstödd- um þjóðum á því sviði, og sérstaklega tekið fram, að „vald hins ameríska dollars megi undir engum kring- umstæðum nota til að hafa áhrif á rétt þjóðanna til sj álfstjórnar.“ Fasisminn á Spáni og í Argentínu „er á engan hátt aðeins innanlandsmál þessara þjóða“, og verður því Oryggisráð sameinuðu þjóðanna að gera fullnaðarráð- stafanir gegn honum, og veita þessum þjóðum aðstoð til að endurheimta lýðréttindi sín. Ameríka verður að styðja „hinar réttlátu kröfur ný- lenduþjóðanna til sjálfsákvörðunar og sjálfstjórnar“, og vegna þess, að „virk aðstoð verkalýðssamtakanna er skilyrði fyrir varanlegum friði“, verða Bandaríkin að styðja að því, að Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna verði tekinn sem fullgildur aðili í samtök hinna sam- einuðu þjóða. Þá er þess krafist, að „viðurkenndur sé réttur verka- mannsins til vinnu sem tryggi honum mannsæmandi lífsskilyrði, rétt til menntunar og öryggi gegn sjúkdóm- um, slysum og elli.“ Kynþáttaofsóknir eru harðlega fordæmdar og þjóðin vöruð við ýmsum samtökum afturhaldsins, svo sem Ku Klux Klan, sem fyrir slíkum ofsóknum standa. Það má ótvírætt gera sér miklar vonir um, að C. I. 0. verði vel ágengt í baráttu sinni fyrir þessum málum, því það hefur á síðustu árum safnað hinum framsækn- ari hluta verkalýðsins í Bandaríkjunum undir merki sín, og sýndi það í launadeilunum í haust og vetur, að forysta þess í hagsmunabaráttunni er örugg og mark- viss. Og um harðfylgi og einlægni Sidney Hillmans, sem þarna hefur forystuna, efast enginn er til þekkir. Fjórir þœttir úr sögu Irans 1. 5. marz 1941 héldu enskir og rússneskir herir inn í Iran til að hreinsa landið af þeim 7000 nazistum, er þar voru í skjóli hins þýzksinnaða einræðisherra, Risa Khan, sem komizt hafði til valda með aðstoð Breta. A þessum tíma, þegar verst leit út fyrir brezka heimsveldinu, voru í landinu fámennir hópar lýðræðis- sinna, er nutu aðstoðar og uppörfunar Breta. Þessir lýðræðissinnar börðust gegn hinum þýzku áhrifum, er þróazt höfðu í valdatíð Risa Khan, og skipulögðu sam- tök sín í flokk er nefndist Tudeh og smám saman varð að fjöldaflokki lýðræðissinna. — Samvinna Breta og þessara lýðræðisafla hélzt til ársloka 1942. 2. I janúar 1943 var meðlimatala Tudeh-flokksins komin upp yfir 50.000, auk þess sem flokkurinn hafði skipulagt verkalýðshreyfingu með 60.000 meðlimum. Þessi þróun var síður en svo æskileg í augum Breta, sem ráða yfir olíulindunum í suðurhluta Irans og höfðu byggt áhrif sín að mestu á lénsvaldi innlendra höfð- ingja, sem nú virtist vera í hættu sökum vaxandi áhrifa Tudeh og verkalýðssamtakanna. Bretar hættu nú stuðningi sínum við Tudeh-flokk- inn og studdu í þess stað hið afturhaldssinnaða léns- vald í baráttuni gegn honum og hinni ört vaxandi verkalýðshreyfingu. Á þessu tímabili höfðu Bretar mikil afskipti af inn- anlandsmálum Irans á þann hátt, að styðja afturhalds- öflin og ýta undir mjög tíð stjórnarskipti, til að auka glundroðann í stjórmálum landsins. 3. Vorið 1945, þegar leið að lokum styrjaldarinnar, hafði gengi Tudeh-flokksins vaxið það mjög, að hann var orðinn sterkasti flokkur landsins. Tóku þá Bretarn- 128 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.