Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 16
sjómannasögur, lýsir hann nákvæmlega öllum aðstæð- um, sem hann varð að taka til greina og laga sig eftir: loftslagi, jarðvegi, dýra- og gróðurríki. Og þar sem þetta er að miklu leyti háð landfræðilegum aðstæðum, er farið nákvæmlega út í þá sálma alla. Nú á dögum eru það börnin, sem lesa Róbínson Krúsóe. Þau láta hrífast af „ævintýramanninum“, mann- ætunum og sjóræningjunum . . . Á dögum Defoes var það hins vegar fullorðna fólkið, sem las bókina: Skip- stjórar, kaupmenn og þó einkum menn, sem höfðu sett fé sitt í nýlenduviðskipti. Þeir voru stórhrifnir af bók- inni, rifu hana blátt áfram út úr höndunum á bóksöl- unum. Hinn 25. apríl 1719 kom bókin á markaðinn. Önnur útgáfan kom 12. maí og hin þriðja 6. júní. Eg var búinn að slíta barnaskónum þegar ég las heildarútgáfuna af Róbínson, í raun og veru var ég orð- inn eins konar skipstjóri . . . Að þessu sinni hljóp ég yfir efnisyfirlitið og réðist beint að kjarnanum. Munið þið ekki eftir Róbínson Krúsóe? Munið þið til dæmis, að hann hét í raun og veru Kreuzner, að faðir hans var þýzkur, fæddur í Brimum, og móðir hans ensk? Munið þið, hvenær hann fæddist? Það var sama árið og Gústaf Adólf féll við Liitzsen, 1632, þeg- ar þrjátíu ára stríðið stóð sem hæst. Kannski gamla Kreuzner hafði þótt ráðlegast, eins og sakir stóðu, að flytja hafurtask sitt til friðsamari stöðva. Fyrstu ferð sína fór Róbínson með fram vesturströnd Afríku. Farangur hans var „alls konar skran“, fimmtíu sterlingspunda virði. Hann skipti á því og gullsandi við negrana, og fékk fimm skálapund og níu únsur af gull- inu, segir höfundurinn með nákvæmni bókarans. Gullið seldist í Lundúnum fyrir þrjú hundruð sterlingspund. Svona var verzlunin við negrana, sem Portúgalsmenn hófu um miðja fjórtándu öld. Frá þeim dögum stafar nafnið „Gullströndin“, — nú er hún ensk nýlenda, þar sem nokkuð er flutt út af gulli, en aðallega kakóbaun- um. Stórkostlegar gullnámur hafa síðan fundizt á öðr- um stöðum í álfunni. Ef við höldum áfram lestri þess- arar bókar, fáum við að heyra svo mikið um gullið, að okkur verður engin skotaskuld úr því að skilja, hvað vakti fyrir Róbínson á fyrstu ferð hans. Úr því að Róbínson hafði þetta upp úr fyrstu ferð- inni, ákvað hann að freista hamingjunnar á nýjan leik. Að þessu sinni var kaupfarið tekið af sjóræningjum frá Marokkó. En þessir sjóræningjar voru alvarlegt við- fangsefni í heimsviðskiptunum á árunum 1500—1600. Seinna meir, í kaflanum um fiskana, fáum við að heyra, hvaða áhrif þeir höfðu á allar fiskiveiðar í Evrópu, og hvernig þeir hrundu fiskimönnunum í áttina vestur að New Foundlandi. Athyglisvert er það innskot, að sjó- ræningjaskipið, sem réðst á þá Róbínson, var vopnað átján fallbyssum. En hvar fengu Márarnir þessar fall- byssur? Því kynnumst við í kaflanum um járnið. Þegar Róbínson hafði verið ánauðugur í tvö ár, heppnaðist honum að flýja og komast í portúgalskt skip. Hinn „göfuglyndi“ skipstjóri flytur Róbínson til Brasilíu. Þar steig hann á land í Santos, sem er stærsta borg í brasilíska fylkinu Sao Paolo og ein mesta kaffi- útflutningshöfn heimsins. En Róbínson minnist ekkert á kaffið, það var ekki fyrr en seinna, að kaffirækt varð aðalatvinnuvegur Brasilíumanna. í þann tíð ræktuðu menn tóbak og sykurreyr í Sao Paolo. Þessar vörur voru fluttar til Evrópu, en í þess stað fengu Brasilíumenn verkfæri og vefnaðarvörur. Hvar framleiddu menn þá slíkar vörur í Evrópu, og hvernig? Þegar Róbínson nokkru seinna færir brasilískum félaga sínum gjafir, lætur hann senda honum enskt klæði frá Lissabon. Hús- freyjan fær línvefnað frá Brabant og dóttirin ítalskt silki. Nákvæmlega eins og í kennslubók í atvinnulanda- fræði, og hún ein gefur skýringu á því, hvar og hvers vegna Róbínson rak löngu seinna upp að eyjunni sinni. Um þessar mundir gekk atvinnuþróun nýlendnanna mjög tregt vegna skorts á vinnuafli. Það var orsök þess, að menn gripu til þess ráðs að gera negrana að þræl- um á plantekrunum. Þegar plantekrueigendurnir í grenndinni komust að því, að Róbínson hafði dvalið um skeið í Afríku, báðu þeir hann að fara þangað að nýju, á þeirra kostnað, og koma til baka með negra. Þeir lofuðu að skipta „bráðinni“, svo að öllu rétt- læti væri fullnægt. Plantekrubúskapur Róbínsons gekk prýðilega, og sjálfan vanhagaði hann um negra og gekk þess vegna að þessu ginnandi tilboði. Saga Róbínsons er því saga þrælaflutninganna, enda þótt ferðin mis- heppnaðist. Á leiðinni milli Brasilíu og Afríku strand- aði skipið í ofviðri úti fyrir ósum Orinócófljótsins. Ahöfnin fórst, og Róbínson skolaði upp að ströndum eyðieyjar. Sherloch Holmes hetnur tipjt unt Hóhínson Sherlock Holmes lokaði dyrunum á eftir aðkomu- manninum, tróð sterku tóbaki í pípuna sína, fleygði sér í hægindastólinn og sökkti sér niður í hugsanir sínar. Doktor Watson þorði ekki að bæra á sér til þess að trufla ekki hugleiðingar jafn viturs vinar. — Watson, hvað vitið þér um Selkirk? spurði hann allt í einu og blés út úr sér óvenjuþykkum reykjarmekki. — Selkirk? Hvaða Selkirk? tautaði Watson skelfd- ur. (Vinur minn, vesalingurinn, er farinn að tala óráð, hugsaði hann með sjálfum sér, það stafar áreiðanlega af ofþreytu. — Nú jæja, við skulum þá láta hann Selkirk eiga sig, sagði leynilögreglusnillingurinn, og lítils háttar bros 138 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.