Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 17
færðist yfir karlmannlegan svipinn. Við skulum heldur snúa okkur að herra Róbínson. Watson, finnst yður ekki, að það sé eitthvað, sem ekki fær staðizt í frásögn hans? — Ja, hvað skal segja, Holmes?. I sannleika sagt hef ég ekki tekið eftir neinu sérstöku . . . Watson er indælis maður, hugsaði leynilögreglumað- urinn. Ef ég hefði ekki haft hann, hefði ég orðið að leita hann uppi. Svo teygði hann úr bífunum og sagði: — Þér viljið sennilega, af gömlum vana, að ég segi fyrst mína skoðun, enda þótt ég viti mæta vel, að þér hafið myndað yður skoðun um þetta fyrir löngu síð- an . . . Jæja, auðvitað hafið þér veitt því athygli, Wat- son, hve skógurinn er þýðingarmikill í allri frásögn herra Róbínsons. Takið eftir: fyrstu nóttina klifrar hann upp í tré til þess að sofa, síðan tekur hann trjágrein til þess að búa til fyrsta verkfærið, t. d. skóflu, loks býr hann sér gerði og kofa og gerir virkisgarð um allt sam- an úr timbri. Seinna riðar hann körfur, — og það, sem mestu varðar —, fer út í skóg á veiðar. Fram að þessu hefur saga hans verið sennileg í öll- um atriðum. En skógurinn, sem hann lýsir á alls ekkert skylt við hitabeltisskógana, sem vaxa á þeirri breiddar- gráðu, sem hann segist hafa dvalið á í tuttugu og átta ár. Samkvæmt frásögn hans, lá eyjan úti fyrir mynni Orínócófljótsins. Sannleikurinn er sá, að þarna eru lág- ar, mýrlendar eyjar, vaxnar reglulegum hitabeltisfrum- skógi. Hvað sýnist yður, — gat hann lifað þarna í tutt- ugu og átta ár. — Ég býst varla við, að Róbínson hefði lifað þar tuttugu og átta daga. Hann mundi hafa fengið mýra- köldu eftir fáeina daga, svo að við minnumst hvorki á villidýrin né slöngurnar. Það er að segja, hefði hann haft kínin . . . — Ojá, Watson, átti ég ekki kollgátuna, þér voruð búnir að rannsaka þetta út í yztu æsar.. .Vitaskuld hafði hann ekkert kínin meðferðis. Róbínson segir nefnilega, að honum hafi skolað á land á eyjunni sinni árið 1659, einmitt um það leyti, sem Evrópumenn heyrðu fyrst getið um kínatréð. Spánverjar í Perú þekktu raunar kíninið, en þaðan er langur vegur til Brasilíu. Hefði Róbínson haft kínin, mundi hann tæplega hafa gripið til þess að lækna mýrakölduna með tóbaki. Hafið þér nokkru sinni heyrt getið um slíka lækningaaðferð? Hann tuggði tóbak og reykti eins og hann orkaði og drakk svo tóbaksseyði í þokkabót. — Ég held, að hann hafi ekki fengið neina mýra- köldu, heldur aðeins venjulegt kvef. — Þá það. Á eyjunni hans, sem, samkvæmt frásögn- inni, lá við miðjarðarbauginn, var engin mýrakalda. Þar voru hvorki eiturslöngur né villidýr, og þar var enginn vafningsgróður á milli trjánna. Sedrusviður var þar hins vegar. Úr einu slíku tré, sem var fimm fet og þrír þumlungar, smíðaði hann sér bát. Hafið þér tekið eftir því, Watson, hvað þessi nákvæma mæling er grun- samleg? Ennfremur uxu þar sítrónur og víndrúfur. Eina hitabeltistréð, sem hann nefnir er „járntréð“ eða „tré, sem líkist því“. Við vitum, að það er til fjöldi ólíkra trjáa, sem kölluð eru „járntré“, vegna þess, hve viðurinn er ótrúlega harður. Eitt slíkt tré vex á Ind- landi, annað í Ástralíu, enn önnur í Afríku og á Suður- hafseyjunum, en ekkert þeirra finnst á svæði herra Ró- bínsons. Brasilíska „járntréð“, jakarandatréð, gat vit- anlega hafa vaxið þar. En það er svo sérstætt að lit og lykt, að undarlegt má kalla, að jafn nákvæmur maður skuli minnast á slíka hluti . . . í einu orði sagt: Það er ekki hitabeltisnáttúra, sem hann lýsir, heldur einhvers staðar úr tempruðu beltun- um. Staðsetning eyjarinnar er skökk. — Skelfing er að heyra þetta, hvíslaði Watson lotn- ingarfullur. Leynilögreglumaðurinn hló ánægjulega. — Og þó fer því fj arri, að öll kurl séu komin til graf- ar, kæri Watson, hélt Holmes áfram. Þér hafið vafa- laust tekið eftir því, að Róbínson leggur áherzlu á það, að enginn Evrópumaður hafi stigið fæti á eyna á undan honu'm. Þá vaknar sú spurning, hvernig ýmsar jurta- og dýrategundir, sem eiga heima á allt öðrum slóðum, hafi komizt þangað. Ég spyr yður, Watson, hvernig átti vínviðurinn til dæmis að komast frá Miðjarðarhafs- löndunum? Hvernig álpaðist sykurreyrinn þangað frá Indlandi? Og síðast en ekki sízt geiturnar frá Litlu- Asíu? Þessa geitasögu skal hann fá að skýra fyrir mér í eitt skipti fyrir öll. Já, svei mér þá. Fjandinn eigi það, ’ að án þessara geita hefði nokkur Róbínson þrifizt á eynni. Með ýtrasta viljaþreki tókst Sherlock Holmes að hindra, að skapofsinn færi með hann í gönur. — Þér skiljið þetta, Watson: ef þér einhvers staðar á eyðiey rekizt á jurtir og dýr, sem eiga heima í fjar- lægum löndum með framandi loftslagi og á allt öðrum jarðbeltum, þá hlýtur einhver að hafa flutt þau þangað. Járnið, sem gerði Róbínson að herra skógarins, fann hann á strandstaðnum, — við því er ekkert að segja, það er svona álíka og það hefði hrapað ofan af himn- inum. Slíks eru dæmi, jafnvel Forn-Egyptar notuðu járn úr loftsteinum. Ef Róbínson hefði fundið svín á eynni, getum við hugsað okkur, að þau hefðu bjargazt í land af skipsbroti, — því að svín eru mestu sundgarp- ar. Það eru jafnvel dæmi til slíks. En geitur detta ekki ofan úr skýjunum, og þær kunna ekki að synda. Einhver hlýtur að hafa flutt þær þangað. Hvað sýnist yður, Wat- son, eru það ekki mistök hjá herra Róbínson, þegar hann gefur í skyn, að enginn maður hafi stigið fæti á eyna á undan honum. — Mistök, þér kveðið allt of vægt að orði, Holmes. VINNAN 139

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.